Mánudagr – Hjól – tjékk
Þriðjudagur – Þrek – tjékk
MIðvikudagur – Hjól – tjékk
Fimmtudagur – Body Balance – tjékk
Föstudagur – Tabata í hádeginu/Frí – Frí tjékk
Laugardagur – Topp Form/Hot Joga – Topp Form Tjékk :)
Sunnudagur – frí
Kannski tekst þetta, verð reyndar pottþétt að deyja úr harðsperrum á mi og fi eftir þrek hjá Eyrúnu, ef ég þekki mig og hana rétt..
En þetta bara gengur ekki lengur, kíló í plús í hverjum mánuði og þá verð ég 100 kíló eftir, tjah ekki svo mjög langan tíma!! Ég vil frekar kíló í mínus í hverjum mánuði í svona eitt ár eða svo og þá er ég glöð.. og hvahh, það er nú ekki neitt :)
og þetta er ekki átak, þetta er skynsemi!
Update á miðvikudegi.. er aalveg að renna á rassinn með hjólin í dag, harðsperrurnar eru á leið í fúllsving, fæturnir á mér svo þreyttir eftir þrekið í gær, að ég kemst varla upp stiga og ég þarf líka að fara á kóræfingu í kvöld. Æ fokkitt, ég dríf mig!! fæ bara bílinn og þá þarf ég ekki að labba heim!!
Update á miðvikudagskvöldi. – gaur!! gaur!! frábær hjólatími, ef ég kemst framúr rúminu í fyrramálið þá á ég sko skilið thule (er reyndar í bjórpásu og geymi hann bara .. )
Update á föstudegi
Fór í bb í gær, dálítið öðruvísi stemming í þessum tíma heldur en var hjá þessari þarna góðu,, nú var bara kuldi og keyrsla, þetta var erfitt fyrir harðsprerrurnar og ég gat varla hreyft mig í gærkvöldi. Í dag líður mér betur, harðsperrurnar á undanhaldi nema nú eru að koma nýjar í magann og mjaðmirnar.
Gleymdi svo að ég ætlaði ekki að borða nammi í kvöld en svoneridda, nammidagurinn er semsagt þá bara í dag :)
Næsta tjallens er að mæta í ræktina í fyrramálið.. við sjáum til hvað gerist :) ég hef þá hotjokað til vara.. það er ekki fyrr en um hádegið :)
Update á Laugardegi: Þokkalega!!! Planið tókst! búin að fara x5 í gymmið þessa vikuna :) Núna er frí á morgun og svo byrjar ballið aftur á mánudaginn.. og mér líður sérlega vel og hamingjusamt :)
þetta er osom plan!
eru þetta allt tímar seinnipartinn?
gott plan, vildi ég væri svona skynsöm
jább Heiða.. þetta er allt seinnipartinn. kemstu aldrei þá?