almennt andleysi

ahh.. nú er maður saddur.. slógum saman nokkrar í vinnunni og keyptum fullt af sallati og öðru svona sallatdóti og átum á okkur gat, keyptum svo smá súkkulaði í eftirmat.. kallarnir hérna voru nú ekki til að vera með í sallatinu en um leið og þeir heyrðu skrjáfið í súkkulaðibréfinu, komu þeir hlaupandi…annars er nú bara nokkurn vegin status quo hérna hjá okkur í familíunni.. Eiður er reyndar heima í dag, hann er uppfullur af kvefi drengurinn og vildi fá að vera heima.. það reyndar telst nú til tíðinda því hann er næstum aldrei veikur drengurinn sá… Þjalaði á mér neglurnar í morgun þannig að nú get ég pikkað án þess að reka neglurnar í lyklaborðið.. en já.. er eitthvað andlaus núna.. kannski bara í takt við veðrið, það er frekar óspennandi eins og staðan er núna.. váts.. var næstum búin að gleyma.. ég var rétt í þessu að kaupa mér miða á gospeltónleikana í höllinni á Laugardagin… ómg.. get ekki biiiiðið… svo skellir maður sér kannski bara í partý á eftir… aldrei að vita..

Um kollatjorva

kona, mamma, kærasta, systir, dóttir, frænka, tölvunarfræðingur, kórkona.. allskonar..
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s