Ester bað um uppskrift.. og þar sem hún var einusinni bossinn minn í þegar ég var að vinna á Heilsugæslunni á Höfn, þá bregst ég að sjálfsögðu við hið snarasta og geri það sem hún segir.. af því að ég er svo hlýðin híhíhíh… .. :)
Heit mexicosúpa fyrir heitar konur og hina 10 (eða allavega fyrir 6 -8)
Þetta þarftu
1.laukur
1.kg kjúklingabringur (eða 4-6 bringur)
2.rauðar paprikur
1. rófa
hálfur gulrótapoki
1.sæt kartafla
4 stk rauður chili
8 tómatar
smá blómkál
2 pokar santa maria taco krydd
1 medium sterk salsa sósa frá santa maria
salt
pipar
kjúklingateningar (ég held að ég hafi notað 4.stk)
chili krydd
4.lítrar vatn (eða eitthvað þannig..)
4-5 msk Rjómaostur
Þetta geririu:
saxar lauk og sýður í smá olíu þar til hann er orðinn gl
skerð kjúllann í litla bita (þannig að þeir komist fyrir í skeiðinni, ásamt öðru) og setur útí Skerð svo allt grænmetið, nema tómata og bætir út í og brúnar þetta allt saman.
Saltar og piprar og chilliar..
Afhýðir tómatana, skellir þeim í matarvinnsluvélina eða notar töfrasprotann og maukar.. nú eða bara saxar þá með hníf, það er líka hægt, og skutlar þessu svo útí pottinn. Við hér köllum þetta að djimma með júnitinu..
Svo er bara bætt við vatni, taco kryddi, súputeningum og salasósu.
Soðið eins lengi og hægt er og þegar er svona korter eftir að suðutímanum, þá er rjómaosturinn settur útí.
Borið fram með nýbökuðu brauði, natchos, sýrðum rjóma og rifnum osti.
Að lokum:
ok, ég hef líka einhverntíman sett brokkolí og kúrbít og bara restarnar af grænmetinu úr ísskápnum, grunnurinn þarf samt eiginlega að vera sæt kartafla og paprika, eða það finnst mér…
Að sjálfsögðu er þessi súpa ekki baun ef það vantar í hana chili, ef þú vilt ekki hafa hana mjög heita, þá er gott að taka fræin úr piparnum.. í kvöld setti ég allt klabbið útí og fræhreinsaði ekkert.. og súpan reif vel í, ég þurfti að borða hana í skömmtum, mamma hefði örugglega ekki getað borðað hana og Ásthildur setti vatn útí hana..en köllunum mínum fannst þetta loksins almennilega heitt.
Svo finnst mér best að setja súpuna í skál, setja smá slettu af sýrðum rjóma og lúku af natchos útí og strá svo rifnum osti útá..
Þetta er risa uppskrift enda finnst mér ekki taka því að elda súpu, ef það er ekki til fullt í afgang daginn eftir, enda er súpa alltaf best daginn eftir ..
Klárlega – Hot in the city – súpa!
Ps. myndin er ekkert sérstaklega girnileg, meira svona eins og mynd af súpu sem er í matinn í Hrafn Guðlaugsson mynd.. ég bara var búin að borða og nennti ekki að óhreinka nýjan disk bara fyrir mynd.. ég á sko ekki uppþvottavél..
Viðbjóðslega girnileg uppskrift sluuuurp