Og ta er tad oslo, peppers pizza og öl i sól og 17 stiga hita

jæja.. Komin heim frá Dublin, stoppaði í heila 4 og hálfa klukkustund heima hjá mér og er núna komin til Osló. Held að það sé óhætt að segja að þetta sé búið að vera svona frekar skrítinn sólarhringur.. ja, eginlega bara annasöm vika ef út í það er farið.. Þetta byrjaði eginlega allt saman á því að ég átti afmæli. Mætti með þessar líka fínu súkkulaðiköku í vinnuna og þegar ég var búin að gæða mér á henni, fá Hrafnhildi og Unnar Tjörva í heimsókn í vinnuna og að sjálfsögðu vinna heilan helling, þá´brunaði ég austur á Hornafjörð með strákana. Held að ég hafi slegið hraðamet á leiðinni og það er klárt að næst þegar ég kaupi mér bíl, þá verður hann með krúskontrol.. saynomore.. Mamma og pabbi eru náttúrulega best og tóku á móti okkur með gúllasi og svo fékk ég líka afmælispakka :o) og svo morguninn eftir fékk ég mér rúnstykki og te í sólinni á Hraunhólnum með mömmu.. það var bara æði og ég hefði sko alveg getað verið lengur þar í rólegheitunum .. en svo dreif ég mig heim og beint á tónleika með SSSól og sjitturinn hvað þeir voru góðir.. Morguninn eftir lá leið okkar svo til Dublin. Ætla nú ekkert að skrifa ferðasöguna í einhverjum díteilum hér en svo stiklað sé á stóru þá borðuðum við mikið af góðum mat, drukkum slatta af bjór, sungum með götuspilurum, skoðuðum Guinness verksmiðjuna, versluðum svona örlítið og bara.. kysstumst á kaffihúsum og í lyftum og svona.. það var bara algjört æði í bala.. Þegar við fórum svo heim var 4 tíma seinkun á fluginu þannig að við vorum ekki komin heim til okkar fyrr en nákvæmlega 01:04 að staðartíma og ég svo á leiðinni í flug til Oslo 07:50.. ég dreif mig því bara í það að taka upp úr töskunni til þess að setja í aðra, lagði mig svo í 3 tíma og bara út á flugvöll aftur. Sem betur fer var ég með bókina sem Heiða gaf mér í afmælisgjöf þannig að mér leiddist nú ekkert í morgun í Leifsstöð… eða í vélinni.. Allavega, núna er ég semsagt stödd í Osló, verð hér fram á föstudag og þá kem ég heim og get knúsað strákana mína í kaf.. í dag er ég búin að fara í vinnuna hérna og hitta strákana, sitja alveg hreint stórskemmtilegan fund, kaupa ost, brauð, jógúrt, epli, safa og bjór, búin að fá mér Rio Grande Peppers pizzu, sem er btw örugglega besta veitingahúsapizza í heimi, fá mér einn öl, sitja í sólinni og núna er ég komin ‘heim’ í íbúð, á þráðlausa netið hjá nágrannanum og blogga.. við gleymdum nefninlega að fá lykilinn að þráðlausa netinu okkar, en Óli er nú eitthvað að reyna að krakka það .. Á morgun er það svo vinnan, meistaradeildin og alveg örugglega einn eða tveir öllarar.. hvað er þetta eiginlega með mig, Osló og meistaradeildina.. ?? Meira um það síðar..

Um kollatjorva

kona, mamma, kærasta, systir, dóttir, frænka, tölvunarfræðingur, kórkona.. allskonar..
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s