Tómatpastafiskdót

Palli keypti kíló af fiski.. og ekkert annað nema kál.. enda er hann hættur að borða allskonar eitur eins og hveiti og sykur og svona stuff.. en við mæðgin borðum alveg eitur sko..
Ég eldaði sjúklega gott! með betri mánudagsýsum verð ég að segja..

Allavega, þetta er fiskrétturinn sem varð til í kvöld .. úr afgöngum, nema fiskurinn, hann var ekki afgangur :)

Í kvöld fór þetta í réttinn:
1.kg ýsuflök
3 rifnar gulrætur
ca 1 og hálfur sveppur
4 lófastór brokkolíblóm með stilkum og öllu, smáttskorin
3 matskeiðar af ofnbökuðum sætum kartöflum síðan fyrir helgi..
2 tómatar smáttskornir
300 gr ca soðið krakkapasta síðan í fyrradag
3/4 krukka af tómatpassata frá Sollu
Ítölsk kryddblanda
pipar
smá hvítlaukskrydd
einn súputeningur (held ég hafi sett Klar frá Knorr)
einn rass af brauðosti, þú veist, þetta sem verður eftir þegar maður getur ekki lengur skorið með ostaskeraranum
hveiti
Ólífuolía
salt

Ég brúnaði allt grænmetið í ólífuolíu og setti svo tómatmaukið, pipar, ítalska kryddið og súputeninginn og lét það malla á meðan ég skar fiskinn í bita, velti honum uppúr örlitlu hveiti og lokaði honum á pönnu.

Svo setti ég smá af soðna pastanu í eldfast mót, hrærði svona einn þriðja af sósunni samanvið og dreifði vel í botninn á forminu. Svo raðaði ég fiskinum ofaná, setti afganginn af pastanu og afganginn af sósunni þar ofaná og reif svo ostarassinn ofan á allt saman og bakaði í ofninum við 180° í 20 mín.

image

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Með þessu hafði ég svo afgang af massabrauði kollusaetu sem ég bakaði á laugardaginn :)

image

Svakavaka gott og æði :) Elska svona afgangagúrmei..

Um kollatjorva

kona, mamma, kærasta, systir, dóttir, frænka, tölvunarfræðingur, kórkona.. allskonar..
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s