hlaupagella.. ég sko :)

Í fyrsta skipti á æfinni fór ég ein út að hlaupa í gær. Ég er víst að fara að hlaupa 10k í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst og ég þarf að æfa mig. Komst að því í gær að ég á mikið verk fyrir höndum en ég hlýt, fjandakornið, að skila mér í mark áður en tímatökufólkið fer heim.. það bara hlýtur að vera.
Ástæðan fyrir þessu öllu saman er sú að mamma mín greindist með brjóstakrabbamein fyrr á þessu ári og eftir fyrstu lyfjameðferðina hennar, þá hittumst við öll systkinin og Mamma og Kolbrún Lilja brúnkuskott, á Mánagötunni hjá Togga og Ella í hádegismat. Það vildi þannig til að þetta var einmitt 27ára afmælisdagurinn hans Togga og við vorum með súkkulaðiköku og allt.. Allt í einu stakk Hrafnhildur upp á því að við systkinin myndum taka þátt í þessu hlaupi og hlaupa til góðs og styrkja Krabbameinsfélagið. Og jú, ekki gat ég sagt nei.. ég, sem hef aldrei nokkurn tímann getað hlaupið nokkurn skapaðan hlut, það er frægt þegar ég tók þátt í 800m hlaupi einu sinni og gafst upp!! ..já ég er að segja frá þessu 800m hlaupi opinberlega.. hef nú hingað til reynt að láta þetta ekki fréttast, var búin að búa með Palla mínum í tjahh 10 ár eða eitthvað þegar ég sagði honum frá þessu.. þannig að það að hlaupa 10k er mikil áskorun fyrir mig.
Allavega .. ég fór í gær, í fyrsta skipti á æfinni, ein út að hlaupa. Var að hugsa um að hringa í Hrafnhildi og fá hana með mér en hætti við, því ég verð að geta farið ein út án þess að reiða mig á það að það geti einhver farið með mér.. og ég hljóp og hljóp og hljóp,, og fann fáránlega mikið til í öklunum og mjöðmunum og allstaðar.. og ég labbaði auðvitað líka en ég hljóp c.a 1,5k án þess að stoppa og þegar ég stoppaði þá var það eiginlega bara út af því að ég var að drepast löppunum.. heildarvegalengdin var rétt tæpir 5k og það tók mig rúmlega hálftímia eða um 35 mín. Svo þegar ég kom heim þá tók ég nokkur sett með 8kg bjölluna og svo sumodeadlifts með 24kg bjöllunni, planka og teygjur og allskonar..
Og eins og þetta sé ekki nóg, þá á ég hlaupadeit á morgun við fullt af flottum konum og er ætlunin að hlaupa í kring um Vífilstaðarvatn. Þar verður fremst í flokki hún Sigrún sem er skólasystir mín úr HR og greindist með brjóstakrabbamein í nóvember á síðasta ári. Hún er nýbúin í lyfjameðferð og ætlar að hlaupa 10k nokkrum dögum eftir að hún lýkur geislameðferð. Hún er náttúrulega engin venjuleg kona hún Sigrún, ég á ekki orð til að lýsa því hvað hún er fáránlega mikill nagli… og ég eiginlega skammast mín fyrir að kvarta yfir einhverjum fótaverkjum, því fyrst hún getur þetta, þá get ég það!! ekkert helvítis væl og aumingjaskapur! það er bara ekki í boði!! og fyrst mamma mín getur sitið í stólnum sínum og liðið eins og valtari hafi keyrt yfir hana og aftur til baka eftir lyfjameðferð, þá get ég druslast til að hreyfa á mér rassgatið og hlaupið skitna 10k.. !! sem ég ætla að gera í águst og hafa gaman af því :)

Um kollatjorva

kona, mamma, kærasta, systir, dóttir, frænka, tölvunarfræðingur, kórkona.. allskonar..
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

3var við hlaupagella.. ég sko :)

  1. Barbietec sagði:

    Snillingur!!!… hlakka til að hitta þig á morgun :) oG sæll! þú átt eftir að massa 10k með þennan tíma í 5k nýbyrjuð!

  2. Dugleg,við rússsstumessum 10k !!
    :)

  3. sigridurjulia sagði:

    Þetta er magnaður tími hjá þér – 5 km á 35 mín!!! Þú ferð létt með 10 km í ágúst :)
    Góða skemmtun á æfingum.
    Kv. Sigríður Júlía

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s