Kolla í Oslo

jæja.. komin til Oslo.. þegar við mættum skein sólin sem aldrei fyrr og bara hin ágætasta blíða, flugið var fínt, dáldið þröngt svona í flugvélinni en slapp samt alveg fyrir mig og næstum því fyrir Óla.. Brunuðum svo beint í vinnuna auðvitað… hér er ekki verið að eyða tímanum í vitleysu skal ég segja ykkur.. vorum komin upp á skrifstofu um 2 leytið og fór dagurinn bara í það að spjalla við strákana um allt og ekkert, bara svona eins og gengur þegar maður hittir þá eftir langt hlé.. óli tók einn snóker og svona.. Um kvöldið fórum við svo á Peppers Pizza að sjálfsögðu, það er orðin hálfgerð hefð hérna hjá okkur Óla að fara þangað á Mánudögum þegar við erum hér, enda Rio Grande pizza bara besta pizza í heimi.. pizza með Natchos oná og það með bjór er bara slurp!!! Tanyja, Mark og Steinar komu með okkur. Svo fórum við Mark bara heim, Óli þarf að vera á einn hótelinu afþví að íbúðin er full, Tanya er í ‘mínu’ herbergi af því að hún er að bíða eftir að fá íbúðina sína afhenta þannig að ég þarf að vera í Óla herbergi og Óli á hóteli.. ég öfunda hann reyndar af morgunmatnum þar, hann er gebba.. Allavega, ég var komin upp í rúm um 10, alveg búin á því enda sótti Óli mig kl hálf fimm um morguninn til að fara á flugvöllin.. herregud hvað það er eitthvað ekki hjúman tími.. En ég keypti mér þessi fínu sólgleraugu í einhverri búð.. segið svo ég versli aldrei neitt hérna.. sem er gott því í dag skín sólin og hitinn er 20 gráður, verst að við þurfum að vera á einhverju sjálfstyrkingarnámskeiði í allan dag.. hvað er það, ég er alveg full af sjálfstyrk enda langflottust og klárust og allt það en ekki hvað.. Hér er ég með gleraugun.. þau eru doldið flott, þó að mér finnist eins og ég sé Trinity í Matrix á þessari mynd.. þ.e. ef ég væri í svörtu.. sem ég er augljóslega ekki, aldrei þessu vant :o)Og Helga Dís, ég hef ekkert mail, en mitt er kolla[at]esp.as

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

sólarhádegi

Allir úti að borða í hádeginu nema ég, ég borða bara mína beyglu og spara pening, það sem þau eiga eftir að öfunda mig þegar ég fer á undan öllum heim í dag múhahahah…

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

habba habba..

jæja.. eins gott að rífa þetta blogg upp á rassgatinu.. blessuð blíðan og bæirnir við hliðiná eins og einhver sagði.. ætlaði að elda þarfabollur í kvöld en mér sýnist allt stefna í grill og bjór bara sveimérþá.. veit samt ekki alveg með bjórinn – ætlaði nebbla að taka massaviku í ræktinni núna þar sem ég er að fara til Osló í næstu viku en ég veit ekki, maður sér bara til í rólegheitunum.. ahh já nei, ég fæ mér ekki bjór alvegrétt, ég ætla á tónleika hjá Kvennakór Hornafjarðar í kvöld alvegrétt.. kannski ég eldi þá bara bollurnar.. blehh.. eða láti strákana grilla borgara.. já, þetta eru athygliverðar pælingar hjá mér.. Mamma mín, sem er án efa besta mamma í heimi, átti afmæli í gær, hún fær afmæliskveðjur hér að sjálfsögðu, þó svo hún hafi fengið þær í gær líka í gegn um símann.. svo fær hún risa knús þegar ég sé hana næst, sem verður örugglega bara 22.júní því þá kemur hún og pabbi og elli að sækja togga og ég er svo heppin að ég kem bara frá Osló á sama tíma og toggi er að koma til íslands .. híhí.. ég kannski hitti hann bara á flugvellinum ha??? það sem það verður nú gott að knúsa hann í kaf!!Nóg að gera fram undan eins og alltaf.. það er stuðíessu.. Annars er ég bara nokkuð hress svona, miðað við það að kaffivélin hérna í vinnunni frussaði kaffi yfir hvíta bolinn minn í morgun, kemur samt nokkuð svona artí út.. jájá.. og nú tek ég mig á í blogginu.. samt held ég að það verði aðalega í myndablogginu… á örugglega samt eftir að blogga eins og vindurinn úti í Osló.. jafnvel sko..

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

og við höldum áfram með afmæliskveðjurnar..

Hún Heiða mín er hvorki meira né minna en þrjátíuára í dag… Hún er nottla bara best og flottust og skemmtilegust og allt það, ég man sérstaklega vel eftir því þegar hún kom í heiminn, við öll sváfum á gólfinu hjá ömmu og afa afþví að það var verið að taka risið í gegn, og þá bara mætti Heiða Björk, viku of snemma.. og sett allt planið úr skorðum. Hér eru þær Heiða og Sunna sæta, langflottastar með fallegu bláu augun sín.. Til hamingju með daginn, elsku besta Heiðan mín, þú ert langbest!!

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Björninn…

.. er hvorki meira né minna en 31.árs í dag… innilega til hamingju með daginn krúttið mitt!Hér afmælisbarnið ásamt Unnari Tjörva (litlabjössa).. setti nú bara þessa mynd af því Unnar kollukútur er svo sérstaklega sætur á henni .. Eins og þið sjáið eru þeir feðgar alveg ótrúlega líkir mér..

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Hann á afmæli í dag..

Litli bróðir er 17. ára í dag. Þó hann sé fyrir löngu orðinn miklu stærri en ég þá verður hann samt alltaf litli bróðir. Hann fær líka bílprófið sitt í dag þessi elska.. Hér erum við í fullu fjöri um síðustu áramót.. já, hann er sko flottur eins og stóra systir.. :o)Til hamingju með daginn krúttið mitt, þú er langflottastur.. knús og kossar í tilefni dagsins.

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

skemmtileg.is

hæÞetta blogg mitt er orðið eitthvað svo döll.. ætli ég sé svona döll að bloggið verði döll, Heiða segir að það sé kjaftæði að ég sé döll.. ég verð náttúrlega bara að trúa því, auðvitað er ég alveg hreint ótrúlega skemmtileg, örugglega bara skemmtilegust í heimi.. Helgin var fín, loksins fékk ég rólegheitahelgina mína sem ég er búin að bíða eftir lengi lengi, Palli skutlaði strákunum upp í Breiðholt á laugardeginum, fór svo og keypti handa okkur steik á grillið, sem ég svo grillaði og við sátum í rólegheitunum heima hjá okkur, bara tvö, og borðuðum dýrindis mat og drukkum gott vín með.. Á sunnudaginn komu svo ma+pa+ell í bæinn, pabbi og elli voru að fara á Deep Purple tónleikana en við mæðgur s.s ég, Hrafnhildur, Heiða og Mamma fórum á B5 og fengum okkur nokkra drykki og spjölluðum.. ekkert smá ótrúlega næs.. og svo í gær fórum við Palli og strákarnir í göngutúr um Heiðmörk.. ekki var það nú minna næs, gott veður og skemmtilegur félagsskapur.. semsagt rólegheita helgi, enda næstu helgar frekar bissí, ammæli um næstu helgi, fótboltamót þarnæstu, leyndó þarþarnæstu og svo vestmannaeyjafótboltamót þarþarþarnæstu.. fjúhh.. allur garðurinn uppá bara.. Og svo fær litli.. sko yngsti, sem er bara 4 árum eldri en sonur minn, bróðir minn hann Elías .. hann fær bílpróf á fimmtudag.. þú veist, erum við að grínast með hvað tíminn líður hratt og allir eldast nema ég???Og svo kemur Toggi minn bráðum til mín, hann er á fullu í prófum núna.. og það þýðir að ég er á fullu að senda strauma, hefði þurft frí í vinnunni bara held ég.. Svo er Meistaravallagengið að fara til spánar.. í ótrúlega margar vikur, allavega tvær ef ekki þrjár.. eins gott að ég verð bissí á meðan.. og líka eins gott að ég hef hana Heiðu mína, við verðum örugglega massaduglegar í því að taka þrjú hné og upp á kassann og svona… Og svo verð ég nú bara að tjá mig um Garðar Thór Cortes, hafi skýið verið flott á disknum sem hann gaf út um jólin, þá er það gjörsamlega magnað á disknum sem kom út í UK um daginn, held bara að það sé með því flottara sem ég hef heyrt.. já og Hunting high and low, það er líka geeeehheðveikt!Annars er ég bara svona líka eiturhress.. en þið? Gjugg í borg..

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

ertekkaðgrínastímér..

hæbb

það snjóar.. eða nei, það er sól.. ó nei djók.. það er rigning… svona er veðrið búið að vera í gær og í dag.. ég spyr: Er það eitthvað skrítið að þó að maður þjáist af geðsveiflum?? djíses.. enöff is enöff.. !!!!!!!

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

helgin..

hæbbég er í vinnunni, var eitthvað svo þreytt þegar ég kom hingað í morgun, réttrúmlega átta að ég var næstum því sofnuð fyrir framan tölvuna, en svo fór ég og fékk mér besta kaffi í heimi og það er svona smá saman að lifna yfir mér. Vorhátíð foreldrafélags Langholtsskóla var í gær, í rigningu og roki, ég stóð þar vaktina, grillaði pylsur og afgreiddi og vaktaði hoppukastala af miklum móð, varð hressilega veðurbarin á eftir. Svo þegar ég kom heim þá kom mín elskulega systir í heimsókn með grislingana sína, ég fór til Jóa Fel og keypti djöflatertu og rjóma, hefði nú ekkert þurft að kaupa rjómann en ég veit að henni Hrafnhildi minni þykir fátt betra en súkkulaðikaka með miklum rjóma þannig ég splæsti í einn. Svo eldaði ég nautasteik í kvöldmatinn, kjötið var ekki gott, eldamenskan klikkaði ekkert, kjötið var bara einhvernvegin vont.. Í dag ætla ég að vinna þar til að ég fer að sjá Eið og félaga í 4.fl Þrótti taka KRinga í bakaríið um 4 leytið.. svo ætla ég að baka pizzu handa strákunum mínum og svo bara hvíla mig, því á morgun er stór dagur, því í fyrramálið klukkan áttaþrjátíu ætla ég að vera mætt á fótboltamót þar sem Birkir og félagar í 6.fl Þrótti mæta hinum ýmsustu liðum og taka þau vonandi öll í bakaríið líka.. og svo eftir hádegið er ég að fara að passa Meistaravallargrísina alla þrjá á meðan foreldrar þeirra mála bæinn rauðan fram á nótt.. Og á Sunnudaginn.. þá ætla ég helst ekki einu sinni að fara á fætur!

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Mánudagur til mæðu

hæhress að vanda.. eða svona.. já.. er á leiðinni í gimmið.. alein, heiða er víst með svo stíbblað nef.. kaus Samfylkinguna um helgina og reyndi að fella stjórnarapparatið.. það tókst því miður ekki.. fór á fótboltaleik á sunnudag.. við töpuðum.. búin að forrita eins og vindurinn í dag.. er hálf eitthvað döll.. langar í eitthvað gott að borða.. þarf að fara á fund í kvöld.. þarf að læra stærðfræði með Eiði mínum í kvöld.. einangra xið og færa yfir jafnaðarmerkið.. ahh good times.. verð að fá mér smá í gogginn áður en ég fer í gimmið, svo ég drífi upp á pallinn.. langar ógó mikið í fullt af pæjufötum.. langar í frí.. langar að liggja í grænu grasi, með lokuð augun og finna sumarlykt og heyra fuglasöng.. langar í knús!!!  hmm.. greinilega smá blús í gangi.. .. en kvahh.. ekkert sem lagast ekki við þrjú hné..

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

það er stuðíessu..

jæja.. loksins fékk ég mér hvítvínsglasið sem mér er búið að langa í síðan.. jahh.. einhverntíman í síðustu viku.. svona getur þetta verið þegar mikið er að gera.. er búin að vera hálf tætt eitthvað síðan .. jahh.. í síðasta mánuði bara.. en nú líður mér betur, búin að fara í ræktina í dag, vera ógó dugleg, búin að elda massa gott spaghetti, vaska upp og drekka eitt hvítvínsglas.. og jafnvel að fara að fá mér annað .. Ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða, fór með Eið til tannréttingalæknisins í morgun, svossem alltílæ með það en síðast þegar ég fór með hann, um miðjan mars og fékk þennan tíma í dag 8.maí þá man ég að ég hugsaði, vá hvað það er langt þangað til, það verður komið vor!.. og svo núna þegar dagurinn er runninn upp þá hugsa ég, vá, bíddu, ég er nýbúin að vera með hann hérna.. skiljiði.. og í dag fékk ég tíma 3 júlí.. langt þangað til, það verður komið æðislegt sumar og allt.. vonandi verður samt aðeins lengra þangað til heldur en tilfinningin í dag sagði.. æhj.. blahh þið skiljið ef þið skiljið.. maður er varla búinn að snúa sér við og þá verða komin jól!.. Fór í leikfimi í dag, ef þið viljið fara í smá átak þar sem aðhaldið er mikið og kennarinn hefur virkilegan áhuga á því sem þið eruð að gera, þá skuluði fara á Betra Form námskeið hjá Kristínu Viktors í Hreyfingu!! Við Heiða fórum á 3 námskeið hjá henni frá september og fram í febrúar og vorum alveg rosa ánægðar, Kristín var þvílíkt peppandi mann áfram og hrósandi manni hægri vinstri.. og svo í dag hitti ég hana, hef ekki séð hana örugglega í mánuð þar sem við Heiða erum svo duglegar að mæta bara sjálfar í ræktina.. allavega ég hitti hana og spurði hana hvort maður myndi ekki bara panta tíma í fitumælingu í afgreiðslunni.. (mér langar nebbla smá í fitumælingu, bara svona til að sjá hvort ég er að standa í stað, auka eða minnka fituprósentuna, svona afþví að viktin stendur alltaf í stað..) og hún sagði, neinei elskan mín, ég skal bara gera þetta, ekkert mál, sendu mér bara póst!! Ég meina hún er bara frábær.. þannig að ég ætla senda henni póst og biðja um mælingu fyrir okkur Heiðu, ég geri bara ráð fyrir að hún vilji líka mælingu.. Þannig að ef þið viljið frábæra þjálfun hjá frábærum kennara sem lætur mann sko ekki komast upp með neitt múður og er duglegur að hrósa þegar maður á það skilið .. þá skuluði fara til hennar Kristínar.. !!fjúhh, jæja ætla að fá mér hvítvínsglas nr 2.. það er aldeilis að hvítvín hefur góð áhrif á bloggandann.. maður bloggar bara eins og vindurinn..

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Friday…

Tónleikarnir í gær heppnuðust frábærlega, enda ekki svossem við öðru að búast, þetta er nottla bara geggjaður kór.. ég bara skil ekki afhverju fólk sem les þessa síðu mína er ekki að slást um miðana, ég hreinlega skora á ykkur að mæta á sunnudaginn, þetta er flott prógramm og við endalaust sætar og fínar. Hitinn í kirkjunni í gær var samt nánast óbærilegur, maður svitnaði eins og eftir góðan pallatíma, hefði þurft að fara í sturtu í hlénu, svo mikil var svitaframleiðslan, Begga reddaði mér með því að þurrka mér á bakinu með tissjúi.. svona frekar leiðinlegt að vera eins og sveitta gellan í kórkjól á tónleikum..  tjá, það er stuð í þessu. Alltaf nóg að gera í vinnunni, ég get sagt ykkur það að vinnan mín er nú bara sú skemmtilegasta í heimi.. Að sitja með heddfónin á eyrunum, hlusta á rokk og ról (eða vagg og veltu eins og Eiður minn segir) og forrita er bara svo ótrúlega skemmtilegt! Svo er bara svo gaman að vera að vesenast þetta með Norsurunum.. Fór til Hrafnhildar minnar í hádeginu í gær, áttum gott spjall yfir ristuðu brauði og tebolla.. ég var alveg komin með Hrafnhildarsýki á háu stigi.. Annars er ég bara hress, helgin er að skella á, sópranlunch í hádeginu á morgun og fótboltaleikur hjá Eiði og svo tónleikar og dinner með kórnum á sunnudag, þess á milli ætla ég bara að hafa það huggulegt með köllunum mínum.. manni ætti ekki að leiðast neitt.. kannski maður skelli sér líka eitthvað í ræktina.. En hvað segið þið, eruði ekki bara í stuði??? Og á ekki að mæta á tónleika á sunnudaginn, ha?? ha??

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Komin heim..

jæja, þá er maður bara mættur á Mýrargötuna í rólegheitin þar.. er samt búin að taka einn símafund með strákunum mínum í Osló, maður er með fráhvarfseinkenni og saknar þeirra hálfpartin.. en einn er nú að koma hingað eftir nokkra daga þannig að þetta er í lagi allt saman.. Annars er ég bara þokkalega hress, með harðsperrur í rassinum og aftaná lærum eftir leikfimi gærdagsins, semsagt allt að detta í sinn vanagang, búin að vera alveg drulludugleg um helgina, þrífa ísskápinn, bakarofninn og taka þokkalega til í fataskápnum, fara á fótboltaleik í 4 fl, elda massa mat og bara gebba fín helgi.. Nú er það bara vinna og kóræfing í dag, frí á morgun, svo er ég víst að fara að syngja á tónleikum á fimmtudag, var alveg ekki búin að setja það inn í mentalplanið hjá mér.. auglýsingin er hér.. Tónleikarnir bera yfirskriftina: Yfir vötn og höf. Þema tónleikanna er vatn og mun kórinn syngja um vatn í ýmsum myndum: Tár, regn, læki, ár og höf. Kórnum er sérstök ánægja að kynna til frumflutnings tvö ný lög eftir Tryggva M. Baldvinsson, tónskáld, sem hann samdi fyrir kórinn nú á vormánuðum. Lögin heita Næturregn og Sporin þín og eru samin við ljóð Davíðs Stefánssonar. Auk þessa eru á efnisskránni íslensk verk og erlend, gömul og ný og án efa finnur hver maður eitthvað við sitt hæfi.og miða fáiði hjá mér.. 8471724 (kolla(at)esp.as)Að sjálfsögðu er skyldumæting

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Föstudagur í Osló

nóg að gera alltaf svossem.. strax farið að plana næstu ferð hingað, líklega í lok maí ef ekki fyrr… svossem ekkert að því, við vinnum eins og skepnur hérna og hristum okkur saman og svo förum við heim og vinnum öll verkefnin sem við ákváðum hérna. Fínt fyrirkomulag.. Björn var búinn að lofa okkur sól hér í gær en það gekk nú ekki, svarta þoka og svona.. ekki það að við séum eitthvað að spóka okkur útivið, nema kannski á kvöldin.. Röltum hafnarsvæðið og fengum okkur að borða.. það var fínt, bara rólegheit.. Hey,.. ég var búin að gleyma aðalmálinu.. haldiði ekki bara að hann Eiki Hauks, rokkari og júróstjarna ( hmm.. svolítið skrítin samsetning en jæja) hafi ekki verið með okkur í flugvélinni á leiðinni út! ég getsvosvariða.. hann sat skáhinummegin við ganginn fyrir framan mig.. ég vona að hann verði líka samfó á leiðinni heim.. alltaf gaman að ferðast með svona seleb.. Annars þá er ég bara að koma heim í dag, sólin skín eins og óð væri hérna núna, auðvitað.. og á að skína alla vikuna.. mér finnst þetta bara óréttlæti og hana nú! Eins og gott að það verði sól þegar ég kem næst!!!

