Risotto Primavera að hætti Tjörva nr1


Það er komið nýtt ár og við hæfi að fagna.  Við fögnum með Risotto Primavera og Kjúlla að hætti KolluSætu. Það skemmtilegasta við Risotto er það að pabbi segir að maður eigi að gefa Risottoinu jafnmikið hvítvín og kokkurinn fær.. semsagt, einn sopi í kokkinn, einn sopi í risottoið.. og mér líkar vel við svona uppskriftir :)
Í þetta risotto fór góð hálf hvítvínsflaska. Eða sko í eldamennskuna, það fór jafnmikið í kokkinn (mig) og risottoið, enda maður hrærir og hrærir, hvað á maður annað að gera en að drekka hvítvín.

Sko, ég elda aldrei of mikið af risotto og þó við séum bara fimm, ég, Palli, Eiður, Ásthildur og Birkir minn, þá elda ég heilan helling..  800 gr af risotto grjónum.. og tveir riiiisa kjúllar.. og við eigum afgang fyrir Ásthildi, sem er að vinna og líka á morgun…  jíbbíkóla :)

Það sem þú þarft (eða það sem ég var með í kvöld.. )
Rauð Paprika
5 – 6 gulrætur (fer eftir stærð)
hálfur kúrbítur
1 laukur
2 sellerístönglar
3 l kjúklingasoð ( eitthvað svoleiðis..)
2-3 hvítvínsglös (eins og þú týmir) – má sleppa
100 gr parmegiano regiano rifinn

IMG_20130101_182719

Maður choppar gærnmetið mjög smátt og brúnar svo allt  saman í ólífuolíu, ekki steikja, bara brúna :)Svo tekur maður þetta af pönnunni og setur í skál

næst græjar maður kjúklingasoð, í svona mörg grjón þarf næstum þrjá lítra..

Svo.. hitar maður olíu á pönnu og hellir grjónunum útí og hrærir.. og lætur grjónin malla við lágan hita þar til þau byrja að verða glær á endunum
Þá hellir maður slurk af soði og hrærir stanslaust þar til soðið er horfið í grjónin, skellir þá smá hvítvíni ef maður er með það eða þá bara meira af soði.. svo hrærir maður  bara og hrærir og bætir soði útí, en samt bara lítið og litið í einu .. og svo hrærir maður og hrærir og … hrærir.. þar til grjónin eru „al dente!“ semsagt, mjúk en samt smá hörð í miðjunni

IMG_20130101_191733eftir 20-30 mín, þegar grjónin eru alveg að verða reddí og þú ert orðin verulega þreytt í hendinni eftir allt hrærið, þá skellir maður grænmetinu útí og hrærir vel saman. Svo þegar grjónin eru reddí, þá skelliru  2/3 af parmessan ostinum útí og hrærir vel.
Svo seturu þetta í einhverja skál eða fat eða bara lætur þetta vera í pönnunni og stráir restinni af ostinum yfir.

Með þessu hef ég steiktan kjúkling. Að þessu sinni voru það tvö kvikindi, ég tróð heilli sítrónu og ca tveim rósmarín greinum uppí mallakútinn á þeim, penslaði með ólífuolíu og kryddaði með salti og pipar. Eldaði inní ofni, fyrst í 15 mín við 200° , lækkaði svo niðrí 165 ca og er það ekki ca 45 mín á kíló.. held það.

Vægast sagt það besta í heimi. Njótiði vel.

IMG_20130101_194253

Um kollatjorva

kona, mamma, kærasta, systir, dóttir, frænka, tölvunarfræðingur, kórkona.. allskonar..
Þessi færsla var birt undir Kjúlli, Kjúlli, Maturinn, Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd