…allt fínt að frétta af mér, ákvað að blogga smá núna þar sem ég er harðsperrulaus í dag.. fer í leikfimi á eftir og verð örugglega með harðsperrur á morgun því ekki víst að ég geti bloggað þá.. nei ég segi svona.. leikfimin er fín, ótrúlega skemmtileg reyndar og ekki spillir að hafa aðra af tveimur bestu systrum í heimi með sér í þessu.. við Heiða erum að sjálfsögðu langflottastar og bestar þarna, erum hreinlega að rústa þessu .. djók…Stórfjölskyldan frá Hraunhóli 8 í Nesjum er í sannkölluðu hátíðarskapi þessa dagana og ástæðan er einföld – Hann Þorgrímur Tjörvi bróðir minn náði enskuprófinu sínu úti í Belgíu með stórglæsilegri einkun (hvernig var þetta nú aftur, einkun, vorkun, forkun og miskun = 1 enn.. eða voru það 2.. æ, ég man það ekki) og ekki síðri einkun í stærðfræðiprófinu sem hann tók og er honum því ekkert að vanbúnaði og getur hafið nám við skólann sem hann ætlar að fara í .. ég reyndar man ekki hvaða skóli það er frekar en annað sem ég á að muna, en allavega… drengurinn er algjör snillingur og ég er svo montin af honum að ég gæti grátið.. og gerði það svossem í gær.. Elsku, elsku, elsku Toggi minn, – Innilega til hamingju með þetta allt saman, vildi óska að ég væri hjá þér til þess að fagna með þér, ég verð bara að senda þér tölvuknús í staðin og svo fögnum við þegar þú kemur heim næst, svei mér ef við hottsjottum ekki bara.. (ég má segja þetta hér því þetta er ekki matarboð, er það ekki Pétur??, Pétur ætlar nefnilega ekki að sitja í einu matarboði enn og tala um að hottsjotta og svo hottsjottum við aldrei.. en já já, kannski of lókal þessi… )Ég er alveg að missa mig hérna… Sálin og Gospel voru æði, Nick Cave var – ja, ég er eiginlega ekki enn farin að geta tjáð mig um þessa tónleika.. fjúhh maður – held ég hafi ekki upplifað annað eins.. Geggjað gaman í kórnum og mér tókst að bakka á vegg eða kant á nýja fína bílnum mínum og rispa stuðarann, þegar ég fór heim af æfingu á miðvikudaginn síðasta, ég kýs að kalla þetta atvik ‘að gera bílinn að mínum’, en rispan er samt ekki alveg nógu flott sko, er einhvernvegin hvítgul og svo eru svona ‘höggið uppúr’ stuðaranum.. en ef þetta er ekki ég í hnotskurn þá veit ég ekki hvað..Annars er ég hress bara.. en þið?
-
Nýlegar færslur
Nýlegar athugasemdir
Heiða Björk um Sjúka pastað maður Frú Sigurbjörg um Kássa ofurpesi um Kássa Íris Gíslad um Kássa Íris Gíslad um Heit mexicosúpa fyrir heitar… Færslusafn
- júní 2014
- janúar 2013
- september 2012
- júlí 2012
- apríl 2012
- mars 2012
- október 2011
- september 2011
- ágúst 2011
- júlí 2011
- júní 2011
- maí 2011
- febrúar 2011
- janúar 2011
- nóvember 2010
- október 2010
- júlí 2010
- apríl 2010
- febrúar 2010
- janúar 2010
- október 2009
- september 2009
- júlí 2009
- nóvember 2007
- október 2007
- september 2007
- ágúst 2007
- júlí 2007
- júní 2007
- maí 2007
- apríl 2007
- mars 2007
- febrúar 2007
- janúar 2007
- desember 2006
- nóvember 2006
- október 2006
- september 2006
- ágúst 2006
- júlí 2006
- júní 2006
- maí 2006
- apríl 2006
- mars 2006
- febrúar 2006
- janúar 2006
- desember 2005
- nóvember 2005
- október 2005
- september 2005
- ágúst 2005
- júní 2005
- janúar 2005
Flokkar
Tækni