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

þriðjudagur í Oslo

og þá er það rigningin í Osló… hér rignir eins og hellt sé úr fötu..og á að gera líka á morgun en svo er víst sól og næsheit á fimmtudag og föstudag, eins gott því ég tók ekki einu sinni flíspeysuna mína og sit því núna undir sæng, fyrir framan sjónvarpið, horfi á leikinn með öðru og blogga með hinu, multy tasking like always.. Búið að vera fínn dagur í dag, mikið gert í vinnunni, fundir og aftur fundir, eitt er víst að það vantar ekki verkefnin hjá okkur, það er klárt! Ég komst að því í gær að ég var greinilega ekki alveg með fulla fimm á Sunnudagskvöld þegar ég var að pakka því ég gleymdi bæði tannburstanum og sjampóinu, mundi eftir tannkremi og allskonar kremdóti en gleymdi tannburstanum, en ég reddaði því í hádeginu, Birger var svo elskulegur að skuttla mér í einvhverja búð svo ég gat reddað þessu.. Við Óli fórum svo á einhvern stað einhversstaðar að borða, ég fékk mér þetta fína sallat, alveg kominn tími á það eftir allt teikaveiið undanfarna daga, mig vantar eiginlega bara gym hérna nálægt, þá væri ég í góðum málum.. Núna sitjum við hérna heima í íbúð, ég og Ól og horfum á leikinn, staðan er 2-1 fyrir Maldini og félögum í hálfleik og ég er þokkalega ánægð með það, Óli er að halda með Man Utd í fyrsta skipti á æfinni, hann er að vona að hann fái ManUtd og Liverpool í úrslitum.. sjáum til á morgun..

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Og ta er tad oslo, peppers pizza og öl i sól og 17 stiga hita

jæja.. Komin heim frá Dublin, stoppaði í heila 4 og hálfa klukkustund heima hjá mér og er núna komin til Osló. Held að það sé óhætt að segja að þetta sé búið að vera svona frekar skrítinn sólarhringur.. ja, eginlega bara annasöm vika ef út í það er farið.. Þetta byrjaði eginlega allt saman á því að ég átti afmæli. Mætti með þessar líka fínu súkkulaðiköku í vinnuna og þegar ég var búin að gæða mér á henni, fá Hrafnhildi og Unnar Tjörva í heimsókn í vinnuna og að sjálfsögðu vinna heilan helling, þá´brunaði ég austur á Hornafjörð með strákana. Held að ég hafi slegið hraðamet á leiðinni og það er klárt að næst þegar ég kaupi mér bíl, þá verður hann með krúskontrol.. saynomore.. Mamma og pabbi eru náttúrulega best og tóku á móti okkur með gúllasi og svo fékk ég líka afmælispakka :o) og svo morguninn eftir fékk ég mér rúnstykki og te í sólinni á Hraunhólnum með mömmu.. það var bara æði og ég hefði sko alveg getað verið lengur þar í rólegheitunum .. en svo dreif ég mig heim og beint á tónleika með SSSól og sjitturinn hvað þeir voru góðir.. Morguninn eftir lá leið okkar svo til Dublin. Ætla nú ekkert að skrifa ferðasöguna í einhverjum díteilum hér en svo stiklað sé á stóru þá borðuðum við mikið af góðum mat, drukkum slatta af bjór, sungum með götuspilurum, skoðuðum Guinness verksmiðjuna, versluðum svona örlítið og bara.. kysstumst á kaffihúsum og í lyftum og svona.. það var bara algjört æði í bala.. Þegar við fórum svo heim var 4 tíma seinkun á fluginu þannig að við vorum ekki komin heim til okkar fyrr en nákvæmlega 01:04 að staðartíma og ég svo á leiðinni í flug til Oslo 07:50.. ég dreif mig því bara í það að taka upp úr töskunni til þess að setja í aðra, lagði mig svo í 3 tíma og bara út á flugvöll aftur. Sem betur fer var ég með bókina sem Heiða gaf mér í afmælisgjöf þannig að mér leiddist nú ekkert í morgun í Leifsstöð… eða í vélinni.. Allavega, núna er ég semsagt stödd í Osló, verð hér fram á föstudag og þá kem ég heim og get knúsað strákana mína í kaf.. í dag er ég búin að fara í vinnuna hérna og hitta strákana, sitja alveg hreint stórskemmtilegan fund, kaupa ost, brauð, jógúrt, epli, safa og bjór, búin að fá mér Rio Grande Peppers pizzu, sem er btw örugglega besta veitingahúsapizza í heimi, fá mér einn öl, sitja í sólinni og núna er ég komin ‘heim’ í íbúð, á þráðlausa netið hjá nágrannanum og blogga.. við gleymdum nefninlega að fá lykilinn að þráðlausa netinu okkar, en Óli er nú eitthvað að reyna að krakka það .. Á morgun er það svo vinnan, meistaradeildin og alveg örugglega einn eða tveir öllarar.. hvað er þetta eiginlega með mig, Osló og meistaradeildina.. ?? Meira um það síðar..

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

dUBLIN

22. apríl 2007 00:26
Ogedslega sexxy töf

20. apríl 2007 22:36
Palli er augljóslega ad fíla tecknóid A Zanzibar, tónlistin er tannig ad tad er spurn4ng um ad taka bara thrjú hné, ómg

20. apríl 2007 21:20
Kollasæta med blóm

20. apríl 2007 13:43
Palli med Guinnessinn sinn, ekkert ad missa sig af hrifningu

20. apríl 2007 13:41
Ur thessum foss er Guinness buinn til

19. apríl 2007 21:09
tungan a Hildu sem var btw med mer i annarverkefni i HR

19. apríl 2007 20:14
Mússímússí

19. apríl 2007 20:11
Palli sæti í Dublin

19. apríl 2007 17:07
Komin til Dublin, fyrsti bjórinn rennur ljuflega nidur. Erum á leidinni a libanskan stad ad borda. Og já vedrid er ædi

17. apríl 2007 09:58
Massadagur í dag.. sumar og sól og afmælið mitt ..

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Daddara.. massa blogg..

geysp.. mikið sem þetta var massa notó helgi… fór í massa pallatíma á laugardaginn og svo beint á fótboltaleik þar sem 4fl Þróttar keppti við ÍR.. leikurinn fór 4-4, mínir menn voru undir 4-1 en náðu að jafna þar sem Eiður Tjörvi snillingur og verðandi atvinnumaður fór gjörsamlega á kostum, gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu.. jimminn hvað ég er ótrúlega montin af honum, vantaði bara oggupínku heppni til að vinna leikinn.. við Palli vorum að pissa í buxurnar af spenningi.. massa leikur maður.. Þegar leikurinn var búinn fórum við og fengum okkur ís og nutum svo dagsins bara í rólegheitunum.Sunnudagurinn hófst líka með massa pallatíma .. dreif mig svo heim og fór að þvo þvott, alveg þangað til við Birkir fórum til Heiðu að borða massa skúffuköku og svo fórum við Birkir og Sunna Kristín aðeins í Smáralindina og versluðum smá.. svo eldaði ég massa nautasteik um kvöldið.. massa helgi maður.. Núna er ég bara að vinna, svo á morgun þá á ég líka afmæli.. og þá ætla ég að baka köku til að taka með í vinnuna og svo þegar ég er búin að vinna þá ætla ég að bruna á Hornafjörð.. strákarnir ætla að vera þar á meðan við Palli Magg massi ætlum að spóka okkur í Dublin. Ég kem svo heim á Miðvikudag, fer á tónleika um kvöldið og svo bara út á fimmtudag.. og heim á Sunnudag massa næs marhhhh.. og svo bara Osló á mánudaginn.. fram á föstudag.. það er bara eitt sem er ekki skemmtilegt!! .. ég kemmst ekkert í ræktina í næstumþví tvær vikur!! ómg.. massa

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Kolla sæta nýklippt

var að koma úr klippingu, hún Hrefna er nottla bara snilli.. tók slatta af hárinu og ‘krumpaði’ það svo.. alveg ótrúlega sæt.. Helgin er að koma .. get ekki biðið.. grenjandi rigning, fótboltaleikur, ræktin og almenn huggulegheit.. ætla að reyna að hitta Sunnuskottið mitt eitthvað og nátturulega alla hina Meistaravellingana.. knúsa Palla minn.. dæs..

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

hádegisverðurinn..

sjæshhh… allt brjál að gera.. ég forrita eins og vindurinn og ég get sko sagt ykkur að það er sko hávaðahelvítisrok!! Strákormarnir mínir fóru í skólann í morgun.. get ekki sagt að þeir hafi hoppað af gleði upp úr rúmunum sínum.. eiga að fara í bekkjarmyndatöku í dag, Birkir var ekki sáttur við það að hann ætti bara að vera í venjulegum fötum, ekki sparifötum.. Annars er það bara vinnan (hávaðahelvítisrokið), ræktin, kvöldmaturinn og svo söngæfing framundan í dag.. fjúhh.. ég er bara komin með hraðan púls af þessu öllu saman….Annars er ég bara hress og kát.. að gæða mér á þessum dýrindis hádegisverði, beyglu með skinkumyrju, gulrótum og banana, fyrir framan tölvuna, á meðan ég blogga.. játs, maður eyðir sko ekki tímanum hér í vitleysu, það er sko alveg ábyggilegt!!!

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

þanebblaþa..

já.. massa bloggari hér á ferð greinilega,Toggi minn kominn og farinn og ég er strax farin að sakna hans..Páskarnir voru geggggjaðir.. allir Hornfirðingarnir mættu í bæinn á Föstudaginn langa, komu í pottréttapartý til mín og það var bara æði, ég eldaði tvo pottrétti með dyggri aðstoð hennar Heiðu minnar sem hjálpaði stóru systur eins og vanalega.. hún er alltaf svo góð við mig hún Heiða mín.. allavega öll stórfjölsyldan mætti – 16 stykki takkfyrirkællega.. og bara gebba gaman.. Á laugardaginn stormuðum við öll í heimsókn til Sigga frænda, þar vorum við öll saman komin, afkomendur ömmu og afa, 26 talsins með öllum mökum og öllum.. þvílíkar kræsingar á borðum þar.. Páskadagur var letidagur, súkkulaði, páskalambalæri, Johnny Cash og bara notarlegheit.. í gær fórum við svo á rúntinn um Reykjanesið.. kom t.d í fyrsta skipti til Grindavíkur, gaman að segja frá því.. Svo náttúrulega fór maður í ræktina og í göngutúra og bara .. næs.. og þessi vika .. bara vinna og ræktin.. og svo í næstu, þá vinn ég mánudag og þriðjudag – sem er afmælisdagurinn minn.. og svo er ég í fríi á miðvikudag og svo Dublin á fimmtudag, heim á sunnudag og svo Oslo á mánudag og verð fram á föstudag.. fjúhhhhhh,,,,og ég lofa að nú skal ég taka mig á í þessu bloggi.. ætla að massa þetta drasl!! komaso…

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Friday.. finally!!

vúbbídú.. ég er að fara að sækja Toggsterinn á flugvöllinn eftir 3 og hálfan klukkutíma.. sjæshh get ekki biiiiiðið eftir að hitta hann… fór meira að segja og þvoði bílinn minn í gær, ekki get ég sótt hann á skítugum bíl.. og er þetta ekki alveg eftir bókinni, búið að vera sól í marga marga daga og ég búin að horfa á skítuga bílinn minn í marga daga og alltaf bara þú veist ‘hinn daginn’.. og svo fer ég og þríf hann utan og innan og hvað gerist.. júbb, það fer að rigna!! Magnað alveg.. Annað mjög merkilegt afrekaði ég í gær.. ég fór loksins og keypti þessar líka fínu Þróttaratreyjur á Þróttarana mína.. Birkir er að fara að spila á móti á eftir, flokkurinn hans á fullt af treyjum sem hann og margir aðrir hafa notað þegar á þarf að halda en þar sem Birkir minn er ööörlítið stærri en meðal 10 ára gutti þá eru treyjur í hans stærð ekki til og ég ætla EKKI að láta drenginn spila í allt of lítilli treyju eina ferðina enn.. .þannig að ég keypti treyjur í gær, handa þeim báðum.. keypti small í fullorðinsstærðum.. gaman að segja frá því að treyjurnar sem flokkurinn hans Birkis á eru í stærð 140.. þannig að .. En allllavega.. Birkir valdi sér númer 7 og Eiður nr 8.. þeir eru flottustu Þróttarar í öllum heiminum éggggetsvosvariða.. Annars er ég bara þokkalega sæt í dag, sem aðra daga, fór ekki í leikfimi í gær, þreif frekar bílinn eins og áður hefur komið fram, er að deyja úr tilhlökkun yfir því að sækja hann brósa minn og hans ektakærustu.. og bara ..alveg að koma páskar og svona.. ég sit bara og hlusta á Metallica.. og bíð þar til klukkan er korter í þrjú! þá ætla ég héðan út og hananú!!!

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

sól úti… sól inni..

hæSorrí að ég skildi láta geðvonskuna bitna á ykkur.. en í dag er ég hress, ekki geðvond, með harðsperrur, með sól í hjarta og get ekki beðið þar til Toggi minn kemur heim til Kollu sinnar.. Annars er bara allt í gúddí, dagskrá dagsins er á þessa leið.. vinna, pallar kl 17:20 og kóræfing kl 20.. daddaramassablað…Og svo er hann Magnús tengdafaðir minn hvorki meira né minna en sextugur í dag.. þaðheldégnú.. ég er ekki lengur geðvond, verð það kannsi eftir hádegið.. vona samt að ég sleppi í dag.. lovjúgæs.. hey.. takiði eftir hvað bleika glossið mitt passar ótrúlega vel við bleika litinn á síðunni? Ohh hvað maður er alltaf í stíl .. allsstaðar alltafhreint

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Djöfull..

… er ég gjörsamlega að drepast úr geðvonsku! Og í tilefni af því þá er bloggið mitt orðið bleikt!! og hananú .. anskotans..

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

ójá.. ég er mætt..

jæja!! nú held ég að það sé kominn tími á smá hamingjublogg.. ég veit, nú haldið þið örugglega að ég sé orðin eitthvað skrítin, nýbúin að væla undan veikindum.. en ég skal nú bara segja ykkur það að ég er komin í vinnuna og ætla að reyna að drusla mér í leikfimi á eftir. Já í leikfimi.. ég er gjörsamlega með fiðring í maganum, ég hlakka svo til.. var kannski ekki alveg sú hressasta þegar ég vaknaði í morgun EN.. ef maður fer ekki í vinnuna, þá getur maður ekki farið í leikfimi!! og svo langaði mig bara að fara í vinnuna.. enda vinnan mín skemmtileg.. sérstaklega þegar maður hlustar á The White Stripes.. ég er með The White Stripes æði!!Núhh.. síðustu dagar hafa farið í ekkert.. náði ekki einu sinni að lesa eina bók, það var svo erfitt að lesa en ég náði að horfa á frekar öm mynd.. æ þarna Hugh Grant myndina nýju.. þeir sem segja að þessi mynd sé í anda Notting Hill og Love actually, well þeir eru stórlega að ýkja, eina sem þessi mynd á sameiginlegt með hinum tveim er að Grantarinn leikur í þeim báðum!!! en mér tókst að horfa á hana í nokkrum bitum.. og svo var ég bara lasin.. druslaðist nú samt til að baka skúffuköku handa strákunum mínum í gær.. dáldið fyndin skúffukaka því ég átti ekki egg, mjólk og sykur.. þannig að ég sleppti bara egginu, setti íþróttasúrmjólk og flórsykur í staðin og útkoman var þessi líka dýrindis skúffukaka.. Helgin lítur bara þokkalega út þakka þér fyrir.. Þrek í kvöld, vona að Túrkis mæti, svo vinna á morgun og svo hjól og svo ætla Heiða og Pétur að koma í pizzu, ég þarf nebbla að nota hana Heiðu mína aðeins, þarf að baka allavega tvöstykki tertur fyrir laugardaginn og hún Heiða mín er svo mikil tertugerðarkona og hún ætlar að hjálpa mér, ég kannski gef henni Martini Bianco að sötra á meðan hún bakar.. aldrei að vita.. Svo á Laugardaginn er semsagt kökubasar í Blómaval sem kórinn heldur og ég þarf að standa vaktina þar á milli tvö og þrjú, að sjálfsögðu á að syngja líka .. þannig að ef þið viljið tertu og söng og hitta mig, þá mætiði í Blómaval milli tvö og þrjú á lau.. basarinn verður allveg frá kl 1 til eitthvað frammeftir..  Svo er ég að fara passa gormana á meistaravöllunum á laugardagskvöldið, það verður vafalaust gebba stuð!! Á sunnudaginn ætlum við Heiða í 75 mín palla og þrek tíma .. þ.e. ef Heiða verður ekki þunn eftir djammið á laugardaginn hehe.. alltaf nóg um að vera.. Og á ég bara að segja ykkur hvað!!! 17. apríl á ég afmæli, 18.apríl erum við Palli að fara á Síðan Skein Sól unplugged í Borgarleikhúsinu og svo 19 apríl erum við að fara til Dublin… shjæse hvað þetta verður mögnuð vika maður!!!úú.. ég er svo happý..

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

í dagsins önn..

hæbber ekki alveg að rokka í blogginu þessa dagana, það er bara eitthvað svo mikið að gera, samt gerist ekki neitt einhvernvegin.. var að fatta það bara áðan að mars er hálfnaður.. það verða komin jól áður en maður nær að líta við!Allavega, fór í ræktina í gær og get varla pikkað, er dauð í höndunum.. held að það sé morgunljóst að það verður farið í pallatíma í dag en ekki þrek og þol.. Í kvöld er svo loksins komið að því að við frænkurnar hittumst.. já, við ætlum að hittast á kaffihúsi!!! ég ætla að meira að segja að skrópa á kóræfingu.. allt gert til þess að hitta frænkurnar.. enda eru þær svo skemmtilegar.. að ekki sé talað um okkur systurnar, konur gerast nú bara ekki skemmtilegri.. Annars erum við bara í góðum gír, allt gengur sinn vanagang, brjálað að gera í vinnunni alltaf og bara.. ég held að ég fái mér bara beyglu í hádegismat!

Uppfært kl 19:23Ertu ekki að grínast hvað þetta var geggjaður tími.. þokkalega sem það lak af manni lýsið.. shjæse.. djöfull ætla ég að fara aftur í svona tíma, við Heiða gjörsamlega rússstuðum þessu að sjálfsögðu, þokkalega sem ég ætla að mastera þetta og verða snillingur í þessu palladæmi, er nú ekkert alveg best í heimi í þessu.. en ég verð best!!!en núna er ég gjörsamlega uppgefin.. og á leið á kaffihús.. kannski ég fái mér bara köku, ég á það alveg inni heldég..

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Afmæli

Ég er svo ótrúlega heppin að eiga tvær bestu systur í heimi. Önnur þeirra, hún Hrafnhildur mín á afmæli í dag, 32 ára stór stelpa. Ekki veit ég hvar ég væri ef ég ætti ekki hana Hrafnhildi mína, held að það sé óhætt að segja að hún sé ein sú besta, réttsýnasta og hjartahlýjasta manneskja sem ég þekki og ég elska hana út af lífinu.. Hér erum við alveg hreint eldsprækar í 35.ára afmælinu mínu í fyrra.. Til hamingju með afmælið krúttið mitt..

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Thjá…

omg.. ég hélt í gær að ég væri að verða veik, var eitthvað svo skrítin í andlitinu, pirruð með stingi í augnhárunum (já, augnhárunum) og í kinninni. Ég vaknaði svo í morgun og vitið hvað.. ég er ekki að verða lasin, ég er bara að fá þessa líka massa frunsu inn í nefið!!! Huggulegt ekki satt.. er ennþá með svona stingi og eitthvað tak í kinninni, eins og einhver sé að klípa mig í kinnina.. og hægri nösin er orðin rauð og farin að bólgna.. ég er að segja ykkur það!! ég HATA AÐ FÁ FRUNSU Í NEFIÐ!!!og fyrirgefið þessar lýsingar, ég varð bara að koma þessu frá mér… Annars er ég bara hress auðvitað, fór í leikfimi í gær og ó, hvað það var hressandi.. lokamælingar á þessu námskeiði og ég er 8 og hálfum sentimetra fátækari, 2mur fituprósentum og jahh, kannski rúmu kílói.. mjög sátt við það.. á hálfu ári er ég semsagt búin að missa um 10 kíló, 10 fituprósent og einhvern helling af sentimetrum, á eftir að mæla þetta betur sjálf.. og ég er bara happí með þetta allt, farin að sjá vöðva á mér og svona, það er gaman, ég elska vöðva.. Er svo að fara á Skóga með kórnum um helgina í æfingabúðir.. það er spáð snjókomu – en ekki hvað.. sjitt hvað ég hlakka til að fá vor og sumar.. En mál málana í dag er að sjálfsögðu að í dag er hann Unnar Tjörvi guðsonur minn eins árs. Já það er sko liðið eitt ár síðan að við Heiða Björk og Gísli Tjörvi sátum í stofunni á Meistaravöllum og nöguðum neglurnar af spennining..Hann Unnar minn er svo líkur henni Kollu frænku sinni, hann getur t.d ekki borðað þegar það er mikið af fólki í kring um hann.. svona eins og Kolla frænka.. Svo er hann líka langflottastur – eins og Kolla frænka.. Birkir tók þessa mynd af okkur í sumar.. Til hamingju með afmælið sætastur

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

komin heim…

jæja, ég er komin heim.. 6. dagurinn hófst með fundum og enn meiri fundum.. var reyndar fínt og mörgum spurningum svarað.. vorum í vinnunni alveg ti hálf 5. Þá var kominn tími til að fara heim og græja sig fyrir kvöldið. Við fórum á arabískan veitingastað með nokkrum vinnufélögum og fengum okkur að borða. Fengum frábæran forrétt, alveg geggjað marakóskt rauðvín og ágætan aðalrétt. Alveg rosa fínn staður, við sátum á gólfinu við lág borð og svo kom magadansmær og dansaði fyrir okkur. Þjónustan var frábær og kaffið var magnað og félagskapurinn frábær. Ég og strákarnir fórum semsagt svo á pöbbarölt, fórum fyrst á írskan bar og enduðum á skoskum.. dönsuðum og drukkum og rosa fjör.. fínt að fara á djammið í Osló, bannað að reykja á pöbbunum og þegar ég vaknaði þá var ekki þessi tíbíska djammfíla af öllu… þannig að ég bara hlakka til þegar lögin taka gildi 1.júlí!Við flugum svo heim á laugardaginn kl 12 – þurftum að millilenda í stokkhólmi.. þannig að flugið tók ‘bara’ 5 tíma.. Þegar ég kom heim fór ég beint í 1.árs afmælisveisluna hans Unnars Tjörva kollukúts.. ótrúlegt að barnið sé að verða eins árs.. Dagurinn í dag fór svo í að syngja á tónleikum, kammerkór kvennakórs reykjavíkur hélt þessa líka fínu tónleika, tókust ótrúlega vel og alveg rosalega gaman að syngja.. við erum í skýjunum með þetta allt.. svo er góugleði hjá kórnum í kvöld, ég ætla að sleppa henni, mamma ætlar að koma til mín og svo verð ég með kórnum alla næstu helgi… og ég vil vera heima hjá strákunum mínum.. og svo er það bara vinnan á morgun.. stanslaust stuð alltaf hreint!!!

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

kolla í osló – dagur 5

jæja, dagur 5, þetta fer að styttast.. frostið er ennþá vel yfir ja, eða undir -10 gráður semsagt skítakuldi!!Dagurinn var fínn, nóg að gera og allt það, einn átti afmæli og fékk afmælisköku og afmælissöng.. Það eina sem mér finnst ekki nógu gott við þetta allt saman er að maður nær ekki að skoða Osló neitt, maður er bara í vinnunni, mætir snemma á morgnana og fer heim um kvöldmatarleytið, kuldinn er svo mikill að maður getur ekki farið í göngutúr, ég er ekki með neina ullarsokka, vettlinga eða föðurland.. enda ratar maður ekkert hér.. En þetta er samt rosa gaman, gott að vinna aðeins með fólkinu sem maður vinnur með, kynnast því aðeins og svona..

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

kolla í oslo – dagur 4

jæja, þá er dvölin hérna hálfnuð og hitinn, eða ætti ég að segja kuldinn, var -13 gráður þegar þegar við vöknuðum.. hressandi svo ekki sé meira sagt. Mér finnst samt kuldinn einhverveginn kaldari hérna heldur en heima, heima er hann einhvernvegin mildari, strákarnir hérna hlægja bara að mér þegar ég er komin með fínu ullarhúfuna á hausinn og búin að vefja rauða sjalinu mínu utan um hausinn á mér, þeir segja að það sé „no way to get cold with equipment like these“… Well I prooved them wrong .. Það eina sem hægt er að gera í svona kulda er að vinna sér til hita og við gerðum það svo sannarlega, hér eru allir að fatta hvað við erum mikilir snillingar við Óli þannig að verkefnum er hrúgað á okkur hægri vinstri. Ekkert kannski við það að athuga, betra að hafa nóg að gera heldur en lítið og ekki er ég komin hingað í heila viku til að gera ekki neitt!!Alllllavega.. Við lukum vinnudeginum um 6 og drifum okkur þá aðeins heim með tölvurnar og svo var haldið niðrí bæ og kjúklingasamloka dagsins var í boði Hard rock.. ansi fín samloka en það besta af öllu var natchosið sem við fengum okkur í forrétt.. sjitt hvað það var gott, eins gott að Hard rock er ekki lengur á Íslandi því þá væri ég alltaf þar á laugardögum að éta natchos… ´Þegar við vorum búin að borða fórum við á Liverpoolbarinn til að horfa á leikinn. Áttum fótum okkar fjör að launa á leiðinni því það hafði kveiknað í einhverjum veitingastað rétt hjá og allt fylltist af brunabílum á nótæm.. Það er eitt sem ég hef mikið verið að velta fyrir mér á meðan ég hef verið hérna í Noreg og það eru gangbrautarljósin. Á Íslandi er einn rauður kall og einn grænn.. ok, það er ekki flókið einn til að segja fólki að stoppa og einn til að segja því að labba yfir. EN hér í Noregi þá eru tveir rauðir kallar og einn grænn???? hvað er það, afhverju þurfa að vera tveir rauðir?? meiga bara tveir labba yfir í einu?? ég skil þetta ekki. Þeir koma á sama tíma og fara á sama tíma.. ég bara skil þetta ekki. Það hafa komið margar hugmyndir afhverju þetta sé en engin veit þetta í raun og veru!!.. en ég skal komast að þessu!!!!Aaaaalllllavega, við fórum á liverpoolbarinn en hann var troðfullur þannig að við fórum á einhvern annan sportbar og horfðum á leikinn. Ég var svo ótrúlega heppin að það var verið að sýna Inter-Valencia á öðrum skjá þannig að ég gat fylgst með báðum leikjunum. Ég reyndi eins og ég gat að halda með Liverpool fyrir Óla en ég verð bara að viðurkenna að ég hélt meira með Barcelona… og svo jafnaði bara helv Valencia.. ekki alveg minn dagur í boltanum.. ég var orðin svo þreytt þarna á barnum að ég rétt gat haldið mér vakandi á leiðinni heim og fór svo beint að sofa þegar við komum heim. Óli og Mark sátu og skáluðu í viskí eitthvað frameftir…Hér er mynd af mér fyrir framan svona gangbrautarljós, reyndar er hún svolítið hreyfð, Óli ætlaði að taka af mér mynd þar sem rauðu kallarnir tveir sæust en svo breyttist ljósið rétt áður en hann smellti af og hann hló svo mikið að myndin er öll hreyfð.. en mynd er alltaf mynd ekki satt.. ein góð pylsa er alltaf ein ein góð pylsa…

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

kolla í norge – dagur 3

20. febrúar 2007 23:50 jæja, dagur 3.. úff, skítakuldi og snjókoma þegar við vöknuðum í morgun! Mættum í vinnuna um 9 leytið, unnum og unnum og unnum til 6!.. hér er ekkert verið að slaka á sko.. verkefnin eru endalaus en sem betur fer spennandi þannig að manni leiðist ekkert. Ég er nú samt með smá heimþrá, er ekki alveg að fíla að vera svona alein án strákanna minna, skrítið að þurfa bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan.. vildi að þeir væru allir hérna hjá mér svo ég gæti knúsað þá svolítið, og jájá, ég veit, bara 3 dagar liðnir og allt það en samt, þegar maður er ekki vanur svona þá er það bara heilmikið mál!.. En allavega, eftir vinnu fórum við og ætluðum að finna sportbar sem við sáum á sunnudaginn við Ullevål sem er þjóðarleikvangur norðmanna og heimavöllur Lynn í fótbolta. Það gekk nú ekki betur en svo að við fundum ekki barinn og þurftum því að taka lestina niður í bæ og finna bar þar. Fyrst fórum við á TGI Fridays og ég fékk mér alveg guðdómlega kjúklingasamloku (no tomato, less majo.. ) og alveg himneskar franskar.. svo fórum við á Liverpoolbarinn hans Óla og horfðum á Real Madrid – Bayern Munchen, þar sem Beckham fór á kostum í fyrrihálfleik. Mark -sem vinnur hérna með okkur er þýskur og heldur með Bayern í þokkabót þannig að hann mátti alls ekki missa af þessum leik og auðvitað fylgir maður með eins og hvert annað viðhengi.. Eftir leikinn fórum við heim, í skítakulda. Ég hélt að alltaf þegar maður færi til útlanda, þá væri gott veður og bjórinn ódýr.. en nei, það er sko ekki þannig í Noregi!! Hér borgar maður 700 kall fyrir flöskubjór á pöbbunum og fær ekki einu sinni glas með og svo hitinn úti er mínus 10 gráður… En hér er ég, med eldrautt nef í skítakulda á leiðinni á TGI Fridays downtown Oslo… alltaf svo sæt, meira segja með eldrautt nef…

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

kolla i Oslo, dagur 2

Vaknaði alveg eldspræk um 8 leytið og við drifum okkur í vinnuna. Maður setti sig allveg í stellingarnar, þið vitið, brosa og vera sæt stellingarnar og heilsaði svo öllu samstarfsfólkinu, núna starfa 15 manns hjá fyrirtækinu, sko 15 með okkur Óla og bara tvær stelpur í þessum hópi, ég og Tanja en hún sér um fjármál fyrirtækisins. Allt hitt eru strákar á öllum aldri, ætli sá elsti sé ekki eigandinn sem er um sextugt og svo eru allir hinir á öllum aldri þar fyrir neðan, sá yngsti líklega um 25 ára eða eitthvað þannig.. þannig að þetta er stuð, svolítið svona matsjó vinnustaður með poolborði á miðjum ganginum, ekkert eldhús, bara kaffivél.. tölvur út um allt og snúrur… æ þið skiljið, ég á eftir að sýna ykkur myndir af þessu öllu.. sem betur fer er samt ekki svona ‘nörra’ lykt hérna.. enda líka marketing strákar hérna og rakspýralyktin af þeim reddar því.. :)Annars fór dagurinn i gær bara í mikla vinnu, þegar maður er svona á staðnum þá grípa hinir mann alveg glóðvolgan og láta mann redda hinu og þessu og allt í einu er todo listinn orðinn geggjað langur.. fundirnir eru samt aðalmálið, maður forritar bara í dauða tímanum. Við semsagt unnum til að verða sex og fórum svo aftur og fengum okkur Pizzu, Birger og Christian komu með okkur, það var fínt, bjórinn er samt dýrari hér heldur en í Reykjavík, keyptum okkur einn bjór með pizzunni og hann kostaði 850kall, reyndar var það 0.6l en mér er sama,.. og svo er ætlast til að maður tippsi þjónana.. ædóntþinksó.. Svo fórum við bara heim og tjilluðum..

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

komin til Oslo.. dagur 1

hæbber komin í til Oslo.. flaug út kl hálf 8 í morgun og er óhætt að segja að dagurinn í dag hafi einkennst af þreytu og syfju. Ég rétt náði að halda mér vakandi þar til að við vorum búin að fá morgunmatinn og svo steinsofnaði ég og rumskaði ekki fyrr en við vorum að lenda. Svo tókum við lestina frá flugvellinum og til osló, óli dottaði í lestinni, ég náði að halda mér vakandi. Björn, yfirmaður okkar hjá ESP sótti okkur svo á lestarstöðina og keyrði okkur ‘heim’ í íbúðina, þetta er fín íbúð, allt til alls, meira að segja ‘company car’ og bjór í ísskápnum. Húsið stendur í brekku alveg efst í Osló, stutt upp í skóg og stutt niður í miðbæ – svona þannig séð, allt fullt af gróðri útum allt, örugglega algjört æði á sumrin. Ég á nú eftir að mynda þetta allt og setja hingað. Við tókum svo stuttan fund með Birni þar sem við fórum yfir stöðuna. Þegar hann fór ákváðum við Óli að athuga hvort við gætum ekki fundið einhverja búð svo við gætum keypt okkur morgunmat og svona.. aðalmálið er náttúrulega að rata :) En okkur tókst þetta, fundum reyndar bara einn supermarkað sem var lokaður þannig að við þurftum að fara á shellselect.. Svo þegar við komum heim aftur ákváðum við að leggja okkur bara enda hálf rænulaus af þreytu. Eftir 2 tíma lúr fórum við á bílnum að lestarstöðinni og tókum svo lestina niður í bæ.. vorum ekki alveg til í að reyna að finna stæði og svona ves í bænum. Fórum svo á einhvern pizza stað og fengum okkur pizzu sem var rosa góð og erum núna komin heim. Núna er ég svo bara að spá í að leggja mig fljótlega.. Annars voru strákarnir mínir að spila fótbolta í dag, Birkir var á móti upp á skaga, spilaði 3 leiki, tapaði einum en vann tvo, Eiður spilaði svo við val og þeir unnu 4-3 held ég.. snillingar þessir strákar mínir.. en núna ætla ég að leggja mig bara held ég.. Var að lesa þetta yfir, mér finnst þetta nú hálf líflaus færsla hjá mér.. svona í takt við daginn kannski.. en allavega…

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Þokkalega..

Shjæshh.. ég er, held ég barasta sú duglegasta í öllum heiminum já og þó víðar væri leitað.. fór í ræktina í gær, í pallatíma, rosa fjör og mikill sviti.. og hvað haldiði.. ég fór líka í morgun og vitiði hvað?????? ég hljóp (já, ég sagði hljóp) í heilar 20 mínútur takk fyrir.. tuttugufokkingsmínútur!! Án þess að stoppa!!!   þvílík snilld Já, Hrafnhildur, við getum þetta sko alveg :o)  svo hætti ég ja, eiginlega bara af því að ég trúði því ekki að ég væri búin að hlaupa svona lengi og var því orðin viss um að ég væri orðin þreytt en ég var ekki þreyttari en svo að ég fór á ‘skíðavélina’ og djöflaðist á henni í hálftíma.. þá þurfti ég að hætta því ég þurfti víst að mæta í vinnuna, alltaf þarf þessi vinna að slíta í sundur fyrir manni daginn..   En ég skal segja ykkur það að ég er þokkalega ánægð með mig núna ..

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Harðsperrublogg (óvart)

geysp.. er í vinnunni.. er búin að vera að deyja úr harðsperrum í dag og í gær, komst varla fram úr rúminu í morgun.. ét bara verkjatöflur.. Vonandi lagast eitthvað við það að fara í leikfimi á eftir.. Annars er ég bara í vinnunni, var að enda við að gæða mér á hrökkbrauði með skinkumyrju.. er alltaf svöng þessa dagana, sem er frekar svona óvanalegt fyrir mig.. er greinilega farin að brenna meiru en ég gerði. Alveg ótrúlega merkilegt að hvernig ég finn frumurnar í líkamanum lifna við svona ein af annarri með þessari hreyfingu allri.. og þó að ég sé hreinlega að deyja úr harðsperrum í gær og í dag þá er það nú ekki alltaf þannig, oftast fæ ég nú einhverjar smá sem betur fer, því þá veit ég að ég er að nota vöðvana, ekkert að því að fá smá harðsperrur þó svo að þessar sem ég er með séu kannski aðeins of mikið af því góða.. .. svo er nú ekkert verra að vera búin að missa næstum því 10 kíló og tugi sentimetra af mallanum á sér.. ég kvarta ekkert yfir því .. mesti sigurinn er samt að vita að þetta GET ég.. ég er ekki lengur aumingi.. svona ‘blob’.. en já.. ég ætlað að nú bara að segja ykkur að ég er þreytt og nenni ekki að vinna.. missti mig aðeins í þess harðsperrublaðri.. æhj.. blahhhh… já og líka flehhhh

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

febrúarfjör..

jámm.. æhj það er bara eitthvað svo mikið að gera.. ekki að ég sé að kvarta sko.. Allt fínt að frétta, er að fara til Osló á sunnudaginn og verð fram á föstudag eða laugardag, vona að ég komi heim á föstudag, er nebbla að fara að syngja á tónleikum á sunnudag eins og áhugasamir blogglesendur mínir ættu að vita. Æfingar fyrir þessa tónleika eru í hámarki þessa dagana, æfðum á sunnudag, í gær og æfum á miðvikudag og svo föstudag. Þá ætla ég að mæta með nýja diktafóninn sem ég keypti áðan og taka upp, föstudagsæfingin verður nebblega í Laugarnesskirkju og myndi kallast generalprufa ef það væru ekki tvær æfingar amk í vikunni á eftir.. sem ég missi af! Ég ætla s.s að taka allt saman upp og hlusta þetta til dauða í norge.. þá hlýt ég að vera með allt á hreinu á tónleikunum. Eftir tónleikana er svo partý, góugleði Kvennakórs Reykjavíkur.. hef einhvernvegin á tilfinningunni að ég verði með rólegra móti.. ef ég mæti yfirhöfuð.. helgina þar á eftir er svo æfingarferð með kórnum á Skóga.. aldrei að vita nema að maður finni fattarann… svo er nottla þetta vanalega,ræktin, vinna og sofa, hugsa um heimilið (jeræt), elda og ala upp börn.. já, mér ætti ekki að leiðast.. enda leiðist mér ekki baun.. væri samt alveg til í smá svona rólegheit sko.. væri líka alveg til í að hitta Sunnuskottið mitt aðeins.. Já og svo minni ég lesendur á það að – aðsjálfsögðu er skyldumæting á tónleikana á Sunnudaginn 25.febrúar klukkan 17hundruð í Laugarneskirkju. Miðinn kostar þúsundkall og fæst hjá mér. Þið getið hringt(8471724), sent mér tölvupóst(kolla@extrada.com) eða bara mætt á staðinn.. gott samt að vera búin að fjárfesta í miðanum því sætaframboð er ekki ótakmarkað.. komaso..

