Kássa

Næstum því alltaf, þegar ég spyr Palla hvað hann vill í matinn, þá segir hann kássu.. mango chutney kássu. Karrý, hrísgrjón og Mango chutney og málið er dautt!
Þetta er kássan sem varð til í kvöld.. sooooldið sterk (as in hot) fyrir minn smekk en Palla og Birki fanst þetta geðveikt.

Þetta þarftu
1 laukur
2 litlar grænar paprikur
4 kjúklingabringur
2-3 gul epli
5 tsk red hot curry paste (má algjörlega vera minna.. allavega fyrir minn smekk.. dáldið heitt skohh)
3 tsk karrý
3 tsk Karrý madras (eitthvað frá pottagöldrum)
2 kjúklingateningar
salt &pipar
2 og hálfur til 3 dl sweet chili sause
1 dós ananasbitar án safa
1 dós kókosmjólk
1 flaska hakkaðir tómatar frá Sollu
Hrísgrjón

Þetta geriru
laukur, paprika og kjúlli skorið smátt og steikt á pönnu með karrýinu í ólífuolíu
næst skar ég eplin smátt og skellti þeim útí
svo setti ég red hot chilli peppers.. nei ég meina red hot curry paste..
svo setti ég teningana
svo sweet chilli sósuna
svo ananansinn sem var búinn að liggja án safa í smá tíma
svo tómatana og kókosmjólkina..
og svo bara sauð þetta þar til að ég var búin að sjóða hrísgrjón.. þetta er svona matur sem mallar bara og mallar þar til maður er tilbúinn að borða hann.
Ég man það núna, ég ætlaði að setja gulrætur í þetta.. en ég gleymdi því.

Svo er náttúrulega Mango chutney algjört möst með þessu.. enda er þetta kássa.. í alvöru, ég er viss um að Palli var indverji í fyrra lífi ;)

Verði ykkur að góðu :)

image

Um kollatjorva

kona, mamma, kærasta, systir, dóttir, frænka, tölvunarfræðingur, kórkona.. allskonar..
Þessi færsla var birt undir Kjúlli, Kjúlli, Maturinn. Bókamerkja beinan tengil.

3var við Kássa

  1. Íris Gíslad sagði:

    Þetta hljómar nú bara ansi vel

  2. ofurpesi sagði:

    Þetta verður prófað í kvöld!

  3. Vorum að sporðrenna þessum rétti. Betri helmingurinn heyrðist ég reyndar biðja um Mango Karrí og kom með svoleiðis krydd heim, sem að sjálfsögðu var hent í réttinn. Rosalega gott og einfalt. TAKK fyrir uppskriftina!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s