Hlaupið um sundin..

Jæja, þá er ég búin að fara út að hlaupa í dag, hljóp allt Efstasundið, Skipasundið og hálft Sæviðarsundið, samtals um 3.45K og það tók mig 28 mín.
Ég vann marga sigra á sjálfri mér á meðan ég hljóp og fyrsti sigurinn var náttúrulega að ég fór út. Ég var nefninlega ný komin heim úr vinnunni, ég var sko að þvo, það var rigning og guðmávitahvað.. en ég fór! Og á meðan ég hljóp þá hélt ég mig við leiðina sem ég ákvað áður en ég fór út, ég stytti hana ekki, þó svo að mér hafi fundist það bráðnauðsynlegt á meðan ég hljóp, mér tókst ekki að sannfæra mig um það að ég gæti allsekki hlaupið lengra af því ég var að drepast í fótunum og mér tókst ekki að sannfæra mig um það að hlaup væru sko alls ekki fyrir mig því ég hefði greinilega ekki fætur í þetta og ég ætti bara að halda mig við hoppið og lyftingarnar í gymminu.. og mér tókst heldur ekki að sannfæra mig um það að ég væri algjör aumingi því ég þurfti að labba smá á milli .. ég, semsagt, hafði betur en ég :)
Næst ætla ég hlaupa í kring um Vífilstaðarvatn með Hlaupahópnum Vífli, það var æðislega gaman síðast og ég er að hugsa um að fara tvo hringi, þó svo að ég labbi kannski meiripartinn af þeim seinni, held bara að fæturnir mínir hafi gott af því. En við sjáum til á miðvikudag, held að systur mínar báðar ætli með, ekki er það nú verra :)

Annars er það í fréttum að Birkir minn, litli drengurinn minn, er orðinn vinnandi maður, hann fékk vinnu hjá Garðlist og á að mæta kl 8 í fyrramálið. Hann fer með nesti og nýjar gúmmítúttur..
Mér finnst það nú svona frekar fullorðins þegar bæði börnin manns eru orðnir launþegar.. mér fyndist nú í lagi að hægja aðeins á, bara svo ég myndi ná því að fylgja með..

Um kollatjorva

kona, mamma, kærasta, systir, dóttir, frænka, tölvunarfræðingur, kórkona.. allskonar..
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

2var við Hlaupið um sundin..

  1. Góð!
    og góður Birkir!! gangi honum vel að vakna í fyrramálið :)

  2. Íris sagði:

    Mér finnst þú rosalega dugleg. Mitt plan er núna að sigrast á sjálfri mér svona eins og þú, ég held samt að ég sé þrjóskari en ég svo það er spurning hvaða ég vinnur. Gangi þér vel á hlaupunum.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s