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

hæbbnú er alveg heil vika og rúmlega það síðan að ég skrifaði eitthvað hér.. enginn að kvarta svossem yfir því.. Allt fínt að frétta, alltaf nóg að gera en samt bara allt við það sama, er á fullu að syngja í kórnum þessa dagana, er líka í Kammerkór Kvennakórs Reykjavíkur og við erum að fara að halda tónleika 25 feb í Laugarnesskirkju og bera tónleikarnir yfirskriftina „Um Ást“ og aðaláherslan lögð á madrigala tónlist, s.s tónlist frá 1500 eða eitthvað svoleiðis. Við í kórnum erum búnar að skemmta okkur mikið við það að æfa þetta, textinn við sum lögin er svo ógurlega dramatískur að það á örugglega eftir að líða yfir tóleikagesti í örvinglan.. neinei ég segi nú bara svona.. ef ykkur langar til að koma og sjá okkur og heyra, þá getiði nálgast miða hjá mér, kostar bara einn fjólubláan.. s.s 1000kall sem er gjafaverð :o) Við erum um 25 í þessum kór og ég syng 2. sópran sem er skemmtileg tilbreyting frá því að syngja alltaf 1. sópran í ‘stóra’ kórnum.. ígs, ógó gaman.. svo er stóri kórinn að fara á Skóga í æfingaferð um mánaðarmótin.. það verður líka geggjað, reyndar er eitt fúlt, ég missi af síðasta leikfimitímanum mínum hjá henni Kristínu minni.. en það verður að hafa það bara.. Svo er Eiður að selja WC pappír og eldhúsrúllubréf þannig að ef ykkur vantar svoleiðis þá er gott að hafa samband við hann, núhh eða mig ef því er að skipta.. hvað get ég selt ykkur meira, jú, ég á líka rækjur sem ég þarf endilega að losna við… fínar rækjur í beituna í veiðina í sumar.. ég er nú hrædd um það, að ég tali nú ekki um að búa til rækjusalat, algjörlega snilldin ein.. nú eða rækjukokteil.. jájá.. Annars er ég bara nokkuð góð, finnst samt eins og ég eigi að vera að gera eitthvað annað en að blogga.. hvað skyldi það vera.. ahh, jú, vinna.. ég kom víst í vinnuna til þess…………Ætla fyrst að senda ykkur mynd af mér til þess að sýna ykkur hvað ég er löt og hvað ég er mikið krútt :o).. ( hey ef ég geri broskall og svo punkta á eftir þá er það eins og slefandi broskall.. sniðugt :o)… )

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Birkir Tjörvi 10 ára..

Það er ótrúlegt en samt satt að fyrir 10 árum kom þessi ótrúlega flotti strákur í heiminn. Þessi snillingur er með gullhjarta og er svo sannarlega ástin hennar mömmu sinnar. Svo er líka svo gott að knúsa hann, held að hann gefi bara eitt besta knús í öllum heiminum.. Við vöktum hann í morgun með því að hringja í hann í nýja gsm símann sem við gáfum honum í afmælisgjöf… loksins fékk hann síma :)Eiður gaf honum svo Eragorn tölvuleik.. Í kvöld ætlum við að hafa Pizzu, fullt af nammi og horfa á X-factor, á morgun ætlum við að elda afmælismatinn sem verður örugglega lambalæri með portúgalkartöflum, sveppasósu og grænmeti ef ég þekki minn mann rétt og svo á sunnudag er öllum bekknum boðið í afmælisveislu með hrekkjarvökuþema frá 13 – 15 og svo er ömmum og öfum, frænkum og frændum og öðrum áhangendum boðið í veislu eftir kl 15.. Því þegar Birkir á afmæli þá er sko veisla!!!Til hamingju með afmælið snúðurinn minn, þú ert langflottastur og það dýrmætasta sem ég á..

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

varúð.. harðsperrublogg!

váts.. fjúhh.. var að koma úr leikfimi, geðveikur pallatími, er búin að vera að deyja í kálfunum eftir tímann á þriðjudaginn, við hlupum og hoppuðum svo mikið þá.. er búin að vera hálf fötluð síðan, hálf hallærislegt, allir að spyrja hvort ég hafi meitt mig – neinei bara með svona miklar harðsperrur… en ómg hvað það er samt gott þegar maður er með harðsperrur, kannski ekki samt þannig að maður geti ekki gengið en svona venjulegar, eins og t.d harðsperrurnar sem ég er með í maganum og bakinu eftir þennan þriðjudagstíma.. þær eru fínar sko.. Var s.s í pallatíma áðan, var svona að vona að mér myndi líða betur kannski.. en það er ekki alveg að virka.. fékk mér bara einn öl og þá vonandi slaknar aðeins á þessum vöðvum… mér finnst það góð afsökun til að fá sér öl.. og já, ég veit, öl er fitandi en ég er búin að missa 10kvikindi þannig að ég er aðeins farin að slaka á í ‘megruninni’ miklu sem ég var (ekki) í.. c.a. 70 kíló er fínt fyrir mig.. nú langar mig bara að massast aðeins.. mér finnst svo gebba kúl að vera með vöðva sem sjást.. og ég er svo mikill sökker fyrir vöðvum… veit samt ekki afhverju ég er að röfla um þetta allt.. Eiður er á diskói og Birkir á fótboltaæfingu.. vorum í foreldraviðtölum í gær, strákarnir eru snillingar en mættu samt passa sig aðeins á því að tapa sér ekki gleðilátunum.. eitthvað sem maður svossem kannast alveg við .. hmm.. Palli er að elda handa mér kjúkling, kartöflubáta og salat.. slurp.. jájá.. annars er ég bara hress sko.. fyrir utan að ég get ekki gengið fyrir harðsperrum en kúvahh…. !!já og eitt enn.. Hann Pétur mágur minn átti afmæli á þriðjudaginn.. og afþví að hann er svo ótrúlega frábær þá ætla ég að óska honum til hamingju með afmælið þó seint sé.. Til hamingju með daginn um daginn Pétur minn.. hottsjottum við tækifæri..

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

árið..

hellú.. jæja, það er víst ekki seinna vænna en að óska ykkur Gleðilegs árs og allt það.. er eitthvað búin að vera svo voða blogglöt undanfarið.. Árið 2007 er búið að vera fínt það sem af er, búin að fara til Oslo, fara þar í fertugsafmæli og enda uppi á sviði að syngja Stál og hnífur á íslensku fyrir afmælisgesti, koma heim aftur, fara í brúðkaup og gebba tjútt brúðkaupsveislu, byrja aftur í leikfimi og fá massa harðsperrur (ahh.. gott að hafa harðsperrur), heimsækja Döddu mína og bora nefinu í hálsakotið á Kjartani, litla frænda (ekki stóra Kjartani hehehe), fara á handboltaleik og garga áfram ísland og svona, næstum því festa fína bílinn minn í öllum þessum ógeðssnjó sem er hér útumallt, komast að því að ég þarf að skipta út baðherberginu mínu ekki seinna en strax og svona ýmislegt fleira skemmtilegt og hressandi. Með þessu hef ég svo sofið, eldað, tekið til, lesið Bono bókina mína og U2 bókina mína sem ég fékk í jólagöf, leikið mér í nýju fínu tölvunni minni og allskonar.. Og það sem er á dagskránni framundan er bara kóræfing í kvöld, vinna og bara.. ég vona bara að ég þurfi að gera sem minnst svo ég geti verið heima hjá mér í rólegheitunum.. Finnst ykkur þetta eðlilegt? að vera svona heimakær að maður voni að maður þurfi ekki að fara neitt? æhj, stundum þarf maður bara að vera heima, lesa blöðin og drekka kaffi og vaska upp og svona Annars er ég bara assskoti hress, rembist vð að láta þennan blessaða snjó ekki fara í taugarnar á mér, ég er búin að sjá það að það var alveg ótrúleg heppni að alast upp á Hornafirði, þar er eiginlega aldrei snjór, kannski bara klaki út um allt en þá bara fór maður um á skautum.. talandi um Hornafjörð, ætli þessar systur mínar ætli ekkert að fara að skipuleggja þetta Hverfiskrakkagettúgeðer sem þær föttuðu upp á að halda í sumar???.. það er ekki ráð nema í tíma sé tekið sko.. :)Já og svo vil ég bara benda á það að Björninn er kominn með aðstoðarkerfisstjóra þannig að hann ætti að geta uppfært síðuna sína.. og svo eitt enn.. Toggsterinn er í prófum og bloggar því eins og vindurinn enda ekkert betra að gera.. hvet ykkur til að kíkja þangað.. og svo að lokum.. jútú klappklappklapp..jútú klappklappklapp!!! :o)

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

fréttir frá noregi…

úff… allt að gerast, er í noregi á fundi hjá nýju vinnuveitendunum.. búin að fara í lest og metro og ég veit ekki hvað og hvað og allt alein.. eða sko ekki með Palla.. heldur með Óla.. er á rosa flottu hóteli, ein í herbergi.. rosa flott herbergi.. fórum í gær og kíktum á aðalgötuna, sá ekki Hákon samt, fengum okkur að borða á fridays, drukkum að sjálfsögðu nokkra öllara, fórum svo á hótelið og horfðum smá á fótbolta og svo fór ég bara í rúmið.. Dáldið skrítið að vera svona alein á hóteli.. Svo í dag var stóri fundurinn.. búið að vera rosa áhugavert og skemmtilegt, húsið sem fyrirtækið er í er nýtt og flott, svona fjögur hús byggð saman í hring og þak yfir öllu og inn í miðjunni er mötuneytið.. rosa flott, fengum rosa fínan hádmat og ég borðaði rækjur með dilli.. allt gert til að koma vel fyrir.. en fundurinn var góður, framtíðin björt og mjög spennandi og ef allt gengur eins og það á að ganga þá á eftir að vera mjög gaman í vinnunni minni í framtíðinni.. Núna er ég komin upp á hótel, er að bíða eftir að klukkan verði 5, því þá förum við, ég og allir mínir nýju samstarfsmenn, alls 15 talsins, hérna niður í lobby og fáum okkur góðan dinner og gott að drekka.. já og hvað haldiði, það vill svo skemmtilega til að einn af þessum nýju samstarfsmönnum er fertugur í dag og að sjálfsögðu býður hann í partý í kvöld.. ég ætla nú reyndar að sjá að eins til með það, er frekar svona lúin eftir allt þetta.. soldið mikið fyrir litla nesjastelpu að fara ein til útlanda, hitta nýja bossinn og allt á einu bretti.. en eins og ég segi við sjáum til… Veit ekkert hvering morgundagurinn verður, held að flugið heim sé fljótlega eftir hádegi.. En það er eitt.. haldiði ekki bara að litli guttinn(eins og við segjum hérna í noregi :o)) hennar Döddu minnar sé ekki bara að koma í heiminn, hún var skrifuð 20 des og var sett á stað í morgun.. so far no news.. Það sem ég segi .. allllllt að gerast bara…kv frá Noregi.. Kolla sæta

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Kolla sæta í nesjunum að bíða eftir pésakássu á’la pabbi

er semsagt komin í nesin, búin að fá pabba og mömmuknús, ekki nógu mikið samt og hef það æði. Planið er að gera sem minnst, borða sem mest og hafa það gott. Komum í bæinn á nýársdag og svo fer ég til oslo eldsnemma að morgin 2. jan.. veit nú ekki hvernig bloggmál munu standa þangað til ég kem heim, á nú eftir að skella hingað annál og svona, aldrei að vita nema ég bloggi úr nýju fínu tölvunni sem hann palli sæti gaf mér í jólagjöf.. aldrei að vita sko.. Allavega.. Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla krúttin mínNýjárskveðja úr nesjunum þar sem best er að vera í öllum heiminum…

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Gleðileg jól

þá er þetta allt að bresta á .. síðasti vinnudagurinn á þessu ári, ég er svo ótrúlega heppin að geta verið í frí á milli jóla og nýárs og svo byrjar nýja árið á vinnuferð til Oslo þannig að ég á ekki eftir að koma hingað í vinnuna í hálfan mánuð.. verður gott að geta bara notið þess að vera heima og stjana við kallana mína þrjá.. og láta þá stjana við mig .. Annars erum við bara hress, kíktum á Döddu mína bumbulínu í 5 sek í gær og færðum öllum pakka og kort og fengum pakka til baka.. ég sagði bumbukrílinu að drífa sig út en það lætur eitthvað bíða eftir sér, það er nú svossem ekkert nýtt að börnin hennar Döddu minnar láti bíða eftir sér.. hehe… vonandi kemur litla kollukrúttið þá bara ekkert fyrr en eftir áramót :o)Þetta jóla’allt’ er bara að verða komið.. alltið breytist reyndar dag frá degi en mér er skítsama.. Tengdó og Raggi bróðir hans Palla míns verða hjá okkur á aðfangadag og ég hlakka til að finna friðinn í hjartanu.. svo gæti alveg dottið í okkur að skreppa í Nesin um áramótin, þ.e. ef veðurspáin er almennileg, ekki vil ég missa af fluginu til Oslo en við fljúgum út 7:40 2.jan.. væri nú samt besta byrjunin á nýju ári að geta fyllt lungun af Nesjalofti og kíkja aðeins á Ketillaugarfjallið og svona, og ekki má gleyma pabbaogmömmuknúsinu…. það væri nú sko laaangbest Gleðileg jól öll þið sem komið hingað í heimsókn, takk fyrir allt gamalt og gott, ég vona sannarlega að þið finnið jólafriðinn og hamingjuna í hjartanuÞið eruð öll æði.. kvKolla

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

jólin..

jæja.. nú er ég komin með þessa líka fínu glugga í stofuna og eldhúsið.. vantar reyndar sólbekki en hann Maggi tengdapabbi ætlar að redda þeim fyrir uppáhalds tengdadóttur sína.. hann á nú reyndar ekki neina aðra tengdadóttur en það er að sjálfsögðu algjört aukaatriði :o) og svo á ég nú líka eftir að þrífa eftir þetta allt… en hvahh ekki fyrr en hinn daginn.. Helgin var fín, fór í leikfimi á laugardaginn og svo aðstoðaði ég strákana mína við að baka súkkulaðibitasmákökur og biscottibjössa.. og svo bjuggu þeir líka til konfekt.. við vorum svo upptekin við þetta að við Palli gleymdum næstum því að við vorum að fara út að borða með Óla vinnufélaga og konunni hans.. en það slapp og við skelltum okkur á Humarhúsið.. fengum alveg hreint dýrindis mat og hvítvín og allskonar með, fórum svo á Vínbarinn og þaðan á Kaffi París og svo um 2 leitið þá var ég orðin eitthvað svo þreytt, enda orðin doldið marineruð eftir allt hvítvínið þannig að við fórum heim.. Palli vaknaði svo eldsprækur á sunnudagsmorgunn og skellti sér með strákunum upp í Egilshöll þar sem Birkir var að spila á fótboltamóti.. ég var ekki alveg eins eldspræk og kúrði pínu lengur.. Eiður kláraði svo að búa til konfektið, hann gerði eina sort alveg sjálfur enda snillingur eins og mamma sín.. skrifaði svo á jólakortin í gær.. og ég held bara svei mér þá að ég komi til með að senda þau þetta árið enda svo óskaplega falleg mynd af drengjunum mínum í því.. Annars er ég bara hress, held að ég sé komin með smá jólafrið í hjartað.. á reyndar eftir að gera fullt fullt en mér er alveg sama, veit að þetta reddast alltaf… á bara eftir að kaupa nokkrar gjafir en er samt búin að ákveða hvað það á að vera og þá er þetta nú komið.. svo á ég eftir að kaupa í matinn og taka til og svona.. strauja jóladúkinn og kaupa jólatré.. en þetta er bara gaman.. ef maður er með jólafriðinn og jólahamingjuklump í hjartanu þá skiptir hitt engu máli.. Og svo á ég bara svo góðan og sætan mann….

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

í jólatuði..

já já.. ég get svossem bloggað.. og nú ætla ég að tuða smá… þannig að þeir sem hafa umgengist mig mikið, eins og t.d Heiða mín, gætu kannski hugsað sér að hætta að lesa núna, því þetta er ekki í fyrsta (og örugglega) ekki síðasta skiptið sem þeir heyra mig tuða yfir þessu… það á semsagt að skipta um annan gluggann í stofunni hjá mér og eldhúsgluggann. Málið er að það var verið að skipta um þessa glugga í hinum stigaganginum og þá fékk einhver snillingur þá hugmynd að ath hvort það þyrfti ekki að skipta um glugga okkar megin líka og jújú.. það reyndist algjört möst að skipta á einhverjum tveimur hæðum.. ekki minni samt, því það er ekkert að mínum gluggum, ég endurtek -EKKERT- en jæja.. meirihlutinn ákvað að skipta um alla gluggana og tilboðið hljóðaði upp á 330þús fyrir mína íbúð.. og á að skiptast í þrennt með gjaldaga 1.des, 1.jan, 1.feb.. ég veit algjört æði.. alltí fína.. og þeir ætla að klára þetta allt fyrir 20 des.. eitthvað frestaðist það þannig að þeir ætluðu að klára efstu 4 hæðirnar fyrir 20 des og taka svo hinar fjórar í janúar og enda á 1. hæð sem er mín íbúð.. þannig að ég hugsa bara – gott, fyrst að þarf að skipta um þessa fjandas glugga þá er gott að við losnum við það fyrir jól.. ég bara slepp þá við að þrífa þessa glugga, gardínurnar og allt það, set bara upp seríu og svona huggulegheit.. ok.. ég orðin eins sátt og ég get orðið með þetta þó svo ég sé alls ekki sátt og hefði svo vel getað notað peninginn í eitthvað annað en að skipta um glugga sem er allt í lagi með.. en hvað gerist svo .. haldiði ekki að gæjarnir hafi látið vita í gær að þeir ætli að byrja á gluggunum okkar á morgun.. s.s. í morgun ???? við bara What?? alltífína.. þið gerið það þá bara.. þið vitð.. hellú.. díses ég er svo pirruð á þessu að ég má ekki einu sinni hugsa um þetta þá verð ég geðvond!!!Ég gleymi að taka fram að ef ég vil fá kallana til að setja sólbekki líka, þá er það um 40þús aukalega .. hressandi….

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Sunna sæta…

Skrapp og hitti uppáhalds stelpuskottið mitt hana Sunnu Kristínu í hádeginu, hún er búin að vera lasin í heila viku og orðin frekar svona pirruð. Litli bróðir hennar hann Unnar Tjörvi skreið um allt gólf á maganum og fiktaði í öllu, hann er samt ekki óþekkur því hann er óviti – þetta sagði Sunna mér sko.. Hrafnhildur gaf mér brauð með osti og kaffibolla sem var bara ekkert daufur, ég gleymdi að segja henni það og geri það hér með. Útaf öllu þessu veikindastússi þá eru þau hætt við að fara í sumarbústað um helgina og ég er ekkert smá happí með það því þá getum við haldið í hefðina og skellt okkur í piparkökubakstur á sunnudaginn – sem er eins og undanfarin ár sunnudagurinn eftir jólahlabba hjá mér :o)Við erum semsagt að fara á jólahlaðborð með vinnunni hans Palla á morgun, á Hótel Glym í Hvalfirði. Það er mæting í rútuna kl 6 og fer rútan heim á milli 11 og 12. Svo er spáð brjáluðu veðri á þessum slóðum á morgun, reyndar verður þetta sem betur fer stuttur hvellur sem á að byrja um ..já hvað haldiði um kl 6 og hvenær haldiði að það eigi að lægja.. jú.. um miðnættið .. hressandi bara ekki satt!!En já, myndin er af henni Sunnu minni á nýja rosa fína hjólinu sem hún fékk í afmælisgjöf um dagin.. Já og eitt enn – hér með ætla ég að lifa eftir þessari setningu: Yesterday is History. Tomorrow is a Mystery, and Today is a gift. That’s why we call it the Present. Góða helgi krúttin mín..

