jamms, kominn þriðjudagur
Bissí dagur í gær, allt á fullu í vinnunni eins og vanalega og svo skellti ég mér í pallatíma í gær, var alveg hreint ógó þreytt eitthvað í tímanum en lufsaðist þetta nú samt og var þokkalega ánægð með mig þegar ég var búin. Og af því að allt sem ég geri er þaulskipulagt þá var ég ekki búin að versla neinn kvöldmat þannig að ég þurfti að vera ógó hugmyndaglöð og fersk þegar ég fór í Hagkaup eftir leikfimi – sem ég var ekki, enda bara þreytturpúnkturis.. En ákvað svo bara að hafa steiktan ýsu raspi og keypti svo líka í spaghetti til að hafa í kvöld af því ég þarf að fara á fund og svona eitthvað bögg.. alltaf að vera að vesenast eitthvað í manni.. Allavega, ég steikti fiskinn bara hefðbundið, velti honum uppúr eggi og raspi og steikti upp úr olíu, sauð svo nýjar Hornafjarðar kartöflur og græjaði svona tómatsósuspaghettí eins og Halla eldaði oft á Skjólgarði í glamla daga, það er gert þannig að maður sýður vatn, setur salt og væna smjörklípu útí, sko alvöru hættulegt smjör, ekkert svona gervi dót, svo setur maður spaghettíið og sýður í 10 mínútur, lætur vatnið renna af því (alltí lagi samt að það sé örlítið vatn eftir) og svo set ég bara tómatpúrredós út í og hræri og hræri og hræri.. þegar ég geri svona handa mér og strákunum þá sýð ég 500 gr allavega af spaghettíi og þá dugar að setja eina dós af púrre, þið vitið litlu dósirnar sem eru til.. stærri gerðin af þeim.. eða heitir þetta kannski paste?? .. allavega.. Halla setti nú bara lybbis tómatsósu en eins og allir vita þá borða ég ekki svoeliðis sull!! en þið getið alveg notað soleiðis ef þið endilega viljið.. en lybbis er ógeð! Hunts er skárra, en samt vont…. Þetta er voða góður matur og kallarnir mínir þrír stundu og struku kviðinn og voru alveg sáttir þó maturinn væri ekki til fyrr en hálf níu .. en hey, ég keypti mér meira að segja tösku í hagkaup.. og var næstum því búin að kaupa skó..
-
Nýlegar færslur
Nýlegar athugasemdir
Heiða Björk um Sjúka pastað maður Frú Sigurbjörg um Kássa ofurpesi um Kássa Íris Gíslad um Kássa Íris Gíslad um Heit mexicosúpa fyrir heitar… Færslusafn
- júní 2014
- janúar 2013
- september 2012
- júlí 2012
- apríl 2012
- mars 2012
- október 2011
- september 2011
- ágúst 2011
- júlí 2011
- júní 2011
- maí 2011
- febrúar 2011
- janúar 2011
- nóvember 2010
- október 2010
- júlí 2010
- apríl 2010
- febrúar 2010
- janúar 2010
- október 2009
- september 2009
- júlí 2009
- nóvember 2007
- október 2007
- september 2007
- ágúst 2007
- júlí 2007
- júní 2007
- maí 2007
- apríl 2007
- mars 2007
- febrúar 2007
- janúar 2007
- desember 2006
- nóvember 2006
- október 2006
- september 2006
- ágúst 2006
- júlí 2006
- júní 2006
- maí 2006
- apríl 2006
- mars 2006
- febrúar 2006
- janúar 2006
- desember 2005
- nóvember 2005
- október 2005
- september 2005
- ágúst 2005
- júní 2005
- janúar 2005
Flokkar
Tækni