Áætlun vikunnar 26.sept – 2.okt

Mánudagur – Eftirbruni– tjékk
Þriðjudagur – Þrek
Miðvikudagur – Hjól
Fimmtudagur – Body Balance
Föstudagur – Eftirbruni(kl 7:20)/hjól/frí
Laugardagur – TopForm/Hjól/Hot Joga
Sunnudagur – Frí

ok, þetta er planið.. sko, í síðustu viku ( sem ég stóðst með glans.. híhí), á laugardaginn,  þá fór ég í Topp Form. Guðbjörg var ekki og Anna Marta var með tímann. Það er skemmst frá því að segja að þetta var einn skemmtilegasti tími sem ég hef farið í, drulluerfitt og massa stuð og svooo sá ég að hún, Anna Marta, er með Top Form tíma á föstudagsmorgunum kl 7.20 og mig langar sooldið að prófa að mæta, ég hef hingað til ekki einu sinni reynt að mæta í morguntíma, ég er ótrúlega löt á morgnanna og svo er Palli líka að nota bílinn þegar hann er að bera út og það er ekki sjéns að ég fari að vakna 20 mín fyrr til að labba.. ég veit ég er aumingi, en ég er bara aumingi á morgnanna.. en mig langar að prófa og það var svoo gaman í tímanum á laugardaginn svo við sjáum til.. ef ég fer, þá fer ég bara í jóga á laugardaginn.. held að það væri sneddí, eða hjól hjá Palla..
Þetta er planið!!

Já og annað í síðustu viku.. komst að því að Guðbjörg er frábær Body Balance kennari og Palli er besti hjólakennarinn, hann var ekki á Miðvikudaginn og það var fúlt! það liggur við að maður fari heim þegar maður sér að hann er ekki. Á miðvikudaginn þá gat ég rualað með heilum tveimur lögum og þar af var annað þarna habba habba lagið!! allt hitt var öm! Ég hjólaði svossem alveg eins og fjandinn en það er ekki eins þegar maður getur ekki flösuþeytt soldið með..  :)

Og þá að þessari viku
Búin að fara í Eftirbruna hjá Eyrúnu, var ekki alveg upp á mitt besta með fáránlega túrverki.. var að hugsa um að hætta við en síðast þegar ég fór og var með svona mikla verki og fór í gymmið, þá leið mér mun betur á eftir þannig að ég skellti mér bara.. það var hrikalega heitt og þungt loft í salnum, ég var farin að svitna við það að standa og bíða eftir tímanum, verkirnir löguðust ekki og um miðbik tímans varð ég að fara aðeins fram og anda því mér var orðið hálf óglatt. Gat varla gert magaæfingar fyrir magakrömpum þannig að þetta var ekkert algjört æði… en ég fór og gerði mitt besta, ég geri ekki betur en það :)

Um kollatjorva

kona, mamma, kærasta, systir, dóttir, frænka, tölvunarfræðingur, kórkona.. allskonar..
Þessi færsla var birt í Hreyfing og merkt sem . Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Áætlun vikunnar 26.sept – 2.okt

  1. sem ég segi.. þú ert best :)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s