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

tjá..

5. desember 2006 13:30 hæþað er kominn desember, alveg að koma jól.. ég er ekki búin að neinu, mér finnst ég þurfa að segja ykkur þetta því að það er endalaust þetta ‘ertu búin að..’ áreiti fyrir jólin.. bara svona svo þið séuð ekki að spyrja.. helgin leið í rólegheitum, við Birkir steiktum laufabrauð uppi í Langholtsskóla.. það var fínt.. svo bauð ég systrum mínum og þeirra fylgifiskum í hefðbundið aðventukaffi á sunnudeginum.. Unnar fékk að smakka rjóma.. Sunna horfði á Lilo og Stich, strákarnir spiluðu á gítarinn og við hin kjöftuðum og kjöftuðum.. mjög svo næsá morgun er jólasamsöngur í Breiðholtskirkju hjá Kvennakór Reykjavíkur, þar verð ég að syngja jólalög.. á föstudaginn fer kórinn að syngja fyrir TM fólk í jólapartýi, og á Laugardaginn fer ég á Jólahlabba með vinnunni hans Palla, hvar það verður er eitthvað á reiki, en ég veit það er í Hvalfirði og það verður farið með rútu!ég hlakka svo til Jólanna, hlakka til að vera heima hjá mér í fríi og notarlegheitum, borða góðan mat og kannski svolítið súkkulaði.. en samt ekki of mikið því ég ætla ekki að éta á mig þessi 6.5 kíló sem ég er búin að missa.. svo er nú líka stefnan að fara oftar í ræktina í desember, því fyrst þetta kórastand er að verða búið þá get ég líka mætt á mánudögum og miðvikudögum.. jibbíkóla.. já.. er samt eitthvað hálf þreytt í dag.. kannski er þetta bara leti.. hmm..ha.. ??hey, eruði til í að gera mér greiða.. mér langar svo að vita hverjir koma hingað og lesa, ég er búin að heyra fullt af ótrúlegasta fólki sé að lesa þetta og maður veit ekki meir.. bara ef ég skildi vilja tala illa um einhvern (líklegt, ég veit) þá er betra að vita hvort sá hinn sami lesi kannski alltaf.. svo plís, kvittkvitt..

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

ómg.. 1.des..

ég er að segja ykkur það.. nóvember er búinn.. það er að koma desember.. ómg.. síðast þegar ég vissi var að koma haust!!! ekki jól.,. ég er að segja ykkur það, ég þarf að setja á dagatölin í kvöld!!.. ég sem er að fara í leikfimi eftir vinnu og svo þarf ég að fara á fótboltafund í kvöld.. ég þarf s.s að kaupa á þessi dagatöl .. ja, greinilega í dauða tímanum.. ha.. þetta er alveg merkilegt, allavega síðustu 3 ár hef ég alltaf verið á síðasta snúningi með þessi dagatöl.. það er ekki eins og maður viti ekki að á eftir 30. nóv kemur 1.des.. díses.. hvað ég hlakka til þegar ég verð orðin stór og fullorðin og skipulögð.. þá ætla ég alltaf að vera búin að öllu þegar 1.des kemur og nota desember í það að rölta um í miðbænum, drekka kakó með strákunum mínum og fara á aðventutónleika.. mér sýnist samt stefna í það að loksins þegar ég verð orðin stór, fullorðin og skipulögð, þá verði strákarnir mínir löngu hættir að fá á dagatölin sín og vilji örugglega frekar rölta um miðbæinn með kærustunum sínum en ekki mömmu gömlu.. neinei, hvað er að mér, þeir vilja auðvitað frekar vera með mér.. :)

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Afmæli…

Flottasti, skemmtilegasti og langbesti pabbi í öllum heiminum á afmæli í dag, Til hamingju með afmælið elsku pabbi minn, ég sakna þín og vildi óska að ég væri hjá þér

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Afmæli..

Hún Sunna Kristín, guðdóttir mín, á afmæli í dag. Hún er 4 ára. Sunna er uppáhaldsstelpan mín í öllum heiminum, hún er svo ótrúlega skemmtileg og dugleg og klár og falleg og svo er hún alltaf svo góð við hana Kollu sína, og svo er hún Sunna mín líka litla Kollustelpan mín..Hér erum við tvær, í útskriftinni hans Þorgríms, báðar í gallajökkum og eins og sjá má er augljóst af hverju við erum félagar í sæta félaginu.. Til hamingju með daginn elsku Sunna Kristín    Já og sveimérþá ef ég stal ekki þessari mynd af kúrbítnum.. jú, gott ef ekki..

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

lady sings the blues…

æhj, einhver blús í mér í dag.. allt of mikið að gera hjá mér núna og þá finnst mér ég alltaf hugsa svo illa um strákana mína, ég t.d sá þá ekkert á mánudaginn, kom heim um hálf 11 um kvöldið og eina sem ég gerði var að reka þá inn í rúm :o(  Í dag þarf ég að fara á kóræfingu kl korter yfir 7 og svo aftur annað kvöld.. málið er að um daginn þá var Stefán Karl með eineltisfyrirlestur og ég náði að vera í rúman hálftíma á honum.. Stefán Karl sagði að við værum svo upptekin í þessu lífsgæðakapphlaupi að við værum að gleyma börunum okkar.. og ég verð að viðurkenna að stundum, þó svo að ég viti að ég myndi ganga af göflunum, þá væri það fínt að vera að vinna kannski bara á meðan strákarnir væru í skólanum og vera svo búin að baka kleinur og svona þegar þeir kæmu heim. En ef ég gerði það þá gætu þeir ekki verið að læra á hljóðfæri eða verið í fótbolta því ég ætti ekki pening fyrir því…hlakka til á laugardaginn kl 19:00 .. Æhj.. blahhhh.. Eins og ég sagði.. einhver smá blús í mér í dag.. en svona nú, .. rífðu þig upp á rassgatinu kona og hættu þessu væli!!!!

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Notarlegheit á Mýrargötunni..

algjör kertastemming hérna í vinnunni hjá mér, ég er alein á skrifstofunni, með kveikt á tölvunni og einum lampa, með flíspeysuna mína utan um fæturna og rauða sjalið mitt um axlirnar… voða kósí, vantar bara kertið og rauðvínsglas, Palla við hliðina á mér og þá væri þetta fullkomið.. Er að forrita nýtt UI fyrir norska leikjavefinn og hef það bara alveg ágætt, mér leiðist nú ekkert svona UI forritun sko… Föstudagur í dag, vont veður, rigning og rok, svossem allt í lagi með það ef Eiður minn þyrfti ekki að spila fótboltaleik við Stjörnuna í dag á gervigrasinu.. örugglega ekki neitt gebba gaman að spila fótbolta í hífandi roki og rigningu.. Helgin er óskrifað blað, ætla að reyna að komast í hjólatíma í kvöld, þó svo fæturnir á mér séu ekki alveg á sama máli.. er frekar þreytt eftir tímann í gær, en við sjáum til. Svo ætlum við strákarnir að fara í kringluna á morgun að versla jólaföt, Eið langar í svarta skyrtu og rautt bindi og flottar gallabuxur.. hann er orðinn svo stór, hann er orðinn stærri en Hrafnhildur systir.. heheh.. hann er nú svo mikill snillingur, fékk 10 í enskuprófi um daginn.. kannski býð ég þeim að borða á Stjörnutorginu, þeim leiðist það nú ekkert, ja eða fer á kaffihús og kaupi súkkulaðiköku og heitt súkkulaði með rjóma.. mmmmm…. hlakka ekkert smá til.Annars er stefnan bara að hafa það huggó um helgina og hvíla sig fyrir komandi átök í næstu viku, langar kóræfingar á mánudag og miðvikudag, generalprufa fyrir tónleikana á fimmtudag, ættarmót og tónleikar á laugardag.. semsagt nóg að gera á stóru heimili eins og alltaf.. æhj, þó svo að ég sé með harðsperrur allstaðar þá líður mér eitthvað svo vel í dag.. vona að þið hafið það gott líka..

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

helgin..

komin mánudagur, helgin leið í miklum rólegheitum, enda ekki annað hægt í svona roki og rigningu, Palli minn fór út á svalir og batt grillið og stólana fast við handriðið svo það myndi ekki fjúka út í buskann, reyndar fauk kofinn hans Birkis á hliðina en skemmdist sem betur fer ekki neitt. Það minnir mig á það að ég á alltaf eftir að taka mynd af þessari meistarasmíð, þetta er sko enginn venjulegur kofi, hann er sko með háalofti og allt! Verð að muna að bregða mér út með myndavélina næst þegar viðrar vel og ég er heima við í björtu..Heiða og Pési komu í hádegismat á Laugardaginn, ég bakaði þessar dýrindis bollur og gaf þeim.. heppnaðist alveg hreint svaka vel.. svo hringdi hann Toggi minn í mig á laugardagskvöldið og spjallaði ég heillengi við hann, drengurinn er gjörsamlega að rústa þessu þarna í Belgíu, enda er hann nú svo mikill snillingur að það er ekkert venjulegt.. úff, hvað ég er stolt af honum.. og hvað ég sakna hans gebba mikið… nú þarf ég bara að fara að safna fyrir ferð til þess að heimsækja hann.. svo var bara vídeogláp og notarlegheit á sunnudeginum.. reyndar þvoði ég líka 6 þvottavélar, já eða ég þvoði ekki neina þvottavél heldur lét þvottavélina þvo.. blehh.. já..  og svo eldaði ég heimsins besta steikta kjúkling að hætti Jamie Oliver um kvöldið, ekkert smá mega gebba góður kjúlli, Palli sagði að þetta væri sko besti kjúklingur sem hann hefur smakkað!!! ég náttúrulega staðhæfði og betrumbætti uppskriftina aðeins .. kannski maður sendi hana inn á Uppskriftavefinn hennar Heiðu sem gestakokkur :o)og í dag er það vinnan, svossem alveg feiki nóg að gera þar, svo kóræfing frá hálf 7 til 10 í kvöld.. fjúhh.. manni ætti ekki að leiðast..

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

leikfimiblogg..

þokkalega geðveikur leikfimitíminn í gær, tókum svo hrikalega áðí að ég var gjörsamlega uppgefin í gærkvöldi, var alveg búin að ákveða að ég myndi ekki geta hreyft mig fyrir harðsperrum í dag, var svo viss að mig dreymdi að ég væri með harðsperrur allstaðar í nótt og var alltaf að vakna til að gá hvort þær væru komnar.. ég veit, ég er ekki í lagi.. en allavega, jújú, ég er alveg með smá harðsperrur, sérstaklega í ‘armbeygjunum’ en ég er ekki nærri því eins slæm og ég bjóst við, þannig að ég held alveg að hjólapartýið sé málið í kvöld.. er það ekki annars Heiða?Tók svo öll ummál af mér í gær og það er skemmst frá því að segja að ég er búin að missa einhvern helvítis helling af sentimetrum, mér varð eiginlega nóg um, var ekki alveg að trúa þessum tölum.. alltaf gaman að sjá það svart á hvítu að maður er að ná árangri.. eins og t.d í tímanum í gær, þá bara gat maður gert þessar drulluerfiðu æfingar, var alveg erfitt og allt það en ÉG GAT GERT ÞÆR.. díses hvað þetta er hrikalega skemmtilegt.. bráðum verður maður svo massaður að maður getur ekki talað í síma nema að nota handfrjálsan, eins gott að fara að æfa sig í því að tala eins og kraftakall.. :o)Annars er bara kominn föstudagur, ekkert planað um helgina nema að hafa það gott, taka til og svona þetta hefðbundna..  kannski ég bjóði Heiðu minni í hádegismat á morgun eftir leikfimi.. nýbakaðar bollur eða eitthvað.. verð örugglega besta stórasystir í heimi ef ég geri það..

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

good times..

jahérna.. sváfum yfir okkur í morgun, á einhvern óskiljanlegan hátt hringdi klukkan ekki, ég man samt að í gærkvöldi þá tjékkaði ég tvisvar á hvort ég væri ekki örugglega með kveikt á henni.. vaknaði ekki fyrr en Palli sagði, kolla mín, klukkan er að verða níu.. slógum svo algjört hraðamet, klukkan var 9:12 þegar við mæðgin rukum út.. Birkir minn er að fara í hljómapróf á gítarinn í dag, hann er búinn að æfa sig og æfa,hann fann ekkert smá til í fingurgómunum í gærkvöldi, sagði við mig: Mamma, þetta er næstum því eins og í laginu, ‘played until my fingers blead’.. hann er bara snillingur þessi drengur, ég var að syngja lögin með honum í gær og svo héldum við tónleika í hálfleik Barcelona og Chelsea.. Hann spilaði og ég söng Fatlafól, Nínu og Geira og Stál og Hnífur.. hann er efnilegur í útileigurnar drengurinn.. Æ, það var bara eitthvað svo gott að vera heima í gærkvöldi, sannkallað fjölskyldukvöld, fyrst fór ég í geggjaðan leikfimitíma með henni Heiðu minni, fyrsta tímann á framhaldsnámskeiðinu, allveg fullt af konum og svaka stemmari.. svo þegar ég kom heim þá var Palli að elda kjúllabringur, leikurinn í sjónvarpinu og svona næs, ég hjálpaði Eiði mínum aðeins að reikna út próstentur í stærðfræði, talaði við mömmu mína í símann og svo voru það áðurnefndir tónleikar.. og svo horfðum við öll á Prison break.. já, ég veit að litla barnið á náttúrulega ekki að horfa á Prison break sem er bannað innan 12 en svona er þetta bara stundum… En allavega.. good times..

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

bötnuð..

jæja, þá er mín komin í vinnuna, loksins… Er nú samt ennþá drullukvefuð en hress að öðru leiti, eða svona eins maður getur verið þegar maður getur ekki talað og er sífellt að sjúga upp í nefið..Átti alveg hreint fína helgi, fór í leikfimi á laugardaginn í síðasta tímann á námskeiðinu, hreyfði mig nú sama og ekkert enda lasin en ég þurfti að fara til þess að komast í viktun og fitumælingu.. fituprósentan hefur minkað um tæp 4% og er ég 4 kílóum fátækari.. ég er mjög sátt við það.. ég skráði mig svo á framhaldsnámskeið og keypti mér árskort þannig að ég sé fram á að ég geti loksins gert það sem mig hefur langað til í langan langan tíma, þ.e. komist í þannig form að ég sé ekki sífellt þreytt, með hausverk og ómöguleg.. að ég geti labbað upp á Meðalfellið án þess að fá blóðbragð í munninn og þurfi að leggja mig á eftir og svoleiðis.. því alltaf þegar ég fór í gönguferð, eiginlega sama hversu löng hún var, þá var restin af deginum ónýtur, þannig að það var sko ekki hressandi að fara í göngutúr, ég var ónýt á eftir.. þanngi að ég vil bara getað gert það sem ég vil og farið þangað sem ég vil þegar ég vil.. og núna er ég loksins með orku til að vinna í því.. En já.. alltaf jafn mikið að gera, nóvember er að skella á, dagskráin er fyrir hann er eiginlega fulltroðin, 16 nóv verður Sunna Kristín, stóra stelpan hennar kollusinnar, 4 ára, ættarmót (sem ég er í undirbúningsnefnd fyrir) þann 18, sama dag eru fyrstu tónleikarnir mínir með kórnum mínum og æfingar fyrir þá alveg fram að þeim (sem er náttúrulega bara gaman).. jólahlaðborð þann 25.nóv með vinnunni.. Þá daga sem ekkert er að gera ætla ég að nota í að vera með þessum skemmtilegu strákum sem ég er svo heppin að eiga og stráknum sem ég er skotin í, honum Palla mínum.. og núna í hádeginu ætla ég að fara með nýja, fína bílinn minn í fyrstu smurninguna sína..

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

lasin

jæja.. þetta fer nú að verða ágætt.. ég er búin að vera lasin í tvo daga, fór í geðveikan leikfimistíma á þriðjudaginn og svo bara helltist kvefið í mig þá um kvöldið. Síðan er ég búin að liggja heima, með hita, hausverk og kvef. Ég verð nú bara að segja að mér finnst ég alveg búin að taka út minn skammt af kvefi undarnfarnar vikur.. ætli það séu ekki c.a. heilar þrjár vikur sem ég var lasin síðast.. missti af kóræfingu í gær og missi af leikfimi á eftir.. já, mér finnst hreinlega bara verið að fara illa með mig!

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Það er að koma helgi..

hæbb,föstudagur í dag, ekki getur maður kvartað yfir því.. Elli minn kom til mín í gærkvöldi, mamma og Pabbi eru akkúrat yfir atlantshafinu í þessum orðum töluðum.. það veit ég að einn Tjörvi í Belgíu er með fiðring í mallakútnum sínum núna að bíða eftir mömmu og pabba :o) og þá eigum við systurnar bara eftir að fara í heimsókn.. kannski að maður skelli sér einhverntíman, fyrr en seinna.. Annars er ég í vondum málum, haldiði ekki að skvísan sé bara með íþróttameiðsl.. er örugglega eitthvað tognuð eða teygð í mjöðminni, get varla labbað upp stiga og ég sem ætlaði í hjólapartý í dag, það var svo gegggggjað síðast.. er ekki enn búin að afskrifa þetta en útlitið er ekki bjart skal ég segja ykkur… dáldið erfitt að fara í spinning þegar maður getur ekki ýtt pedalanum niður.. (já eða tebalanum eins Birkir kallar þetta alltaf óvart..)Æfingadagur á morgun í kórnum, það verður bara gaman og svo októberfest hjá kórstýrunni um kvöldið, skemmtiatriði og alles.. svo á sunnudaginn er bara eitt ákveðið.. horfa á Barchelona – Real Madrid elda góðan mat, aldrei að vita að maður skelli bara í vöfflur eða pönnsur og hói öllum saman í sunnudagskaffi.. hef ekki alveg verið að standa mig í stykkinu sem höfuð fjölskyldunnar hér á höfuðborgarsvæðinu þannig að það er kannski bara kominn tími til að bæta úr því.. enda tilvalið fyrst feiti maðurinn er á svæðinu…æhj, hvað ég vona að þið hlakkið jafn mikið til helgarinnar og ég..

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

skiðekúlle..

jájá.. alltaf nóg að gera svossem.. Hef svosem ekkert að segja, strákarnir fara í samræmd próf á morgun og hinn.. rólegheit með það allt saman.. mamma og pabbi að fara til belgíu að heimsækja toggsterinn.. langar nú soldið með, get ekki neitað því…shit hvað það var ógó kalt í morgun, ég er nú samt heppin, get hitað upp bílinn, ég man nú þegar maður var á Nissaninum og miðstöðin virkaði bara á hraðasta og það var annað hvort ískalt eða sjóðandi heitt.. en já, kóræfing í kvöld og ég hlakka til.. og svo æfingadagur á laugardaginn og oktoberfest um kvöldið.. það verður stuð.. æhj, þetta er hundleiðinlegt blogg hjá mér.. sem er skrítið því ég er nú svo stórskemmtileg..

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

ohh, ég er svo mikið krútt…

tjá.. gaman að segja frá því.. kvefið er loks á undanhaldi, er reyndar soldið hás svona, en Hany, sem vinnur hérna við hliðina á mér, segir að það sé nú bara sexý… mér er allavega farið að líða betur, fór í pils og svona í morgun, er bara búin að vera í flíspeysu og gallabuxum í vinnunni undanfarna daga, en í morgun fór ég í stígvél, setti á mig ameríska undrapúðrið og maskara og er bara öll önnur.. merkilegt hvað lúkkið getur látið manni líða vel í geðinu.. fór líka á söngæfingu í gær þó ég gæti ekki neitt sungið, bara gaman að því og ætla í leikfimi á eftir.. finnst eins og það séu 100 dagar frá því síðast, samt fór ég síðast á laugardaginn.. tja, ég veit ekki á hvað þetta veit.. Góð helgi framundan, reyndar eru helgarnar alltaf góðar hjá mér, ætla að fara með strákunum og Hrafnhildi, Gísla Tjörva og Sunnu sætu (sem er annar af tveimur meðlimum sætafélagsins, hinn meðlimurinn er að sjálfsögðu ég..) að sjá Ronju ræningjadóttur og ég hlakka svo til.. En já.. geðið er með hressara lagi og hér er ég að forrita eins og vindurinn í dag.. yeah babe, like the wind.. úje..

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

sniff

ég er með kvef..búin að hafa það síðan á föstudag og í dag er miðvikudagur!!! missti af leikfimi í gær útafessu.. missti af kóræfingu á mánudaginn útafessu.. brjálað að gera í vinnunni og ég má ekki vera aðessu.. vesen… svo er ég líka með rautt nef .. og nú vantar bara frunsu og þá er þetta fullkomið!!!  Blogga næst þegar mér líður betur í geðinu..

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Kolla + Palli

játs, í dag er einn af uppáhalds dögunum mínum.. í dag eru heil þrettán ár síðan ég varð svo ótrúlega heppin að krækja í hann Palla minn.. ótrúlegt hvað tíminn líður, finnst eins og það gerst hafi í gær, samt man ég varla eftir mér án hans.. hann er svo langbestur í heimi að það er bara ótrúlegt og ég er svo ótrúlega skotin í honum eitthvað og það er svo gott.. Dagurinn er samt búin að vera hálf bissí, vinna, leikfimi kl hálf 6, fundur kl hálf 8, var að koma af honum og var að klára fundargerðina og senda hana frá mér og nú er ég að blogga.. rétt náði að grípa einn hamborgara sem Birkir var að elda þegar ég kom heim úr leikfimi áður en ég fór á fundinn.. þannig að það var ekki einu sinni rómantískur kvöldverður, við eigum nú eftir að bæta okkur það upp..Ég hef svossem ekkert annað að segja.. enda er þetta aðalmálið í dag..

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

mússímússí…

ohh, það er svo gaman í vinnunni.. það er gaman að forrita.. það er gaman í leikfimi, þó svo ég hafi fengið fyrsta hlaupastinginn, síðan ég var á hestbaki á Gusti í gamladaga, í gærHeiða systir mín er ótrúlega skemmtileg og góð og best.. Hrafnhildur systir mín er líka ótrúlega skemmtileg og góð og best.. hún er líka svo góð í að búa til systkinabörn handa mér.. Bræður mínir eru langmestu töffararnir í heimi og þeir eru líka bestir og sætastir.. Ég elska systkini mín út af lífinu… og ég er ótrúlega heppin að eiga þessi systkini en ekki einhver önnur sem eru kannski leiðinleg.. Mamma og Pabbi eru best!!! langbest og ég elska þau líka útaf lífinu.. Bestastur í öllum heiminum er hann Palli minn, ég er heppnust í heimi… svo er ég bara svo skotiníonum.. Strákarnir mínir tveir eru gullmolarnir mínir.. og það dýrmætasta sem ég á!!!   æhj, mér líður eitthvað svo vel í dag…   Væmið??? .. mér er skítsama, ég áeddablogg!!!

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

kílóakjaftæði..

Góð helgi að baki, byrjaði reyndar ekkert of vel, fór í leikfimi á laugardagsmorguninn og svo í vigtun og haldiði ekki að ég hafi þyngst um hálft kíló síðan síðast, reyndar var það svossem í lagi en þegar kennarinn spurði mig með ásökunarsvip hvort ég hefði verið að svindla þá leið mér eins og litlum krakka, fór alveg í mínus og sagði bara ‘nei, ég er ekkert að svindla’… sem ég hef reyndar ekki gert.. enda ekki hægt svindla í einhverju sem maður er ekki að taka þátt í! Ég fór ekki í þessa leikfimi með einhvern ægilegan kílóamissi í huga, heldur vildi ég bara sjá hvort ég gæti þetta, þ.e. mætt í leikfimi 3svar í viku og hvort ég gæti hreinlega gert það sem fer fram í tímunum. Ég er alveg að standa á mínu í þessu, hef mætt alltaf og getað það sem fer fram, ég meira að segja hugsa um mataræðið og er gjörsamlega með hitaeiningar á heilanum…  ég hef verið jafn þung núna í ein 5 ár þannig að ég er ekkert að SVINDLA!!!! díses.. gjörsamlega óþolandi hvað allir eru alltaf með kíló á heilanum, ef ég, sem hef ekki hreyft mig að ráði í lengri lengri tíma, afþví að ég hef einfaldlega ekki haft heilsu til þess, og hef verið jafnþung í 5ár – þyngist skyndilega þegar ég fer að hreyfa mig og hugsa um mataræðið, þá þarf engan stjarneðlisfræðing til að sjá það að ég er ekki að safna fitu.. eða hvað haldið þið??? díses.. og er ekki bara allt í lagi að vera með aukakíló og í góðu formi??? ég er ekki að segja að það sé allt í lagi að vera allt of feitur og geta ekki hreyfti sig.. og það er heldur ekki í lagi að vera bara smá feitur svona eins og ég og geta ekki hreyft sig.. þessvegna fór ég í leikfimi.. til að geta hreyft mig!!!!! andskotans kílóakjaftæði alltaf hreint… en já .. sorrí ætlaði ekki að missa mig svona.. áfram með helgina.. fór s.s í leikfimi, tók svo til og skrapp svo í ísabíltúr.. reyndar ekki fyrr en ég var búin að ath hvað það væru margar hitaeiningar í ís með dýfu.. ég meina, díses.. fór svo heim og eldaði lasagne, svona til að toppa „svindlið“.. Á sunnudaginn fórum við Palli og Birkir í göngutúr og löbbuðum upp á Úlfarsfell.. eins gott að ganga af sér lasanjað frá því kvöldinu áður..  og mikið djöfull er ég stolt af mér að hafa komist upp á topp!!! ég hefið ekki komist upp fyrstu brekkuna fyrir ári síðan.. Birkir minn var líka ekkert smá duglegur..labbaði alla leið upp og var ekkert þreyttur :) svo fundum við fullt af berjum og týndum ber í gulrótarpokann sem við vorum með undir nesti á niðurleiðinni… og svo um kvöldið eldaði ég grænmetissúpu… og svo heldur gellan að ég sé að svindla.. ég meinaða…

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

jæja, hvað segiði þá ???

…allt fínt að frétta af mér, ákvað að blogga smá núna þar sem ég er harðsperrulaus í dag.. fer í leikfimi á eftir og verð örugglega með harðsperrur á morgun því ekki víst að ég geti bloggað þá.. nei ég segi svona.. leikfimin er fín, ótrúlega skemmtileg reyndar og ekki spillir að hafa aðra af tveimur bestu systrum í heimi með sér í þessu.. við Heiða erum að sjálfsögðu langflottastar og bestar þarna, erum hreinlega að rústa þessu .. djók…Stórfjölskyldan frá Hraunhóli 8 í Nesjum er í sannkölluðu hátíðarskapi þessa dagana og ástæðan er einföld – Hann Þorgrímur Tjörvi bróðir minn náði enskuprófinu sínu úti í Belgíu með stórglæsilegri einkun (hvernig var þetta nú aftur, einkun, vorkun, forkun og miskun = 1 enn.. eða voru það 2.. æ, ég man það ekki) og ekki síðri einkun í stærðfræðiprófinu sem hann tók og er honum því ekkert að vanbúnaði og getur hafið nám við skólann sem hann ætlar að fara í .. ég reyndar man ekki hvaða skóli það er frekar en annað sem ég á að muna, en allavega… drengurinn er algjör snillingur og ég er svo montin af honum að ég gæti grátið.. og gerði það svossem í gær.. Elsku, elsku, elsku Toggi minn, –  Innilega til hamingju með þetta allt saman, vildi óska að ég væri hjá þér til þess að fagna með þér,  ég verð bara að senda þér tölvuknús í staðin og svo fögnum við þegar þú kemur heim næst, svei mér ef við hottsjottum ekki bara.. (ég má segja þetta hér því þetta er ekki matarboð, er það ekki Pétur??, Pétur ætlar nefnilega ekki að sitja í einu matarboði enn og tala um að hottsjotta og svo hottsjottum við aldrei..  en já já, kannski of lókal þessi… )Ég er alveg að missa mig hérna… Sálin og Gospel voru æði, Nick Cave var – ja, ég er eiginlega ekki enn farin að geta tjáð mig um þessa tónleika.. fjúhh maður – held ég hafi ekki upplifað annað eins.. Geggjað gaman í kórnum og mér tókst að bakka á vegg eða kant á nýja fína bílnum mínum og rispa stuðarann, þegar ég fór heim af æfingu á miðvikudaginn síðasta, ég kýs að kalla þetta atvik ‘að gera bílinn að mínum’, en rispan er samt ekki alveg nógu flott sko, er einhvernvegin hvítgul og svo eru svona ‘höggið uppúr’ stuðaranum.. en ef þetta er ekki ég í hnotskurn þá veit ég ekki hvað..Annars er ég hress bara.. en þið?

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

áts..

… ég er með harðsperrur.. allstaðar..

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

allt að gerast bara…

eins og margir vita sem þekkja mig þá hefur mig langaði í kór núna í .. jahh síðan ég hætti í mínum ástkæra Kvennakór Hornafjarðar þegar við fluttum í hovedsteden síðsumars árið 2000. Ég ákvað að vera ekkert að sperrast við að vera í kór á meðan ég var í skólanum, þekki sjálfa mig það vel að ég veit að ég hefði verið komin í kolaportið að selja harðfisk í fjáröflun á nótæm, hafandi ekki kannski alveg tíma til þess eins og álagið var nú í þessum blessaða skóla.. þannig að.. ég ákvað að taka mér smá kórapásu. Pásunni lauk í gærkvöldi þegar ég fór í raddpróf hjá Kvennakór Reykjavíkur. Hófí, kunningjakona mín úr HR, var svo elskuleg að láta mig vita að þær væru að leita að nýjum félögum, sagði mér hvert ég ætti að hringja og svona.. ég semsagt hringdi og var boðuð í raddpróf sem ég fór í, í gær.. sjitt maður hvað ég var stressuð, þurr í munninum og allt.. en mér tókst samt að syngja fyrir hana Sigrúnu stjórnanda.. fór greinilega létt með það því hún bauð mér í kórinn sem ég þáði með þökkum og er það hamingjusöm kórkona sem pikkar þetta inn í dag.. fór alveg um mig sæluhrollur þegar við vorum að hita upp.. fann það svo greinilega í gær hvað mér hefur vantað þetta..   Vikan er annars búin að vera kreisí og verður það áfram, í gær var þetta kóravesen allt sem tók undir sig daginn, fyrst með stressi og spennu og svo með æfingu.. í dag þarf ég að vinna til 5, leikfimi milli hálf 6 og 7 og svo fundur hjá stjórn foreldrafélags Langholtsskóla – mér tókst á einhvern undraverðan hátt að lenda í henni.. svo er það náttúrulega Magni og að kjósa hann í kvöld.. á morgun er svo kóræfing milli 8 og 10 og svo Magni aftur, fimmtudagurinn byrjar á fundi hjá bekknum hans Eiðs og svo leikfimi milli hálf 6 og 7, föstudagurinn byrjar á fundi hjá bekknum hans Birkis og svo erum við Pallimagg að fara á Sálina og Gospelkórinn í höllinni um kvöldið, kannski við fáum okkur eitthvað gott i gogginn áður.. laugardagurinn byrjar svo á leikfimi kl 9 og ef tíminn verður eins síðast þá fer restin af laugardeginum í að liggja einhversstaðar eða sitja og geta ekki hreyft sig og svo á laugardagskvöldið.. NICK CAVE.. Með þessu öllu saman er svo náttúrulega vinnan alla daga og heimilishald.. það reyndar verður örugglega eitthvað lítið um heimilishald.., svo þarf ég náttúrulega að vera góð við nýja fína bílinn minn, bóna hann og svona.., það var nú einhver skítafugl búinn að kúka á hann þegar ég kom út í hádeginu..   fjúhh… en mikið djö er ég glöð að vera komin í þennan kór maður, ha!!!

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Nýji mega gebba flotti bíllinn minn

ómg, hvað hann er ótrúlega ólýsanlega æðislegur.. Palli keypti hann handa mér í gær :o)Hann er notaður en samt alveg nýr, 2006 árg og keyrður 5000 km.. og hann er æði.. Tók þessa mynd í gærkvöldi þegar við komum heim, ætlaði að taka aðra betri í dag til að setja á bloggið en þá er bara rigning og rok og þá nennti ég ekki að taka mynd, tek bara aðra þegar það er sól – þá sést nebbla hvað hann glansar ótrúlega..  ohh hann fer mér líka ótrúlega vel.. verst að hann þurfti að vera úti á bílastæði í nótt í rigningunni og svo þegar ég kom í vinnuna í morgun þá var ég korter að finna stæði svo að það færi nú öugglega ekkert ógeð úr slippnum á fína bílinn minn… og nú er verið að háþrýstiþvo einhvern dall úr eyjum hérna fyrir utan og ég get ekki unnið af því að ég get ekki hætt að hugsa um hvort ég hafi örugglega ekki lagt bílunm nógu langt frá.. þyrfti eiginlega bara að fá frí í dag til að keyra bílinn minn.. og svo kemur Eiður heim á eftir og ég get ekki beðið eftir að bjóða honum í bíltúr og gefa honum ís…

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

loksins blogg..

„Son,“ she said, „have I got a little story for you…“játs, ég er nú hrædd um það.. haldiði að hún Heiða mín hafi ekki dregið mig með sér á 8 vikna átaksnámskeið í Hreyfingu.. éggetsvosvariða.. fórum á næringafræðifund,  hjá einhverjum voða merkilegum næringafræðingi sem ég man ekki hvað heitir, í gærkvöldi.. þar var okkur sagt hvað má borða mikið af og hvað má borða lítið af.. það á t.d. að borða lítið af rækjusallati, túnfiskssallati og roastbeaf.. sem er gott því ég borða ekkert af því.. maður á að nota litla sósu og þeir sem þekkja mig vita að ég vil alltaf litla sósu og skafa svo yfirleitt alla sósuna af.. eina sem ég sé að gæti orðið smá svona, ég segi ekki erfitt en smá svona, er það að það eru sko 225 hitaeiningar í einum stórum bjór.. og mér finnst bjór, tja, góður.. svo eru t.d. 11hundruð hitaeiningar í 200gr af nóakroppi.. þannig að ef ég ætla að borða einn nóakropp poka þá get ég sleppt því og drukkið 4 stóra bjóra.. :) ég borða hvort sem er aldrei 200gr af nóakroppi.. svo keypti ég einhverja bók og í henni eru listar yfir hitaeiningar í hinu og þessu og svo ef við höldum áfram með áfengið, þá er hollast, ja, eða maður getur drukkið mest af því og þannig kannski ekki endilega hollast, en þið skiljið.. að drekka koníak! aðeins 45 hitaeiningar í einum tvöföldum…!!!! þannig til þess að fá jafn margar hitaeiningar úr koníaki og einum stórum bjór þá þarf ég að drekka hvorki meira né minna en…uu við skulum sjá…5 tvöfalda koníak!!!.. þetta er aldeilis fróðlegt!!!Svo þarf ég að halda matardagbók.. það verður nú líka ansi fróðlegt.. já og svo náttúrulega þarf ég að mæta í leikfimi þrisvar í viku og fyrsti tíminn er í kvöld eða á eftir kl hálf 6… það verður þokkalega fróðlegt líka…  Annars er allt fínt að frétta af okkur, Eiður Tjörvi er á Reykjum með bekknum sínum, fór í gær og ég hef ekkert heyrt í honum. Hann mátti ekki taka með sér símann sinn en það er tíkallasími á staðnum þannig að ég sendi hann með fullan poka af tíköllum… sakna hans alveg ógurlega og finnst alveg agalegt að geta ekki hringt í hann… ég fékk alveg svona kippi í andlitið þegar ég var að kveðja hann í gær… en hann skemmtir sér örugglega vel.. ég veit ég er bara móðursjúk..   játs.. það er sko hellingur af fréttum.. ég var næstum búin að gleyma.. svo erum við sko að fara á Ísland – danmörk á morgun… sjitt hvað ég er búin að finna mér nýtt skemmtilegt að gera.. fara á fótboltaleiki.. það er MEGA GEBBA…   svo er líka eitt annað.. segi frá því þegar ég veit hvort það tekst eða ekki.. nei hey, tvent annað.. so stay tuned   kvKolla sem er alveg gjörsamlega búin að missaða held ég..

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Hún Ásdís mín…

… á afmæli í dag, orðin hvorki meira né minna en fertug, þó að hún beri það nú ekki beint með sér þessi elska.. Ásdís er ein frábærasta manneskja sem ég þekki og þrátt fyrir að hafa bara þekkt hana í rúmlega eitt ár (og hafi kannski ekki búist við því þegar ég sá hana fyrst hehe) þá er hún einn af mínum bestu vinum og mér þykir alveg óskaplega vænt um hana. Hún er núna stödd í Bandaríkjunum að mennta sig og njóta lífsins og ég sakna hennar alveg óskaplega.. enda er ég farin að safna í ferðasjóð svo ég geti farið að heimsækja hana fyrr en seinna. Hér erum við vinkonurnar, langflottastar, á árshátíð þann 1. apríl sl. Til hamingju með daginn dúllan mín, við Palli (okkar) sendum þér risarisaknús og fullt af kossum í tilefni dagsins…

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

hún er að blogga.. ég sverða..

hæbber í sumarfríi.. búin að fara á Hornafjörð þar sem dekrað var við okkur strákana í mat og drykk.. áttum alveg frábæra daga þar í algjörri afslöppun.. það er hreinlega ekkert sem toppar það að sitja á pallinum í sólinni í nesjunum.. og geta fengið pabbaknús þegar maður vill.. Svo skelltum við Birkir okkur á Sauðárkrók á fótboltamót á föstudaginn. Ég tók að mér að vera fararstjóri og sá því um að ‘passa’ 10 fótboltastráka.. ótrúlega skemmtilegt en drulluerfitt og það var ansi þreytt kona sem keyrði í bæinn á sunnudagskvöld. Liðið hans Birkis stóð sig frábærlega, unnu 3 leiki og töpuðu 3mur, urðu í 6 sæti og Birkir skoraði 2 mörk.. langflottastur auðvitað, þarf nú varla að taka það fram.. Á meðan við Birkir vorum á Króknum þá var Eiður að keppa í fótbolta á Selfossi.. liðið hans gerði sér lítið fyrir og vann sinn riðil, fengu 13 stig af 15 og markatöluna 15-5. Eiður skoraði 5 mörk held ég og þeir fengu bikar og allt.. allt um þetta er hægt að lesa HÉR!jimmmminn hvað ég er ótrúlega montin af strákunum mínum.. Svo í gær fórum við Birkir í bæinn með Hrafnhildi, Sunnu Kristínu og Unnari Tjörva.. já og svo fórum við fjölskyldan á ísland – spánn og talandi um að vera montinn.. sjitt hvað ég var stolt af honum Ármanni Smára þegar hann hljóp inná völlinn í fyrsta skipti fyrir íslands hönd.. og í dag.. þá tókum við herbergið hans Eiðs í gegn, settum inn skrifborð, keyptum lampa og allskonar.. svo á að byrja á herberginu hans Birkis á morgun.. það er eitthvað sem segir mér að það taki eitthvað aðeins meira en morgundaginn.. og svo um helgina ætla ég að skella mér á klaustur, ásamt Ester, í brúðkaupið hjá Dísu og Daða.. og ég hlakka ekkert smá til :) Og ekki nóg með það að ég sé búin að blogga, heldur eru myndir á leiðinni inn líka.. ég legg nú ekki meira á ykkur..

