Sesar Salat ala Kolla

 

imageEinu sinni fórum við Palli til Dublin með Egilsson, þáverandi vinnuni hans Palla.  Þar fórum við öll út að borða á voða fínan veitingastað og þar fékk ég það besta kjúklingasalat sem ég hef á æfinni borðað.
Síðan þá hef ég oft hugsað um þetta dásamlega salat og seinna fattaði ég að salatið hét Cesar salat og það var fullt af Parmigiano regiano í því. ..
Í kvöld, tókst mér loksins að gera salat sem náði Dublinarsalatinu, allavega næstum því..
Rétturinn samanstendur af salati, kjúklingi, brauðteningum, sósu og parmigiano

Þetta þarftu: 
Kjúklingalundir eða bringur. Ég keypti tvo pakka af lundum.
Romain salat eða Iceberg salat, amk einn haus en helst tvo.
Parmigiano  (haug af honum :) )

Brauðteningar:
4 Brauðsneiðar, ekki einhver hollustubrauð með fræjum, ég notaði heimilisbrauð
4 msk? smjör
4 msk ólífuolía
Salt
Pipar

Sósa:
lítið hvítlauksrif
1/2 tsk Dijon sinnep
1 msk sítrónusafi
1 eggjarauða
1 dl ólífuolía
3 tsk fínt rifinn parmigiano

Þetta geriru: 
Steikir kjúllan. Ég kryddaði með salti, pipar og paprikukryddi, lokaði honum á pönnu og setti hann svo á grind, inn í ofn á 200° í 10 mín og lét hann svo kólna.
Næst græjaru brauðteninga. 
Ég bræddi smjörið á pönnu og setti ólífuolíuna útí. Skar brauðsneiðana í teninga og skellti þeim út í smjörolínuna, kryddaði með salti & pipar og velti þessu til. Setti teningana svo á ofnplötu og bakaði þá við 150°ca í 10 mín á hvorri hlið. Skellti þeim svo út á svalir í kælingu.
Næst græjaði ég sósuna:
maukaði hvítlaukinn. Setti hann, sinnepið, sítrónusafann, eggjarauðuna og ostinn í skál og hrærði saman. Síðan þeytti ég olíuna út í smátt og smátt og endaði á því að smakka þetta til með smá pipar og jafnvel salti.

Síðan setti ég salatið saman – salat, sósa ,brauðteningar, kjúklingur (sem ég skar í bita) og gróft rifinn parmigiano (ég nota skrælarann eða ostaskerarann til að sneiða ostinn)

Að lokum: 
Ég vil ekki hafa salatið mitt löðrandi í sósu, þannig að ég setti bara sósudropa og hafði svo restina af sósunni bara til hliðar ef einhver skyldi vilja meira.

Rúúúggl gott salat hjá kollusín :)

 

 

 

Um kollatjorva

kona, mamma, kærasta, systir, dóttir, frænka, tölvunarfræðingur, kórkona.. allskonar..
Þessi færsla var birt undir Kjúlli, Kjúlli, Maturinn. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s