svoddan þorskur…

Eldaði svo svakalega gott í gær..

Þetta þarftu:
Þorskflök
Smjör
Hveiti
Salt & Pipar
Sítrónu
Kúskús
Kjúklingatening
Allskonar grænmeti sem þú finnur í ísskápnum.

Þetta geririu:
Tjoppar allt grænmetið í litla bita og steikir uppúr ólífuolíu á (vok)pönnu

Veltir fiskinum uppúr hveiti og steikir uppúr smjöri ( og ólífuolíu) og kryddar með salti og pipar og kreistir svo smá sítrónu yfir.

Græjar kúskúsið efitir leiðbeiningum á pakkanum, ss setur  ákv magn af kúskús í skál, setur jafnmikið af kjúklingasoði útí, hræri, setur lok á og bíður í 5 mín. Hrærir svo í og þá á allur vökvi að vera farinn inní kúskúsið og þá er það tilbúið.

Að lokum:
Sko,  ég kaupi aldrei of mikinn fisk. Í þetta skiptið keypti ég 1400gr og kostaði kílóið 1789kall í fiskibúðinni á Sundlaugarveginum þannig að þetta er ekkert endilega voða ódýrt alltaf, en getur verið það ef maður á allt nema fiskinn :) 1400gr og við vorum þrjú í mat og ég náði til að taka með mér í nesti í dag, þannig að 1400gr handa 4 kannski..
Allavega, afþví að ég get ekki steikt þetta allt í einu á einni pönnu, þá steiki ég þykkustu stykkin fyrst, steiki þau ekki í gegn heldur set þau svo í eldfast mót og inni ofn á 170° á meðan ég steiki hitt eða max 10 mín.  Ég vil hafa þetta þannig að fiskurinn sé rétt nýorðinn hvítur, bara rétthættur að vera glær.. semsagt .. já, þið skiljið.

Með grænmetinu þá tek ég bara það sem ég á til, en grunnurinn er yfirleitt sætar kartöflur, gulrætur, paprika, rauðlaukur og sveppir. Þá byrja ég alltaf á að steikja þær sætu því þær þurfa að vera mjúkar í gegn og taka lengstan tíma. Hitt grænmetið má vera svona al dente..

Hollt og klárlega með betri mötum..

Um kollatjorva

kona, mamma, kærasta, systir, dóttir, frænka, tölvunarfræðingur, kórkona.. allskonar..
Þessi færsla var birt í Fiskur, Maturinn og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s