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

þaldég…

Er einhvernvegin ekki búin að vera í neinu svaka bloggfíling undanfarið, finnst bara skemmtilegra að dúndra myndum á síðuna, enda eru þetta svo stórglæsilegir strákar sem ég á að það er annað eins fyrirfinnst ekki.. Mál málanna er auðvitað það að Ítalía eru heimsmeistarar.. ég efaðist ekki eitt augnablik að þeir myndu hafa þetta.. Verð samt að segja að ég er hálf miður mín yfir skallanum hjá Zidane, hreinlega alveg ferlegt að maðurinn skuli enda ferilinn á þennan hátt og í raun sama hvað Materazzi sagði við hann, maður eins og Zidane, hokinn af reynslu að spila sinn síðasta fótboltaleik sem atvinnumaður, á hreinlega að geta litið fram hjá svona. Ekki að það afsaki neitt það sem Materazzi sagði eða gerði. Hann er náttúrulega fífl og ekkert íþróttamannslegt við það sem hann gerði…En nóg um það…Það er eitthvað svo skrítið hvernig stundum getur maður siglt lífsins ólgu sjó og það er engin ólga, ekkert gerist einhvernvegin, en núna, bara síðastliðna 10 daga hafa þrír einstaklingar sem tengjast mér átt alveg rosalega bágt og eiga enn. Maður verður eitthvað svo .. hjálparlaus.. held ég, maður getur einhvernvegin ekki gert neitt til að laga ástandið, maður er einhvernvegin bara áhorfandi.. helst vil ég bara arka af stað og redda málunum.. get samt ekkert gert nema að dreyfa knúsi á línuna.. Eiður fór til tannlæknisins í gær og tannlæknirinn reif úr honum tvo fullorðinsjaxla. Allt liður í undirbúningi fyrir spangirnar sem hann fær 26.júlí. Eiður var reyndar alveg sannfærður um að tannsa hefði tekið vitlausa tönn en ég er búin að hringja og tékka á þessu og þetta var rétt tönn, sem betur fer. Eiði var mjög svo létt þegar ég sagði honum það.. Að lokum kemur ein mynd af okkur systrum.. þær eru báðar á Hornafirði en ég er ein í Reykjavík.. sakna þeirra alveg óskaplega mikið eitthvað núna.. þær eru sko langbestu systur í öllum heiminum, svo eru þær líka svo gullfallegar..     Annars er ég bara í vinnunni…

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Jæja, þá er það næsta fótboltamót – Pollamót hjá Birki. Ég þarf varla að taka það fram en það er rigning og rok… strákarnir hafa samt staðið sig frábærlega, unnu KR 2-0 og FH 3-0.. tveir leikir eftir við Hauka og Breiðablik.. so stay tuned.. LIFI ÞRÓTTUR!!!

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Þreytt mæðgin á leið í háttinn. Tveir leikir á morgun og svo verður brunað i bæinn…LIFI ÞRÓTTUR!!!

Og að sjálfsögðu rústuðum við KR 2 – 0. Að sjálfsögðu :o)LIFI ÞRÓTTUR!!

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Kláruðum gærdaginn með 3-1 sigri á Stjörnunni. Held, svei mér þá, að Eiður sé næsti Canavaro, slík eru tilþrifin.En nú erum við birkir ad hita upp fyrir næsta leik og syngjum því Angel m Robbie w hástöfum.Kv frá akLIFI ÞRÓTTUR

Kolla og Eiður á vellinum i 8 stiga kulda og norðan garra. Úrslit dagsins – einn sigur og tvö töpLIFI ÞRÓTTUR!

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Jæja, lögð af stað til akureyrar, rigning, þoka og fleira sniðugt… ÁFRAM ÍTALÍA LIFI ÞRÓTTUR!

Mætt á eyrina og gaurinn kominn i gallannLIFI ÞRÓTTUR!

Sigur í fyrsta leik gegn stjörnunni 1-0LIFI ÞRÓTTUR

Kolla og Birkir úti að borða á Greifanum

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Er ad fara til akureyrar um helgina á fótboltamót og við birkir verðum ein i tjaldi… Og hvernig er veðurspáin.. jú, auðvitað rigning og meiri rigning.. en ekki hvað.. ???

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

sumar og sól..

já, margt og mikið gerst síðan síðast, Amma Rúna (amma hans Palla) dó á fimmtudaginn síðasta og verður hún jörðuð á núna á fimmtudaginn. Hún var búin að vera ansi mikið veik og því gott að hún fékk hvíldina.Eiður er á leiðinni heim frá Hornafirði, hann var svo heppinn að geta fengið far með Togga, sem er að fara að sækja Chloé út á flugvöll.Birkir er enn í sumarbúðunum, hef ekki heyrt neitt í honum! finnst mjög skrítið að hafa barnið einhversstaðar og geta ekki einu sinni heyrt í honunm. Held að það hafi aldrei liðið svona margir dagar frá því að hann fæddist.. úff hvað það verður gott að fá gormana heim. Við Palli erum nú svossem búin að hafa það mjög gott á meðan, fórum meiraðsegja í bíó í gærkvöldi.. örugglega mörg ár síðan við fórum síðast í bíó, bara tvö og UM KVÖLD…Ítalía komnir í 8 liða úrslit.. og þeigiði, þið sem eruð núna að röfla um þessa vítaspyrnu.. ef þeir hefðu ekki fengið hana þá hefðu þeir bara klárað þetta í framlengingu.. alveg klárlega betra liðið á vellinum.. og hvað var eiginlega málið með þetta rauða spjald… ????Það sem er næst á döfinni hjá hinni síuppteknu fljölskyldu á Kleppsveginum er það að sækja litla gullmolann í sumarbúðirnar svo hann geti verið við jarðarför langömmu, hafa það gott með strákunum um helgina og skella sér svo á Essó mót á Akureyri í næstu viku.. jejj alltaf stuð hjá okkur.. Venlig hilsen og ÁFRAM ÍTALÍA…

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

FJÚHH…

jæja ég fæ nú örugglega ekki bloggverðlaunin í júní, held að það sé nokkuð ljóst.. Við erum komin úr bústaðnum, það var alveg ótrúlega notarlegt þar, þrátt fyrir endalausa rigningu en við kunnum svossem alveg að meta hana því þá gátum við bara legið undir teppi, með kveikt á kertum og horft á fótbolta.. svo er nú líka notó að sitja í heitum potti í grenjandi rigningu.. held að allir séu bara ánægðir með ferðina.. fjúhh var meira að segja næstum því búin að kaupa mér nýjan bíl, sem betur fer var klukkan orðin 5 þegar við fórum ‘óvart’ í Toyota umboðið á Selfossi.. en ómægad hvað nýr Avensis er flottur… og ég fæ mér svoleiðis bráðum!!Mjög mikilvægur fótboltaleikur á morgun klukkan 2: ÍTALÍA – tékkland .. vona að mínir menn vinni.. ég held með Ítalíu.. þeir eru bestir!!! og ég vona að Brasilía verði ekki meistarar!! held með öllum á móti brasilíu, meira að segja Þýskalandi.. já, Heiða.. með Þýskalandi.. ég bara þoli Brassana ekki .. og ekki heldur Frakkana.. nenni ekki að vera með neinar útskýringar á þessu, en ef þið viljið fá skýringar þá er ykkur velkomið að hringja í mig.. ég er í símaskránni… Birkir er að fara í sumarbúðir á föstudaginn og verður í heila viku! og Eiður ætlar að skreppa á Hornafjörð á meðan þannig að við Palli verðum ein heima í viku… :o) En ég skal nú segja ykkur það gott fólk, að það er sól úti núna.. legg nú ekki meira á ykkur í bili.. Áfram ÍTALÍA..

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

ahhhh….

er í bústað, sól úti, vatn í pottinum, hvítvín í glasinu, kjötið á grillinu, Brasilía/Króatía í kassanum, feðgarnir í fótbolta, Ítalía vann 2 – 0 í fyrsta leik og spiluðu vel… lífið er ljúft..

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

égummigfrámértilmín..

30. maí 2006 22:48

jæja.. hætt að vinna í dag.. það sem þetta er að verða flott hjá okkur.. verst að þetta er vefur fyrir norska internetþjónustu annars myndi ég linka á hana hér.. ég er orðin alveg drullugóð í norskunni.. hef samt akkúrat ekkert að segja.. get ekki beðið eftir að komast í bústaðinn þann 9.jún.. HM, bjór og pottur.. hmm.. minnir mig á eitthvað.. uuu.. hér er gömul bloggfærsla frá því 9.júní 2004 eða fyrir 2 árum þegar EM var.. skemmtileg tilviljun..  þá var ég akkúrat á leiðinni í sama bústaðinn..  „..Svo er það bara bústaður ekkjámorgunnheldurhinn.. og fyrst ég er EKKI að fara að útskrifast þá er ekkiútskriftarveisla um helgina.. (helvanskstærðfrlegreiknirit)..og ég ætla að hafa það æði og vona að sem flestir úr fjölskyldunni láti sjá sig.. annars verður dagskráin í bústaðnum á þennan hátt sirka:9.00-10.00: Vakna, klæða, bursta og borða10.00-15.30: Göngutúr, bíltúr, sólbað, frissbí, vottever júneimitt.. semsagt fjör15.30-16.00: Undirbúniningur fyrir EM fótboltaleik ( þ.e. draga fyrir glugga, ná í bjór osfrv )16.00-16.45: Horfa á fótbolta, fyrri hálfleikur16.45-17.00: Hálfleikur, græja matinn á grillið17.00-18.00: Horfa á fótbolta, seinni hálfleikur18.00-20.00: Grilla, borða og undirbúa fyrir næsta leik20.00-20.45: Horfa á fótbolta, fyrri hálfleikur20.45-21.00: Hálfleikur, græja pottinn21.00-22.00: Horfa á fótbolta, seinni hálfleikur22.00-???: fara í pottinn, drekka pottasafa, RÖKRÆÐA fótboltaleikina….?????-9.00: sama dagskrá og fyrir daginn á undan…ÞETTA VERÐUR BARA FRÁBÆRT :)…“já það var frábært þá.. og verður sko ekki síðra núna.. veit reyndar ekkert klukkan hvað leikirnir verða en það verður horft á fótbolta.. það er nokkuð ljóst.. annarség var að hugsa, bloggið mitt er orðið alveg rosalega sjálfhverft.. bara um mig og svo myndir af mér í hverri færslu, þannig að ég breyti ekki út af vananum í þetta skiptið.. hér er ég .. að blogga .. jahháts.. gaman að segja frá því…

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

nohhhhh…

NAUTSS….Þabbarasona.. maður bregður sér frá og þá bara verður allt vitlaust.. þeir eru greinilega búnir að laga mblogið hjá sér 123-strákarnir..Sendi þessar myndir inn fyrir örugglega viku eða eitthvað þegar þeir sögðust vera búnir að græja mblog.. og þá virkaði ekki neitt.. en það er greinilega farið að virka.. og ég með frunsu á myndinni og allt.. ég er löngu mætt í vinnuna, er búin að vera hérna langt fram á kvöld alla vikuna.. og verð örugglega í kvöld.. og nú hugsið þið.. já, en, jáen..  júróvisjón???.. og ég bara.. já, ég veit… !!! ómg.. !!! .. en hey.. ætla að prófa að senda aðra mynd í dag.. so stay tuned..

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

allt að verða vitlaust bara..

Má ekki vera að því að blogga, allt við það sama bara, ekkert að frétta, útskriftarveislujúróvisionpartý fyrir austan á laugardaginn, ætli ég bruni ekki á laugardagsmorguninn, skil í vinnunni á föstudag, þangað til verður unnið 24/7..  Blogga næst þegar tími gefst.. until then.. segið mér nú brandara..

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Afmæli og fl

thjá.. verð eiginlega að blogga núna til þess að benda ykkur á að lesa bloggið hennar Svanfríðar, færsla gærdagsins hjá henni er alveg einstaklega áhugaverð.. góður penni hún Svanfríður.. Er í vinnunni að sjálfsögðu, er orðin eitthvað svo leið á tónlistinni sem ég er með hérna að ég kíkti á libraryið hans Borgars, hann er með einhver 30 gíg af tónlist.. og libraryið er sherað þannig að ég get hlustað… Fór á fótboltafund í gær… það er skemmtilegt að vera fótboltamamma.. Eiður er að hressast, var með 7 kommur í gærkvöldi..Palli og Birkir grilluðu hammara í rigningunni í gær sem segir okkur það að eldavélin er ennþá í ‘stuði’.. föttuðuði þennan.. hehe..  EN!! mál málanna í dag er að sjálfsögðu það að annar af tveimur yndislegustu, fallegustu, skemmtilegustu, bestu, fyndnustu, bestuviðkollusína bræðrum í víðri veröld á afmæli í dag.. Já ég er að tala um hann Togga minn, hann er 22 ára í dag. Til hamingju með afmælið elsku krúttið mitt og ég sendi þér marga kossa og risa knús og njóttu dagsins.. ég er að spá í að halda upp á daginn með því að hlusta á öll lög í sem byrja á T í libraryinu hans Borgars.. og þau eru mörg..     Afmælisbarn dagsins, lovjú sæti..

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

svona er nú það..

jájá.. Stína bara farin að (hv)kvarta… málið er bara svona: búin að vera með ógeðskvef sem ég fékk eftir að hafa farið í 5 ára afmæli Fréttablaðsins og drukkið hvítvín með Ásdísi, kvefið er ekki enn farið en er samt á undanhaldi vonandi.. Eiður er með influensu, 40 stiga hita og hálsbólgu, held að hann hafi aldrei verið svona lasinn á æfinni.. deadline 19 maí á verkefninu í vinnunni og heill helvítis hellingur eftir að gera sem þýðir að það verður unnið tvenntíforseven þartil 20.maíog þá, 20 maí verðum að vera á Hornafirði því að minn elskulegi stóribróðir er að fara að útskrifast og ég skal hundur heita ef ég missi af því!!!Eiður er að fara á fullt í tannréttingarnar aftur.. áætlaður kostnaður er 600þúsundkall. Að sjálfsögðu hristi ég það bara fram úr erminni eins og ekkert sé.. ég þarf að fara með bílinn minn í ástandsskoðun, þar þarf að skipta um bremsueitthvað og annað framljósið, svo þarf að skipta um framrúðu og setja hann á sumardekkin og svo þegar þetta er allt búið þá þarf að fara með hann í skoðun.. áætlaður kostnaður er 120þúsundkall.. og ef þetta er ekki nóg, þá er nýja eldavélin mín alltaf að slá út rafmagninu, það þýðir að ég þarf að fá rafvirkja til að kíkja á þetta allt saman, ætli hann vilji þá ekki endilega draga nýtt rafmagn í alla íbúðina, enda svossem ekki vanþörf á því.. áætlaður kostnaður við það.. jahh hef ekki hugmynd en hef heyrt að bara ný rafmagnstafla kosti amk 50þúsund kall.. Þannig að.. finnst ykkur skrítið þó að ég hafi ekki tíma eða geð til að blogga.. ???? og það skal tekið fram að þetta var ekki kvart! þetta voru útskýringar!!!

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

komin heim

jæjaÉg er búin að fara austur og það er nú meira hvað það er gott að skella sér í sveitina. Maður gjörsamlega endurnærist á sál og líkama, Mamma, Pabbi, Toggi og Elli stjönuðu við okkur og spöruðu ekki knúsið við hana Kollu sína.. Palli sló svo í gegn þegar hann birtist á föstudagskvöldið alveg óvænt.. hann er náttúrulega langflottastur þessi maður.. ha.. Ég heimsótti hana Hönnu mína, kjaftaði heillengi, samt vorum við ekki búnar þegar ég fór..  svo fór ég auðvitað til Dísu og Daða og skoðaði hana Hönnu Siggu og ómg hvað þetta er falleg stelpa. Hún bara brosti og hló til skiptist.. ég fæ kannski að hitta hana fljótt aftur ef Dísa kemur i bæinn á meðan Daði er á hörpunámskeiði.. ég vona það.. og talandi um það að vera ekki búin að tala, þá vorum við Dísa sko langtfráþví búnar.. ok, ég hélt ég myndi nú aldrei segja þetta en ég sakna smá tímans hjá Skeljungi.. eða nei.. eða ég sakna þess að vera með stelpunum daginn út og inn, Mikið væri gaman að hittast einhverntíman í góðu spjalli yfir góðum „kaffibolla“ (lesist: bjór).. hvernig væri það stelpur, ha????Svo mætti ég í vinnuna á mánudaginn, Ásdís var komin frá USA, með þessar líka dýrindissnyrtivörur þannig að núna er ég falleg sem aldrei fyrr, eitthvað massa púður sem gerir mig alveg undurfallega, ekki það að það sé eitthvað þörf á því, ég er nú ekki kollasæta fyrir ekki neitt :).. en allavega, fínt að koma aftur í vinnuna, skemmtilegt verkefni í gangi og svona.. og skemmtilegt fólk.. Ég er semsagt bara hress, sólin skín og vorið vonandi bara komið.. allavega kominn vorfiðringur í mig, kannski maður geri bara eins og Ronja og dúndri fram eins og einu góðu vorópi.. aldrei að vita.. ætli hamingjuklumpurinn geti orðið svo stór að hann sprengi mann?

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Geggjaðir páskar..

fjúhh… þetta voru sko skemmtilegir páskar…er búin að hafa það alveg hreint ótrúlega næs.. skírdagur og föstudagurinn langi fóru bara í leti og huggulegheit, bauð tengdaforeldurm mínum í mat og afslappelsið var algjört, svo á laugardaginn fórum við strákarnir á Kalla á Þakinu, Birkir var alveg hreint sérlega ánægður með þetta og ég hef sjaldan séð strákinn minn skemmta sér svona vel, svo fórum við á Meistaravellina í kaffisopa og Sunnuknús, ég var komin með Sunnusýki á háu stigi.. Svo var Páskadagur, hann hófst með páskaeggjaleit, gekk dálítið illa hjá yngri syninum en sá eldri fann þetta fljótt og vel. Svo hófst bara afmælisundirbúningur, Taco fiesta að hætti Toggster, Öll mín stórfjölskylda mætti til mín, við gæddum okkur á stórgóðum mat, góðu rauðvíni og kaffi og spjölluðum svo fram eftir öllu, ótrúlega gaman, systur mínar og þeirra fylgifiskar gáfu mér dekur í Baðhúsinu og mamma, pabbi og bræður mínir gáfu mér ótrúlega flott hálsmen og eyrnalokka í stíl og ég er sko mesta pæjan með það… Svo á annan í páskum var sjálfur afmælisdagurinn, ég orðin þrjátíogfimm.. og þá kom allt liðið aftur til mín og í þetta skiptið var boðið upp á súkkulaðiköku og ekki var hún síðri.. mmm… Mamma, Pabbi, Þorgrímur og Elías fóru svo heim í dag, Ég, Palli og strákarnir vorum að enda við að gúffa í okkur grilluðu lambalæri með tileyrandi.. þannig að það má segja að að þetta hafi verið stór þriggja daga afmælisveisla.. þetta voru æðislegir dagar og ég er alltaf að komast betur og betur að því hvað ég á ótrúlega frábæra fjölskyldu.. Svo á morgun ætlum við strákarnir að bruna í Nesin, fylla lungun af Nesjalofti og hafa það huggulegt. Ég ætla að borða góðan mat, drekka kaffi með Mömmu og horfa á hana prjóna, heimsækja Dísu og skoða Hönnu Siggu, fara í göngutúr og ég veit ekki hvað og hvað.. það verður bara æðislegt!!! Það er ekki oft sem við systkinin hittumst öll saman en þegar það gerist er reynt að taka af okkur systkinamynd. Þessi var tekin í gær og eins og sjá má mætti halda að sú elsta í hópnum hafi orðið 5 ára í gær en ekki 35.. held að þessi hafi verið sú skársta sem var tekin á mína vél.. Fleiri eru í myndaalbúminu…

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Í dag er merkisdagur

Í dag 12.apríl 2006 hefði hún Kristín amma mín orðið 99 ára. Hún var ein besta manneskja sem ég hef kynnst og það líður ekki sá dagur án þess að ég hugsi til hennar og afa. Ég veit að það er algjör eigingirni í mér en ég vildi óska að hún væri enn hjá mér og ég gæti knúsað hana og sagt henni hvað ég elska hana mikið.

