Karrí fiskurinn

Þessi uppskrift er sett hérna inn fyrir hana Berglindi mína sem vinnur með mér á gogo. Hún borðar ekki kjöt en elskar fisk og hún öfundar mig alltaf þegar ég kem með afgang af þessum rétti í vinnuna :)

Það sem þú þarft:
Fiskur, ég hef prófað bæði ýsu og þorsk og bæði jafn gott. Magnið fer bara eftir því hvað það eru margir að borða, ég geri alltaf úr svona 1 1/2 kg af fiski, þá er pottþétt til afgangur daginn eftir.
Hveiti
Karrý
Ananas í bitum
Matreiðslurjómi
Ostur

Fiskurinn er skorinn í bita og velt uppúr hveiti og karrýi og léttsteiktur á pönnu og kryddaður með salti . Síðan er honum raðað í eldfast mót.
Þegar fiskurinn er farinn af pönnunni, þá helli ég rjómanum útá pönnuna til þess að hita rjómann aðeins og fá brasið af pönnunni í sósuna.
Safinn látinn leka af ananasinum og honum síðan dreift yfir fiskinn og síðan er rjómasósunni hellt yfir og rifnum osti dreift yfir.

Þetta er svo bakað í ofni í svona 20 mínútur við 180°.
Með þessu hef ég svo alltaf hrísgrjón. KR grjón eru vinsæl ;)
Og af því að ég er með brokkolí sýki, þá finnst mér ógó gott að hafa líka gufusoðið brokkolí með, jafnvel líka gufusoðnar gulrætur..

mmm sljúrb, Verði þér að góðu Berglind mín ;)

Um kollatjorva

kona, mamma, kærasta, systir, dóttir, frænka, tölvunarfræðingur, kórkona.. allskonar..
Þessi færsla var birt í Fiskur, Maturinn og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s