jæja.. komin til Oslo.. þegar við mættum skein sólin sem aldrei fyrr og bara hin ágætasta blíða, flugið var fínt, dáldið þröngt svona í flugvélinni en slapp samt alveg fyrir mig og næstum því fyrir Óla.. Brunuðum svo beint í vinnuna auðvitað… hér er ekki verið að eyða tímanum í vitleysu skal ég segja ykkur.. vorum komin upp á skrifstofu um 2 leytið og fór dagurinn bara í það að spjalla við strákana um allt og ekkert, bara svona eins og gengur þegar maður hittir þá eftir langt hlé.. óli tók einn snóker og svona.. Um kvöldið fórum við svo á Peppers Pizza að sjálfsögðu, það er orðin hálfgerð hefð hérna hjá okkur Óla að fara þangað á Mánudögum þegar við erum hér, enda Rio Grande pizza bara besta pizza í heimi.. pizza með Natchos oná og það með bjór er bara slurp!!! Tanyja, Mark og Steinar komu með okkur. Svo fórum við Mark bara heim, Óli þarf að vera á einn hótelinu afþví að íbúðin er full, Tanya er í ‘mínu’ herbergi af því að hún er að bíða eftir að fá íbúðina sína afhenta þannig að ég þarf að vera í Óla herbergi og Óli á hóteli.. ég öfunda hann reyndar af morgunmatnum þar, hann er gebba.. Allavega, ég var komin upp í rúm um 10, alveg búin á því enda sótti Óli mig kl hálf fimm um morguninn til að fara á flugvöllin.. herregud hvað það er eitthvað ekki hjúman tími.. En ég keypti mér þessi fínu sólgleraugu í einhverri búð.. segið svo ég versli aldrei neitt hérna.. sem er gott því í dag skín sólin og hitinn er 20 gráður, verst að við þurfum að vera á einhverju sjálfstyrkingarnámskeiði í allan dag.. hvað er það, ég er alveg full af sjálfstyrk enda langflottust og klárust og allt það en ekki hvað.. Hér er ég með gleraugun.. þau eru doldið flott, þó að mér finnist eins og ég sé Trinity í Matrix á þessari mynd.. þ.e. ef ég væri í svörtu.. sem ég er augljóslega ekki, aldrei þessu vant :o)Og Helga Dís, ég hef ekkert mail, en mitt er kolla[at]esp.as
-
Nýlegar færslur
Nýlegar athugasemdir
Heiða Björk um Sjúka pastað maður Frú Sigurbjörg um Kássa ofurpesi um Kássa Íris Gíslad um Kássa Íris Gíslad um Heit mexicosúpa fyrir heitar… Færslusafn
- júní 2014
- janúar 2013
- september 2012
- júlí 2012
- apríl 2012
- mars 2012
- október 2011
- september 2011
- ágúst 2011
- júlí 2011
- júní 2011
- maí 2011
- febrúar 2011
- janúar 2011
- nóvember 2010
- október 2010
- júlí 2010
- apríl 2010
- febrúar 2010
- janúar 2010
- október 2009
- september 2009
- júlí 2009
- nóvember 2007
- október 2007
- september 2007
- ágúst 2007
- júlí 2007
- júní 2007
- maí 2007
- apríl 2007
- mars 2007
- febrúar 2007
- janúar 2007
- desember 2006
- nóvember 2006
- október 2006
- september 2006
- ágúst 2006
- júlí 2006
- júní 2006
- maí 2006
- apríl 2006
- mars 2006
- febrúar 2006
- janúar 2006
- desember 2005
- nóvember 2005
- október 2005
- september 2005
- ágúst 2005
- júní 2005
- janúar 2005
Flokkar
Tækni