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

jamms..

hæbb.. jæja, ég var orðin svo leið á að bíða eftir að þeir hjá 123.is settu upp mblogið sem þeir lofuðu mér í ágúst og eru ekki enn búnir að græja, þannig að ég setti inn link á myndabloggið mitt, er reyndar ekki búin að vera dugleg að senda inn myndir þangað, var alltaf að bíða eftir 123-mblogi.. en með hækkandi sól og komandi páskafríi þá verð ég örugglega duglegri.. Annars er fínt að frétta, búin að vera lasin samt, með einhverja skrítna veiki.. en er samt að hressast held ég.. Alveg að koma páskafrí.. páskaegg, afmæli, veisla og afslöppunarferð í Nesin.. ohhh ómg, hvað ég hlakka til að komast heim!!!

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

helgin..

4. apríl 2006 21:03

jæja.. ég er á lífi.. (var samt ekki alveg viss á sunnudaginn heheheh…)Semsagt kreisihelgin er búin.. Músiktilraunir voru æði.. Antik var að sjálfsögðu langflottastir þó svo að dómnefndinni fyndist það ekki endilega en þeir stóðu sig frábærlega og ég er endalaust stolt af þeim.. svo á laugardaginn var árshátíðin og ómægad hvað það var ótrúlega gaman, við snillingarnir vorum búin að búa til leik í anda Amaizing race, allir fengu poka með allskonar nauðsynlegu dóti, eins og plástri og fótakremi, málbandi, nöglum, snýtutissjúi og svona allskonar dóti.. svo var öllum skipt í lið og fengu vísbendingar, áttu að leysa þrautir, finna staði sem innihélt vísbendingar og bara allskonar.. endapunkturinn var keiluhöllin og liðið sem skilaði sér þangað fyrst vann keppnina.. þegar allir voru komnir í mark var skálað í viskíi, svo fóru allir inn, fengu sér hressingu í formi bjórs og nachos og svo var farið í keilu.. svo fóru allir heim i „gleðileppana“ og skelltu sér svo í dinner. Við leigðum skemmtihúsið, keyptum mat frá Yndisauka og vín úr ÁTVR.. svo var borðað, heimatilbúin skemmtiatriði sýnd og leikin og endalaust hlegið.. já og drukkið..  svo þegar allir voru farnir þá tókum við Palli og Ásdís okkur til og skúruðum út.. Við Ásdís værum sjálfsagt enn að ef Palli hefði ekki hjálpað okkur.. svo var bara farið heim í háttinn.. En mikið rosalega var gaman.. og mikið er ég heppin að vinna með svona skemmtilegu fólki.. Á sunnudaginn var ég næstum dáin en tókst samt að skrönglast til Hrafnhildar og co.. hitti þar Toggsterinn minn sem var loksins kominn frá Belgíu og svo Heiðu og Pétur.. svo fékk Birkir sína hefðbundu sólarhrinspest, þannig að við vorum heima í gær, svo fór ég í vinnuna í dag og það var gaman.. mér finnst gaman í vinnunni minni.. En vitiði hvað.. hann Palli minn er náttúrulega lang flottastur og bestur, haldiði ekki að hann hafi fært mér myndavél á föstudaginn þannig að ég gat tekið myndir á músiktilraununum og á árshátíðinni.. reyndar gleymdi ég henni í amaizing race leikinum en ég tók fullt af myndum í dinnernum. Það albúm er læst, lykilorðið er nafnið á gömlu hryssunni minni.. þeir sem ekki vita það geta sent mér tölvupóst á kollatjorva(at)gmail.com

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

næstu dagar…

jæja.. þá fer þetta allt saman að bresta á, dagskrá næstu daga er eftirfarandi.. í dag, fimmtudag, vinna og svo í framhaldi af því, árshátíðarundirbúningur.. svo tekur við verslunarferð í Kringluna, þar sem á að versla árshátíðargallann, ætlunin er að kára það á klukkara svo ég geti horft smá á Nip/Tuck í kvöld og klárað smá árshátíðarundirbúning.. Föstudagur: vinna til 12:00, árshátíðarundirbúningur til 16:00 og þá tekur við kveðjuhóf þar sem á að kveðja tvær yndislegar konur sem eru að hætta hérna í vinnunni, kl 17:50 vera mætt fyrir utan loftkastalann til þess að fá örugglega miða á úrslitakvöld Músiktilrauna.. sækja svo strákana.. mæta svo í Loftkastalann fyrir 19:00 þar sem Antik á að stíga á svið 20:40.. úrslit verða kynnt um miðnættið.. svo heim í háttinnLaugardagur: Árshátíðarundirbúningur hefst um 10:00 og stendur til 12:00 og svo hefst árshátíðin kl 12:30 stundvíslega.. og stendur fram eftir degi og kvöldi. Sunnudagur: morgun: taka til eftir árshátið og svo eftir það er EKKERT PLANAÐ OG STENDUR EKKI TIL AÐ PLANA NEITT!!! semsagt rólegheit.. ohh, hvað ég hlakka til!  Annars er ég hress bara…

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Hamingjuklumpurinn…

jámm, keypti nýjar sængur í gær handa mér og Palla mínum, gamla sængin mín var farin að leka svo hressilega að ég var farin að vakna með fiður út um allan kropp, í hárinu og allsstaðar, allveg eins og ég hefði verið að gera eitthvað slæmt með hænum alla nóttina.. nýju sængurnar eru bara æðislegar, mjúkar og hlýjar, keypti líka nýja kodda, gamli koddinn minn sem á, að ég held, ættir sínar að rekja til Hótel Eddu í Nesjaskóla, er svo harður að ég vaknaði stundum á nóttunni með nálardofa í eyranu, það er ekki gott.. en í nótt svaf ég eins og steinn á nýja fína koddanum mínum undir nýju fínu sænginni minni.. helgin verður vonandi róleg, ein fermingarveisla og eitt afmæli á sunnudag en annars bara rólegheit.. ég er búin að vera að hlusta á Antik alla vikuna, er gjörsamlega að rifna úr stolti yfir því hvað þessir strákar eru ótrúlega frábærir, ef þið viljið tóndæmi þá er hægt að fara hingað og hingað og ná sér í dæmi..Svo er Toggsterinn minn að koma heim eftir réttrúma viku, get ekki beðið eftir að fá að knúsa hann í kaf.. úff, ég á svo frábær systkini að það er leitun að öðru eins.. Hamingjuklumpurinn í brjóstinu á mér er svo stór í dag að ég er að springa.. sakna samt mömmu og pabba alveg fullllllllt…

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

fjúhh.. vikan..

Ég ætla ekki að afsaka bloggletina, því það er ekki leti sem ég þjáist af heldur tímaleysi.. brjálað að gera í vinnunni og bara öllu, en hér á eftir kemur smá fréttayfirlit yfir það sem hefur á daga mína drifið undanfarið og af nógu er að taka.. Í tímaröð er þetta einhvernvegin svona..   Öll síðasta vika fór í vinnu. Ef ég var ekki á Mýrargötunni að forrita, þá var ég stödd í Laugardalshöllinni að hjálpa til við undirbúning á sýningunni Verk og Vit. Var þar mánudags og þriðjudagskvöld, skrapp reyndar á fótboltafund á þriðjudagskvöldið líka.. Á Miðvikudagskvöld fórum við Extrada fólk með Nova Media strákunum út að borða á Ruby Tuesday og svo í keilu.. þokkalega fínt og góður matur.. ég að sjálfsögðu rústaði strákunum í keilu, nei kannski ekki en var samt í miðjunni, ekki síðust .. Svo á fimmtudag var opnun á sýningunni Verk og vit. Ég var að sjálfsögðu þar ásamt fríðu föruneyti, drakk fullt fullt af hvítvíni og bjór, alltaf svo gaman að drekka í vinnunni, og svo fórum við aðeins til Ásdísar og drukkum smá meira hvítvín þar, svona til að loka kvöldinu. Mjög fínt kvöld.. mætti svo eldspræk í vinnuna á föstudagsmorguninn, skaust í Kringluna í hádeginu, keypti skírnargjöf og hitt mínar elskulegu systur.. kvöldið fór í langþráð rólegheit heima hjá mér yfir idolinu. Á laugardaginn dreif ég strákana í kringluna, þá vantaði buxur sem ég og keypti ásamt ýmsum öðrum nauðsynjahlutum svo kl 12 var ég mætt eldspræk í höllina þar sem ég stóð, brosti og var sæt í AP almannatengslabásnum til að verða 4, þá var kominn tími til að drífa sig í skírn hjá honum Kollukút. Við Palli fengum þann heiður, ásamt Heiðu og Pétri, að vera guðforeldrar drengsins sem fékk hið gullfallega nafn Unnar Tjörvi. Með þessu er ég orðin þreföld guðmóðir, geri aðrir betur, er guðmóðir hennar Sunnu minnar, hennar Guðrúnar minnar og svo núna hans Unnars míns.. ekkert smá heppin. Við vorum á Meistaravöllum í góðu yfirlæti til að verða 9 og svo fórum við bara heim, við Palli opnuðum svo eina rauðvín og skáluðum í tilefni dagsins um kvöldið. Á sunnudaginn var ég enn og aftur mætt í AP básinn, til þess að brosa og vera sæt.. var þar til hálf 6, fór svo með fjölskyldunni á stælarann og við fengum okkur hammara og meððí.. Mánudagurinn var með hefðbundnum hætti, vann til hálf 6, keypti í matinn, eldaði og borðaði yfir the OC, svo var bara sjónvarpsgláp(dott).. Mætti svo í vinnuna í gær, frekar mikið að gera svona.. held bara að það sé óhætt að segja það… Palli að vesenast eitthvað í Eyjum, það er víst verið að opna nýja búð þar, rosalega finnst mér óþægilegt að hafa hann í Eyjum, óþægilegt að vita til þess að ef eitthvað skildi gerast að hann geti ekki bara hoppað upp í bíl og keyrt til mín.. en allavega..  eftir vinnu rauk ég heim, náði í Tjörvana tvo og svo á Meistaravellina að ná í þriðja Tjörvann og við drifum okkur í Loftkastalann á Múskiktilraunir, hljómsveitin hans Elíasar, ANTIK var að spila og það er skemmst frá því að segja að þeir voru langflottastir, spiluðu best, sungu best og voru með flottustu lögin.. og ef ykkur finnst ég vera hlutdræg og aðeins of montin þá get ég bara sagt ykkur það að ég er sko ekki ein um að finnast þetta, þeir voru valdir í úrslit af dómnefndinni, hvorki meira né minna.. Ég er stoltasta stórasystir í öllum heiminum í dag!!!!! sjitt hvað þetta var flott hjá þeim..   held samt að ég verði að blogga oftar.. þetta var doldið langt svona..

hehe..

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

allt að verða vitlaust

13. mars 2006 10:25 er á lífi, brjálað að gera, búin að vinna eins og mofo ásamt því að standa í lækningastússi, fara í jarðarför, fara á nokkra fótboltafundi, skipuleggja árshátíð og svona ýmslegt og svo, svona eins og alltaf þegar það er brjálað að gera, þá gaf ég mér tíma til að djamma á föstudaginn ásamt Ásdísi og Sollu.. ansi hreint hressandi djamm, mikið spjallað… say no more :)Er semsagt á lífi, verð ansi hreint bissí í þessari viku, mikið að gera í minni vinnu og svo verð ég að vinna við á sýningunni Verk og Vit sem verður í laugardalshöll um helgina.. mæli með að allir mæti þangað.. Verður örugglega ekki mikið að gerast hér á síðunni fyrr en þetta hafarí er allt búið, og þó, það er aldrei að vita, er maður ekki alltaf öflugastur í blogginu þegar mikið er að gera.. þaheldénú..

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Lítill Kollukútur kominn í heiminn..

Ég er alveg viss um það að þó leitað væri í öllum heiminum þá veit ég bara um eina móðursystur sem er eins hamingjusöm og ég er í dag og það er hún Heiða mín.. júbb, ég nefninlega eignaðist lítinn kollukút í gær.. Óskírður Björnsson kom í heiminn í gærkvöldi kl 22:32 og mældist hann heilir 53 cm og 3540gr. Allt gekk eins og í lygasögu, mamman hress og kát, pabbinn hoppandi glaður og Gíslinn minn brosir hringinn. Ég veit ekki enn hvernig Sunnu Kristínu stórusystir lýst á gripinn, hún var sofandi þegar hann kom í heiminn en hún er örugglega hæstánægð með að vera búinn að fá litla bróðurinn sem hún var að bíða eftir.. Kollukútur er dökkhærður (eins og kolla frænka), með langa putta (eins og kolla frænka) og bara fullkominn (eins og kolla fr… ok,kannski komið gott).. en allavega.. við Heiða skríktum eins og smábörn í gær yfir þessu öllu saman, vissum ekkert hvernig við áttum að vera og bara.. já, skríktum..  ómetanlegt að fá að vera hluti af þessu.. ohh..Segi ykkur kannski betri sögu þegar ég kemmst niður á jörðina.. en eitt get ég sagt ykkur, ég á bestu systur, bræður og fjölskyldu í öllum heiminum og það er ekkert smá gaman að vera ég..

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

ómæómæ..

Jæja.. það er svo skemmtilegt að sjá hver ykkur finnst sexý… held ég geti verið sammála .. jahh.. Heiðu og Hrafnhildi, enda eru þær systur mínar og okkur finnst oftast það sama í öllu.. ja, eða svona flestu enda eru þær og Dadda líka, bestu vinkonur mínar í öllum heiminum… Allt fínt að frétta, mikið að gera í vinnunni og hvað gerist þá, jú, harði diskurinn á tölvunni minni í vinnunni deyr.. bara gaman að því eða þannig.. erfitt fyrir mig að forrita eins og vindurinn á ónýtum hörðum diski.. Tók sæta lappann minn með mér bara og vinn á henni á meðan.. Og ekki bara þetta.. ónei ónei.. ég var að kaupa mér stígvél.. ótrúlega geggjað flott, brún, svona eins og gömlu reiðstígvélin.. ohh geggggjuðð.. og ég er ekkert smá mikil pæja í þeim.. nú þarf ég bara að kaupa mér eitthvað geggjað til að vera í þegar ég er í stígvélunum.. já og eitt enn… nú eru bara 8 dagar þangað til að litla krúttið hennar kollusinnar á að koma í heiminn.. ohh.. ný stígvél, nýtt kollukrútt.. hvað getur maður beðið um meira..

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Kynþokki karlmanna

úff.. meiri kuldinn á þessu skeri alltaf hreint.. Hér er það bara vinna, vinna og aftur vinna með smá kaffipásum inn á milli, í einni slíkri áðan var skeggrætt heilmikið um kynþokka karlmanna.. einni finnst Þorsteinn J bara mest sexí meðan hinni finnst Brad Pitt – þar sem hann kom ríðandi niður hlíðina með síða hárið flaksandi í myndinni þarna sem ég man ekki hvað heitir – mest sexí í heimi.. mér persónulega finnast fáir karlmenn jafnast á við Larry Mullen jr,trommuleikara í U2, hvað varðar kynþokka.. smekkur kvenna greinilega mjög misjafn, sem er gott, sumar vilja þá horaða, aðrar – eins og t.d. ég – vilja hafa þá með eitthvað utan á sér.. svo eru sumir bara sætir en ekki endilega sexý eins og t.d. Dagur B. Eggertss.. mér finnst hann voða sætur en ekkert endilega mjög sexý.. hey.. mér langar til að gera smá könnun á því hvaða karlmaður ykkur, lesendur góðir, finnst sexý.. kommentið á það..

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Miðvikudagur til mæðu..

Er í engu vinnustuði núna.. merkilegt alveg þar sem verkefnið sem ég er að vinna er alls ekki leiðinlegt, kannski er ég bara þreytt, enda klukkan rúmlega 4.. svaf ekki vel í nótt og hefði alveg þegið að sofa aðeins lengur í morgun.. það verður gott að komast heim á eftir, horfa á ER og svona.. Annars er þetta búinn að vera ágætis dagur.. svona fyrir utan þennan ódugnað í mér.. hitti Gunna, Gissur og Ester í hádegismat, það er alltaf jafn hressandi að hitta þau, spjölluðum um heima og geima s.s. eins og Honduras, dóp, finnska dverga svo eitthvað sé nefnt.. alveg hreint bráðhressandi.. Svo er ég bara að bíða.. fannst það ótrúlega skrítið um daginn, finnst allar helgar einhvernvegin uppbókaðar, þó svo þær séu það ekkert.. ástæðan er bara sú að ég er að bíða eftir litla frændsystkininu mínu sem á að koma í heiminn 3. mars.. og ég bara bíð og bíð.. eins og Hrafnhildur.. held að það sé óhætt að segja að hún sé farin að bíða líka… og þau öll.. og örugglega bara við öll ef út í það er farið… Verst að ég get ekki biiiiiiiðiiiið…..

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Úff..

… ég er að kafna úr lakkfýlu.. Það er verið að lakka eitthvað hérna frammi á gangi og lakklyktin er gjörsamlega að ganga af mér dauðri, enda er þetta nú ekki draumalyktin fyrir svona hausverkjakonur eins og mig, verð nú bara að segja það.. Annars er ég hress, við Palli fórum í Perluna á föstudaginn og snæddum þar dýrindis kvöldverð ásamt nýútskrifaðri Döddu, hennar tilvonandi eiginmanni Binna, Ásmundi og Helgu og Kjartani. Rosa gaman enda hvað er annað hægt þegar maður er í þessum félagsskap. Eftir dinnerinn fórum við niðrí bæ og hlustuðum á Andreu Gylfa taka nokkra slagara á Rosenberg.. geggjað kvöld.. Laugardagurinn og Sunnudagurinn fóru í andlegt afslappelsi, bókalestur, sjónvarpsgláp og önnur þægindi.. og nú er það bara vinnan.. það er ef ég get hugsað eitthvað í þessu helv.. lakklofti.. Eitt enn.. ef ykkur vantar rækjur, þá er Birkir að selja rækjur í fjáröflun fyrir komandi fótboltamótasumar.. þetta eru massa rækjur, ég bjó til þetta líka fína rækjusalat í gær, það fyrsta sem ég geri í livet og það tókst svona líka ótrúlega vel.. hvernig má annað vera þegar rækjurnar eru svona stórfínar.. 2600 kall fyrir tvö kíló.. gjafaverð..

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd