hæ
Er búin að vera að spá í að blogga.. og núna er ég veik og þá blogga ég..
ég er semsagt lasin. er frekar fúl yfir því, er alltaf svo eirðarlaus og asnaleg eitthvað þegar ég er heima og get ekki gert neitt. eins og td í gær, þá var ég hundslöpp alveg og stóð varla undir sjálfri mér, en þar sem ég var heima og einhvernvegin allt eitthvað á hvolfi og skítugt, þá fór ég af stað með tuskuna og þurrkaði af í kring um sjónvarpið og ryksugaði allt. Í dag horfði ég á sjónvarpið og hékk í tölvunni og sem betur fer er ég örlítið skárri af þessu kvefi, í gær þá þurfti ég næstum því að vera með bómul í nefinu, svona eins og þegar maður fær blóðnasir vegna þess að það lak svo úr nefinu á mér.
Ég hlakka eitthvað svo til þessa dagana, veit samt ekki alveg til hvers, það er eitthvað svo margt að gerast, kórinn minn byrjar hauststarfið í kvöld og ég hefði átt að vera á æfingu .. en þar sem ég er lasin..
svo er svo mikið stuð í vinnunni, mikið í gangi og allt að gerast og það er svo gaman.
svo er það ræktin!! já, ég er byrjuð að hita upp, búin að fara þrjár vikur, fyrst tvisvar, svo þrisvar og svo aftur tvisvar í viku.. og hefði farið í þessari viku.. en þar sem ég er lasin… arg!! Mig vantar samt smá stemmingu í þetta, það var svo gaman þegar við vorum á námskeiðunum hjá Kristínu Viktors, þá var maður farinn að þekkja stelpurnar í hópnum og kjaftaði og fékk aðhald frá þeim.. núna er ég að dröslast þetta ein.. mig vantar gymböddís sem nennir í pottinn á eftir og svona.. ég hef náttúrulega Heiðu, en brúnóinn minn er búinn að vera að breyta rútínunni sinni eitthvað og svo er bara líka gaman að hitta fleira fólk :)
mamma og pabbi og elli eru ‘flutt’ í bæinn, mamma verður samt bara hérna með annan fótinn. pabbi og elli eru að fara í skóla. það verður voða gott að hafa þá nær sér og mömmu þegar hún kemur. alltaf best að hafa fólkið sitt hjá sér
Allavega, þetta var blogg, veikinda blogg
-
Nýlegar færslur
Nýlegar athugasemdir
Heiða Björk um Sjúka pastað maður Frú Sigurbjörg um Kássa ofurpesi um Kássa Íris Gíslad um Kássa Íris Gíslad um Heit mexicosúpa fyrir heitar… Færslusafn
- júní 2014
- janúar 2013
- september 2012
- júlí 2012
- apríl 2012
- mars 2012
- október 2011
- september 2011
- ágúst 2011
- júlí 2011
- júní 2011
- maí 2011
- febrúar 2011
- janúar 2011
- nóvember 2010
- október 2010
- júlí 2010
- apríl 2010
- febrúar 2010
- janúar 2010
- október 2009
- september 2009
- júlí 2009
- nóvember 2007
- október 2007
- september 2007
- ágúst 2007
- júlí 2007
- júní 2007
- maí 2007
- apríl 2007
- mars 2007
- febrúar 2007
- janúar 2007
- desember 2006
- nóvember 2006
- október 2006
- september 2006
- ágúst 2006
- júlí 2006
- júní 2006
- maí 2006
- apríl 2006
- mars 2006
- febrúar 2006
- janúar 2006
- desember 2005
- nóvember 2005
- október 2005
- september 2005
- ágúst 2005
- júní 2005
- janúar 2005
Flokkar
Tækni