komin til Oslo.. dagur 1

hæbber komin í til Oslo.. flaug út kl hálf 8 í morgun og er óhætt að segja að dagurinn í dag hafi einkennst af þreytu og syfju. Ég rétt náði að halda mér vakandi þar til að við vorum búin að fá morgunmatinn og svo steinsofnaði ég og rumskaði ekki fyrr en við vorum að lenda. Svo tókum við lestina frá flugvellinum og til osló, óli dottaði í lestinni, ég náði að halda mér vakandi. Björn, yfirmaður okkar hjá ESP sótti okkur svo á lestarstöðina og keyrði okkur ‘heim’ í íbúðina, þetta er fín íbúð, allt til alls, meira að segja ‘company car’ og bjór í ísskápnum. Húsið stendur í brekku alveg efst í Osló, stutt upp í skóg og stutt niður í miðbæ – svona þannig séð, allt fullt af gróðri útum allt, örugglega algjört æði á sumrin. Ég á nú eftir að mynda þetta allt og setja hingað. Við tókum svo stuttan fund með Birni þar sem við fórum yfir stöðuna. Þegar hann fór ákváðum við Óli að athuga hvort við gætum ekki fundið einhverja búð svo við gætum keypt okkur morgunmat og svona.. aðalmálið er náttúrulega að rata :) En okkur tókst þetta, fundum reyndar bara einn supermarkað sem var lokaður þannig að við þurftum að fara á shellselect.. Svo þegar við komum heim aftur ákváðum við að leggja okkur bara enda hálf rænulaus af þreytu. Eftir 2 tíma lúr fórum við á bílnum að lestarstöðinni og tókum svo lestina niður í bæ.. vorum ekki alveg til í að reyna að finna stæði og svona ves í bænum. Fórum svo á einhvern pizza stað og fengum okkur pizzu sem var rosa góð og erum núna komin heim. Núna er ég svo bara að spá í að leggja mig fljótlega.. Annars voru strákarnir mínir að spila fótbolta í dag, Birkir var á móti upp á skaga, spilaði 3 leiki, tapaði einum en vann tvo, Eiður spilaði svo við val og þeir unnu 4-3 held ég.. snillingar þessir strákar mínir.. en núna ætla ég að leggja mig bara held ég.. Var að lesa þetta yfir, mér finnst þetta nú hálf líflaus færsla hjá mér.. svona í takt við daginn kannski.. en allavega…

Um kollatjorva

kona, mamma, kærasta, systir, dóttir, frænka, tölvunarfræðingur, kórkona.. allskonar..
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd