Sjúka pastað maður

Vá .. ég eldaði svooo gott að Palli sagði mér að setja það á bloggið, það var svo gott..

Sko forsagan er sú að ég fór með Hrafnhildi systir á Uno um daginn og ég fékk þar svo svakalega gott pasta og einhverra hluta vegna þá er mér búið að langa í eitthvað svona síðan þá og í kvöld erum við gömlu (mér finnst svo krúttlegt að segja við gömlu..) ein heima og ég er búin að eiga frekar erfiðan dag, lasin og svo brotnaði fiskabúrið og það flæddi vatn útum allt.. þannig að ég náttúrulega hugga mig með góðum mat og þessi sjúklega góði réttur varð til. Þetta er semsagt tómatapastasósa með engu kjöti og allt öðru vísi en ég hef gert nokkurntíman áður, við skulum átta okkur á því að uppistaðan eru tómatar.. og ég borða EKKI tómata.. en allavega hér er uppskrift:

Það sem þú þarft:
ólífuolía
hálfur hvítlaukur
hálfur laukur
6 rifnar gulrætur
sæt paprika (eða bara venuleg) skorin smátt
6-8 tómatar skornir í litla bita
Ein krukka tómatapestó,(Ítalía)
1-2 öskjur kirsuberjatómatar
Fersk basillika
Spaghettí
Salt og Pipar

Þetta geriru:
Brúnar lauk og hvítlauk og setur svo gulræturnar og paprikuna útí. Þessu leifði ég að malla á meðan ég skar tómatana. Svo skellti ég þeim útí og svo þegar þetta var orðið að góðu gumsi, þá hellti ég pestóinu útí og hrærði.  Að lokum setti ég ferska basilliku útí, tja .. ég veit ekki hvað mikið.. svona tvær hrúgur..
Svo skellti ég þessu í eldfast mót, dreifði kirsuberjatómutunum útí og bakaði þetta svo í ofninum við 180 í svona 20 mínútur.
Með þessu sauð ég spaghettí og bakaði einhverskonar fokkasíu og að sjálfsögðu verður maður að hafa ferskan parmessan .. og mikið af honum!
og hér eru myndir af dásemdinni..

image

image

Ótrúlega vangefið gott og ekkert kjöt bara fullt af grænmeti og fullt af tómötum, þeir eru svo hollir og góðir .. allavega svona, en hráir tómatar eru ógeð!

Um kollatjorva

kona, mamma, kærasta, systir, dóttir, frænka, tölvunarfræðingur, kórkona.. allskonar..
Þessi færsla var birt í Maturinn, spaghettí og merkt sem , . Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Sjúka pastað maður

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s