Er einhvernvegin ekki búin að vera í neinu svaka bloggfíling undanfarið, finnst bara skemmtilegra að dúndra myndum á síðuna, enda eru þetta svo stórglæsilegir strákar sem ég á að það er annað eins fyrirfinnst ekki.. Mál málanna er auðvitað það að Ítalía eru heimsmeistarar.. ég efaðist ekki eitt augnablik að þeir myndu hafa þetta.. Verð samt að segja að ég er hálf miður mín yfir skallanum hjá Zidane, hreinlega alveg ferlegt að maðurinn skuli enda ferilinn á þennan hátt og í raun sama hvað Materazzi sagði við hann, maður eins og Zidane, hokinn af reynslu að spila sinn síðasta fótboltaleik sem atvinnumaður, á hreinlega að geta litið fram hjá svona. Ekki að það afsaki neitt það sem Materazzi sagði eða gerði. Hann er náttúrulega fífl og ekkert íþróttamannslegt við það sem hann gerði…En nóg um það…Það er eitthvað svo skrítið hvernig stundum getur maður siglt lífsins ólgu sjó og það er engin ólga, ekkert gerist einhvernvegin, en núna, bara síðastliðna 10 daga hafa þrír einstaklingar sem tengjast mér átt alveg rosalega bágt og eiga enn. Maður verður eitthvað svo .. hjálparlaus.. held ég, maður getur einhvernvegin ekki gert neitt til að laga ástandið, maður er einhvernvegin bara áhorfandi.. helst vil ég bara arka af stað og redda málunum.. get samt ekkert gert nema að dreyfa knúsi á línuna.. Eiður fór til tannlæknisins í gær og tannlæknirinn reif úr honum tvo fullorðinsjaxla. Allt liður í undirbúningi fyrir spangirnar sem hann fær 26.júlí. Eiður var reyndar alveg sannfærður um að tannsa hefði tekið vitlausa tönn en ég er búin að hringja og tékka á þessu og þetta var rétt tönn, sem betur fer. Eiði var mjög svo létt þegar ég sagði honum það.. Að lokum kemur ein mynd af okkur systrum.. þær eru báðar á Hornafirði en ég er ein í Reykjavík.. sakna þeirra alveg óskaplega mikið eitthvað núna.. þær eru sko langbestu systur í öllum heiminum, svo eru þær líka svo gullfallegar.. Annars er ég bara í vinnunni…
-
Nýlegar færslur
Nýlegar athugasemdir
Heiða Björk um Sjúka pastað maður Frú Sigurbjörg um Kássa ofurpesi um Kássa Íris Gíslad um Kássa Íris Gíslad um Heit mexicosúpa fyrir heitar… Færslusafn
- júní 2014
- janúar 2013
- september 2012
- júlí 2012
- apríl 2012
- mars 2012
- október 2011
- september 2011
- ágúst 2011
- júlí 2011
- júní 2011
- maí 2011
- febrúar 2011
- janúar 2011
- nóvember 2010
- október 2010
- júlí 2010
- apríl 2010
- febrúar 2010
- janúar 2010
- október 2009
- september 2009
- júlí 2009
- nóvember 2007
- október 2007
- september 2007
- ágúst 2007
- júlí 2007
- júní 2007
- maí 2007
- apríl 2007
- mars 2007
- febrúar 2007
- janúar 2007
- desember 2006
- nóvember 2006
- október 2006
- september 2006
- ágúst 2006
- júlí 2006
- júní 2006
- maí 2006
- apríl 2006
- mars 2006
- febrúar 2006
- janúar 2006
- desember 2005
- nóvember 2005
- október 2005
- september 2005
- ágúst 2005
- júní 2005
- janúar 2005
Flokkar
Tækni